Óvænt forstofuljós…

…mér finnst alltaf jafn gaman að hressa örlítið upp á rýmin, bara svona rétt sí svona til þess að halda þeim lifandi og ferskum. Ég var komin með netta “leið” á forstofunni og langaði að gefa henni smá svona meikóver, áður en hún dettur í jólabúninginn. Þannig að hún fór úr þessu…

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Rúmfatalagerinn en allar vörurnar eru valdar af mér, og unnið eftir mínum hugmyndum.

…í þetta hér – eins og stendur, mjög svo berrassað! Ég ákvað líka að taka í burtu neðri hilluna á bekknum, svona tímabundið…

…mig langaði líka að prufa eitthvað nýtt, og tók þess vegna gamla pottta úr Rúmfó, sem ég átti fyrir og ákvað að hengja þá á snagana….

…fyrst að hillan var farin, þá hafði pláss fyrir þessar geggjuðu, stóru körfur úr Rúmfó. Sem eru hrein snilld, því að þær rúma vel hjálmana fyrir hjólin, og meira segja er komin körfubolti í eina þeirra núna…

…og já, Molinn var fjarlægður úr, hann er ekki almennt geymdur í körfu sko…

…í sumar var ég með stóra lukt á pallinum frá Rúmfó…

…og ég ákvað að taka hana inn á gang, og tók úr henni hringinn, sem hélt glerinu innan í…

…síðan notaði ég festingarnar úr Costco, sem eru svona límrenningar, til þess að festa ljós úr Rúmfó innan í luktina…

…einföld leið til þess að festa ljósið innan í, en samt auðvelt að snúa þessu til baka ef maður vill…

…en útkoman er, að mínu mati, mjög svo skemmtileg…

…ég hengdi þetta síðan bara upp með strigabandi á gamalt blómapottahengi…

…og það eru ótrúlega skemmtilegir skuggar sem eru að koma af ljósinu…

…svo eru það bara púðar, gæra og teppi til að gefa kózý stemmingu…

…auk þess að ég hengdi upp tösku og gömlu kúabjöllurnar…

…ég setti síðan gullbakka ofan á kommóðuna, til þess að skella lyklum og sólgleraugum og slíku sem fellur til ofan í…

…fyrst setti ég líka tréskál, en fannst það kannski vera fullmikið af því góða 🙂

…er þetta ekki bara svona kózýfílingur fram að jólum…

…fyrst var ég bara með tvær stórar körfur, en ákvað að bæta þriðju við þegar ég sá að það var pláss…

…skellti á meðan einni lítilli körfu sem ég átti heima…

…svo eins og oft áður, tók ég nokkur skref aftur á bak og skoðaði verkið…

..varð alveg ákveðin í að vilja þrjár eins kröfur undir…

…Moli ákvað það svo endanlega…

…hann getur verið svo sannfærandi…

..já og svo þið vitið það, þá er þessi bekkur mest fyrir hann – því að þarna fylgist hann með út um gluggann…

…þannig að eftir ritskoðun, þá komu þrjár körfur…

…og ég tók í burtu töskuna…

…og skellti kúabjöllunum með blómapottunum…

…og svona er þetta stundum, maður fer í smá svona púða- og smáhlutaskiptingar, og endar í óvæntu DIY-i…

Hér er síðan póstur um forstofuna og hvað það skipti miklu máli að breyta henni á sínum tíma – smella!

  • Að notagildi og fegurð geta alveg farið saman, en stundum má líka pjatta svolítið.
  • Í þessu litla rými þá eru snagarnir í raun í staðinn fyrir hliðarborð, það er á þá sem ég hengi skrautið og annað slíkt sem ég skipti út.
  • Snagabrettið er líka þægilegt fyrir gesti sem koma, það er bara hengt beint á og ekkert vesen.
  • Það eru litlu hlutirnir sem gera rými: mottur, púðar, smádótið og lýsingin.
  • DIY-verkin eru ótrúlega skemmtileg, þau er persónuleg og þau sýna þinn stíll. Það eru ekki aðrir sem eiga alveg eins, þú bjóst þetta til sjálf/ur.

Veggirnir eru málaðir í upprunalega SkreytumHús-litinum, frá Slippfélaginu en reyndar lýstur örlítið.
Bekkurinn er DIY-verkefni – smella hér.
Vona að þið eigið yndislega helgi

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

5 comments for “Óvænt forstofuljós…

  1. Íris
    12.10.2019 at 07:54

    Góðan daginn, mjög flott hjá þér 🙂 maður (ég) mætti einmitt vera duglegri að fríska upp á hjá sér við og við. Hvað heitir liturinn á veggnum í forstofunni?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      12.10.2019 at 11:46

      Takk fyrir! Veggirnir eru málaðir í upprunalega SkreytumHús-litinum, frá Slippfélaginu en reyndar lýstur örlítið.

  2. 16.10.2019 at 14:33

    Þetta var virkilega skemmtilegt að sjá.

    • sveinbjörg steinþórsdóttir
      07.11.2019 at 11:25

      flott útkoma

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *