Vorlykt í lofti…

…já ég ætla að halda því fram – vorið er þarna, rétt handan við hornið. Ég sá það kannski sérstaklega á birtunni sem skein hingað inn. Þessi sérstaka, fallega birta sem ber með sér fögur fyrirheit um bjartar sumarnætur, og grænt gras og gróðurinn. Ég bíð spennt og óska ykkur gleðilegs sumars og þakka fyrir þennan langa vetur ♥

En þangað til – myndirnar hérna að heiman…

…ég veit að brumið á greinunum var líka að æsa mig upp í vorfílinginn…

…gamall vöndur fékk framhaldslíf sem þurrskreyting…

…á meðan í öðrum vösum voru barasta gerviblóm…

…getið þið fundið einn hlut sem á alls ekki að vera á myndinni? 🙂

…nú er bara að taka niður páskaskrautið og kannski bara smúla pallinn…

…þetta er sko birtan sem ég er að tala um, og greinarnar gera gæfumuninn…

…njótið dagsins elsku bestu ♥

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

2 comments for “Vorlykt í lofti…

  1. Anna Sigga
    23.04.2020 at 09:17

    Gleðilegt sumar Soffia 🌞❣ til að svara spurningunni um þetta sem á ekki vera á myndinni 😅 það er glasið á bakvið skrautið á bekknum😄

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.05.2020 at 01:46

      Snillingur 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *