Gatsby…

…á Strandgötu 49 í Hafnarfirði stendur ein af þessum “leyndu” perlum sem er gaman að kynna ykkur fyrir. Búðin stendur í einu af elstu verslunarhúsum bæjarins sem var byggt árið 1907 og hýsti t.d. áður bakarí-ið Vort daglegt brauð. En fyrir rúmu ári þá opnaði verslunin Gatsby í sama húsnæði og sjaldan hafa verslun og húsnæði átt betur saman. Það er allt eins og draumur og annar heimur um leið og stigið er inn um dyrnar…

…þarna má finna dásamlega kjóla, sérstaklega sparikjóla sem eiga sér enga hliðstæðu held ég hérna heima!
Mæli með að fylgja Gatsby á Facebook – smella hér…

…þegar ég kíkti við, þá var Konukvöld framundan þannig að ég get ekki lofað ykkur svona veigum og meððí, en ég get lofað ykkur að hún Gugga sem á verslunina og stendur vaktina, hún tekur á móti ykkur með bros á vör og yndislegri þjónustulund…

…þvílík fegurð…

…hugsað út í öll smáatriði…

…skart sem hægt er að gleyma sér við að skoða…

…og svo líka parktík, eins og fallegir sokkar og klútar…

…hversu fallegt er þetta…

…hugað að hverju smáatriði…

…dásamlegar hárspangir…

…og hárskraut…

…og kjólar sem maður lætur sig dreyma um…

…enda draumi líkir…

…ég var sem sé búin að sýna þessar myndir hér að ofan inni á Snappinu og Instagram, og búin að ákveða að gera póst sem þeim. En þegar ég kom heim einn daginn þá beið mín poki á hurðinni, frá elskunni henni Guggu sem á verslunina Gatsby. Mig langar að sýna ykkur hvað hún sendi mér, en þessi póstur er ekki kostaður að neinu leyti og gjöfinni fylgdu engar kvaðir eða beiðni um að sýna frá henni!

…en ég var hinsvegar svo himinlifandi með kjólinn sem ég fékk að ég varð að sýna ykkur myndir af honum. Auk þess var slæða, dásamlegar og hlýjar leggings og yndilegir eyrnalokkar ♥

…ég er reyndar um það bil versta módel í heimi – en þið horfið bara á kjólinn og dáist að þessum fallegu litum…

…sömu sögu má segja um þessa dýrðlegu slæðu/klút, litirnir eru draumur ♥
Takk aftur fyrir mig elsku Gugga!

….mæli svo sannarlega með heimsókn til hennar Guggu í Gatsby þegar þið rúllið í Hafnarfjörðinn. Það er vel þess virði ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

2 comments for “Gatsby…

  1. Kristín Hafsteinsdóttir
    05.11.2019 at 08:59

    Vá þetta er geggjuð búð 😍 Varstu ekki í þessum kjól á Skreytum hús kvöldinu í Rúmfó um daginn? Alveg sjúklega fallegur 🤩

    • Soffia - Skreytum Hús...
      11.11.2019 at 23:51

      Takk elskuleg 😉 Hann var reyndar úr Vero Moda!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *