Litakortið mitt hjá Slippfélaginu…

…mér finnst því eiginlega “möst” að fara aðeins yfir mína liti, þessa sem ég er að nota sem mest – og svo líka nokkra aðra sem ég hef verið að nota í verkefnum á þessu ári. En eins og þið vitið þá er ég með litakortið mitt hjá Slippfélaginu og í samstarfi við þá!

En yfir í litina, dembum okkur í þetta.

Litakortið mitt sem þið getið fengið í hendurnar í búðunum er orðið nokkurra ára gamalt, en reyndar afskaplega fallegt – svo ég sé hógvær og prúð 🙂

1-www-skreytumhus-is-is

…en hins vegar eru þó nokkrir fleiri litir búnir að bætast við síðan það var gefið út, þannig að ég mæli með að skoða bara síðuna hjá Slippfélaginu – smella hér til þess að skoða alla litina mína.

…ég ætla síðan að birta nokkrar myndir til þess að sýna ykkur litina í “action”, því að það er alltaf töluverður munur frá því að sjá bara hring á blaði…

 SkreytumHus-liturinn – sem er var veggjunum okkar frá 2008-2015.  Við erum með enn með þennan lit á forstofunni. Liturinn er mjög fallegur og umfram allt mjög hlýr.  Hann er grábrúnn, mjög mikil blanda af báðum tónunum.

Kózýgrár – nafnið segir allt sem segja þarf. Þegar þú setur þennan á veggi þá er það eins og að vera í kózý hreiðri, hann tekur utan um þig <3

Rómógrár 3, og engar áhyggjur – það er líka hægt að fá Rómó 1 og Rómó 2, ef ykkur finnst þeir fallegri! Ég gæti ekki verið ánægðari með þennan lit, hann er svo hlýr og fallegur, og það sem meira er – hann er mjög breytilegur.  Það er smá brúnt í honum stundum og jafnvel smá svona bleikt og út í fjólu á ákveðnum tímum dags…

 Í litakortinu mínu var fyrir mjög fallegur fölbleikur litur sem heitir Lekker, og þessi er í sömu fjölskyldu en bara nokkrum tónum dekkri. Það var því ákveðið að bjóða nýja litinn velkominn í SkreytumHús-litakortið mitt, og ég gaf honum hið fallega nafn Haustrós. Lýsir honum bara vel, hann er svona fallega rustic bleikur, ekta inn í haustið.

Dömugrár er ljósgrár með örlitlum rauðroða tón í sér sem gefur honum ákaflega mjúka og huggulega stemmingu. Ég hef sjálf lýst honum sem nánast pastelgráum – en það eru mjög svona bleikir tónar í honum, þannig að hann fer sérlega vel með mjúkum pastellitum.

Gauragrár er mjög hreinn grár litur. Hann er ekki yfirþyrmandi og lætur alla aðra liti njóta sín til fullnustu.

Mynta er alveg hreint dásamlega ferskur og fallegur.  Svona fullkomin blanda af ljóóóósbláu með smá hint af grænu í – sem sé mynta.


Draumgrár – þessi varð til þegar að ég var að leita að hinum fullkomna lit á alrýmið hjá okkur. Það er mjög stórt, eldhús, stofa, borðstofa og gangur – og því skipti öllu máli að liturinn væri hlýr, ekki of dómínerandi en samt þannig að hann gengi með öllu. Þessi gerir það, hann er draumur, draumagrár! 

Ég er persónulega mjög hrifin af þeim mosagráa.  Hann er, eins og SkreytumHús-liturinn, mjög breytilegur eftir birtu og tíma dags.  Hann er ekki eins dökkur og SH-liturinn, en hann er svo endalaust hlýr og fallegur.  Vinkona mín var að mála allt sitt hús í honum núna um daginn, og það var bara nóg að setja litinn á veggina og allt var orðið hlýlegt og heimilislegt.  Þannig að ég mæli óhrædd með honum.

Gammelbleikur – þessi er yndislegur. Hann er mildur og fallegur, hann er eiginlega bara svo gazalega lekker, svona eins og amma hefði sagt. Hann verður rómantískur með hvítu, og kúl með svörtu – bara getur varla klikkað.

Þar fyrir utan er ég búin að vera að nota Brynhildarbláan

…og Huggulegan!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *