Innblástur fyrir sumarið…

…er það ekki einmitt það sem við þurfum núna. Eitthvað bjart og fallegt að hugsa um, láta okkur dreyma um grænt gras og gróðursæla garða, og auðvitað fallega pallastemmingu! Rúmfó er að gefa út nýja bækling núna á netinu – smellið hér til þess að skoða – og snýst hann einmitt um Innblástur fyrir sumarið. Ég ákvað því að útbúa nokkur mood-board, sem til þess að setja saman réttu stemminguna á pallinn þinn, eða minn, eða bara þið vitið.

Ég er í samstarfi við Rúmfatalagerinn en allar vörurnar eru valdar af mér og settar saman eftir mínum smekk!

Fyrsta myndin sýnir svona frekar rómó stemmingu. Við erum með húsgögnin í svona naturlit. Sófasett ásamt tveimur stólum og fallegum borðum. Geggjaðan legubekk og pullugeymslubox, og svo flottan blómakassa. Púðarnir eru í mjúkum ferskjulitum og fallega grænum, ásamt teppi ( sem er nauðsynlegt í íslenska sumarið, því miður ). Svo er geggjuð sólhlíf og stór svört lukt, en það er fallegt að fá svarta litinn inn og tengja hann svona við fæturnar á settinu og borðunum!

Hér er önnu stemming, með geggjuðu svörtu setti. Hér er snilld að taka t.d. geymsluboxið, blómaboxið, bekkinn og legubekkinn í við, til þess að brjóta aðeins upp á pallinum og gefa hlýleikan sem kemur með viðnum. Við erum síðan með fallega púða og teppi. Borðið og stólarnir eru síðan svört líka, og þá er æði að eiga þennan fallega viðarbekk til þess að setja við borðið. Hann kæmi flott út þar. Steyptupottarnir væru líka æðislegir þarna við, sem og græna pottasettið!

Meiri léttleiki og rómantík. Hér er svo flott borð og stólar, allt í hvítu. En eins og þið sjáið þá er viðarrönd eftir miðju borðinu, og ofan á örmunum á stólunum. Það er því geggjað að vera með viðarlegubekk með og fallegar luktir – allt svona til þess að tengja saman. Púðar í pastellitum, ásamt sessum eru síðan til þess að klára að setjan saman ljúfa pastelstemmingu á pallinn þinn.

Ég held að þessi hérna mynd sé minn pallur. Settið í gráu með svörtum sessum, legurbekkur og geymslubox í svörtu með. Fallegir blómapottar, luktir og púðar í mjúkum tónum. Ljós og luktir! Steypti borð/kollurinn er í miklu uppáhaldi!

Þessi geggjaði stóll er flottur bæði inni og úti, ef þið viljið hafa hann inni – þá er bara að skella gæru í hann, en úti – þá er bara kózý púði og teppi og maður kúrir sér daglangt. Kemur í mörgum litum og líka sem svona tveggja manna loveseat!

Þar sem svo margir eru með svört eða grá húsgögn, og jafnvel pallana í svipuðum litum, þá er geggjað að nota natur viðinn og bastið til þess að brjóta aðeins upp á pallinum. Þannig að ég vildi taka saman bekkina, geymslubox og annað slíkt sem kæmi flott út með næstum hvaða húsgögnum sem er.

Að lokum er snilld að benda á hvað það er komið mikið af fallegum blómapottum – en það eru pottar til þess að vera með bæði inni og úti og þeir eru alveg hver öðrum fallegi.

…svo má ekki gleyma að setja ljósaseríurnar og annað slíkt, en það skapar svo skemmtilega stemmingu á pallinum.

Smellið hér til þess að skoða nýja bæklinginn!
Smellið hér til þess að skoða sumarvöruna hjá Rúmfó!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *