Íbúð 301 – fyrir og eftir…

…eins og gefur að skilja þá eru verkefni misjöfn. En ég fékk eitt alveg ótrúlega spennandi verkefni núna í febrúar, sem hefur dregist aðeins fram á vorið – sökum heimsfaraldar og alls þess sem hefur verið að ganga yfir þessa dagana. En þannig er mál með vexti að blokkirnar sem eru á gamla “vellinum” – svæðið Ásbrú hefur verið að ganga í gegnum mikla endurnýjun. Það er búið að að taka þessar blokkir algjörlega í gegn, skipta út innréttingum og gólfefnum, gluggum og öllu slíku sem þarf og eftir standa fallegar, bjartar og stórar íbúðir. Þetta er í raun ótrúlega skemmtileg endurvinnsla og þetta hverfi á bara eftir að verða skemmtilegra. Nýr grunnskóli að fara í byggingu og hverfið á uppleið. Maður finnur það líka eftir að hafa keyrt brautina nokkrum sinnum, að þetta er bara pörfekt akstur fyrir eitt podcast eða tvö góð símtöl.

Þessar íbúðir eru líka á alveg geggjuðu verði, þannig að hér getur fólk – sem er kannski búið að vera fast á leigumarkaði komið sér fyrir í stórum, björtum og fallegum íbúðum:

EignÍbúðStærðVerð
925101125.537 300 000
925102123.236 900 000
925201126.637 300 000
92520289.526 900 000
925203120.635 500 000
925301126.637 600 000
92530289.527 500 000
925303120.836 600 000

Þá kemur að mínum hluta. En ég var beðin um að stílísera íbúð nr 301 á Skógarbraut 925A. Þetta þótti mér nú ekki leiðilegt – ómægod 🙂
Hér sjáið þið “mína” íbúð sem er á þriðjuhæð og er um 127fm…

…ég fór þarna inn þegar búið var að setja upp eldhúsinnréttingar, en búið var að velja inn eldhúsið og gólfefnið, og efni í trévegg sem þið sjáið aðeins síðar…

…þannig að ég fékk að velja alla liti og allt sem fór inn annað – húrra!
Fyrsta vers, það er alltaf að velja litina og það varð nú smá hausverkur að finna þá einu réttu og að lokum – þá lét ég bara verða af því að gera fimm nýja liti sem ég er búin að sýna ykkur hér – smella!

…svo þegar búið var að velja inn liti, þá var það allt hitt sem átti að koma inn, en fyrst – þá fór ég að sjá dásamlega tréskilrúmið sem var sett upp eftir að málað var. Ok, það er geggjað flott og setti alveg tóninn fyrir allt sem var valið inn – þetta þurfti að vera gúrmey!

Liturinn á alrýminu og baðinu er eins og hinir frá Slippfélaginu og heitir Ylja. Hann fer einstaklega vel við viðarskilrúmið, en það er ofsalega fallegt og dökki liturinn hefur svo mikið að segja þarna inni…

…skilrúmið virkar líka lokað séð frá stofunni, en séð frá sjónvarpsrýminu þá er það opið – mjög töff lausn…

…og eldhúsinnréttingin er síðan með sama viðnum í efri skápunum og opnu hillunum. Þetta allt saman gefur íbúðinni svo mikinn karakter…

…það er náttúrulega gaman að velja inn þegar að grunnurinn er góður, og hér ofsalega fallegt parket frá Húsasmiðjunni á öllum gólfum – mjög hlýlegt og flott…

…gólfið nýtur sín líka virkilega vel með fallegum litum á veggjum og þegar að listar og hurðar eru hvítt…

…eins er það mikill plús að það eru stórir skápar í öllum herbergjum, nema skrifstofunni, og jú – það eru þrjú barnaherbergi auk hjónaherbergis. Eins eru öll berbergin stór og rúmgóð, og það er nú eitthvað sem er sérlega mikill plús að mínu mati!

…svo fallegar flísarnar inni á baðherberginu – frá Álfaborg…

…og enn og aftur, njóta sín enn betur þegar að litir eru komir á veggina…

…borðstofa – fyrir…

…eftir…

…gangur – fyrir…

…eftir…

…unglingaherbergi – fyrir…

…eftir…

…barnaherbergi – fyrir…

…eftir…

…stofa – fyrir…

…eftir…

Á morgun laugardag er svo opið hús í gegnum Remax:
Opið hús: Skógarbraut 925, 262 Reykjanesbær, Íbúð merkt: 01 01 02. Eignin verður sýnd laugardaginn 9. maí 2020 milli kl. 14:00 og kl. 14:30.


Smella hér til þess að skoða fleiri myndir og lýsingu á íbúðinni!

Íbúðin verður líka sýnd á sunnudag í gegnum Prodomo:
Opið hús: 10. maí 2020 kl. 17:00 til 17:30.

Smelltu hér til þess að skoða fleiri myndir og lýsingu á íbúðinni!

…svo er hann að koma, pósturinn um hvað er hvaðan!
Hann er í vinnslu í þessum töluðu orðum 🙂

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Íbúð 301 – fyrir og eftir…

  1. Anna Jónsdóttir
    08.05.2020 at 20:18

    Flottir litir og allt svo fallegt sem þú valdir inní íbúðirnar. love it love it

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *