Þakklæti…

…er mér ofarlega í huga þessa dagana. Þakklæti fyrir það sem ég hef, það sem ég á og í raun allt það sem hefur leitt mig á staðinn sem ég er á í dag, sama hvort að það var gott eða slæmt.

Það er nefnilega þannig að maður lærir af hverju einasta skrefi og ef þú gerir eitthvað vitlaust – þá lærir þú lexíu sem getur verið ómetanleg.

Þegar ég hóf að blogga fyrir 9 árum síðan, þá óraði mig ekki fyrir því að þetta gæti nokkru sinni orðið að því sem það er í dag. Að ég gæti í raun orðið svo lánsöm að vinna við það sem mér þykir svo skemmtilegt og gefandi að gera.

Þetta gerðist ekki yfir nótt, og hefur tekið langan tíma, og svo margar vinnustundir að ég gæti ekki mögulega talið þær. En hér er í ég í dag, fæ að gera ástríðu mína að atvinnu og ég er svo endalaust þakklát.

Ég vona bara að þið vitið, að af öllu hjarta, þá er ég að vinna það sem geri eftir eigin sannfæringu. Ég er að sýna ykkur það sem er að heilla mig, það sem ég er virkilega hrifin af. Alls staðar þar sem ég er í samstarfi við fyrirtæki, þá fæ ég alveg að velja sjálf þær vörur sem ég vil sýna – og ég er fyrirtækjunum ótrúlega þakklát fyrir að leyfa mér að halda því alltaf til streitu.

Ég neita því sem ekki hentar mér, fremur en að sýna eitthvað af hálfum hug. Það er mér svo ótrúlega dýrmætt að þið getið treyst því að ég sé einlæg í því sem ég geri. Að þegar ég er með viðburði sem ég tengi við mitt nafn, að þá er ég alltaf að gera mitt allra besta í að hafa hag ykkar fyrir brjósti. Að gæta þess að þið séuð að fá allt það besta sem ég get veitt ykkur.

Ég er enn að vinna þetta eins og ég gert frá upphafi, að finna ódýrar en sniðugar lausnir, að endurnýta og endurvinna gamalt og bara umfram allt að finna það fallega í því sem er í kringum okkur.

Núna erum við að fara inn í uppáhalds árstíman minn, jólin og allt sem þeim fylgir. Framundan eru auðvitað SkreytumHús-kvöldin í samvinnu við Rúmfatalagerinn, bæði í bænum og á Akureyri. Ég verð með litaráðgjöf í Slippfélaginu í Skútuvogi, og jafnvel á Akureyri líka. En það sem mér þykir dýrmætast í þessu öllu er tækifærið að hitta ykkur, þið eruð svo margar sem mætið alltaf og mér þykir svo óendanlega vænt um það. Þegar við héldum seinasta SH-kvöld í Rúmfó þá sagði ég Ívari að ég væri viss um að það kæmu ekkert margir, síðan mættu bara ALLIR, og amma þeirra líka – og ég stóð í miðjum Rúmfó grenjandi, eins og maður gerir 🙂

Þannig að áður en þetta fer allt saman í gang, þá langar mig bara að segja aftur takk fyrir. Takk fyrir að lesa, að horfa, að skrifa mér falleg skilaboð og bara almennt að umlykja mig í þeirri sannfæringu að það er svo mikið til af góðu fólki í kringum mann ♥

Ég tek engu í kringum mig sem sjálfsögðum hlut, og ég er þakklát fyrir allt! Takk ♥

ykkar
Soffia

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Þakklæti…

  1. Guđbjörg Valdís Þorgeirsdóttir
    11.10.2019 at 08:55

    Elsku hjartans Soffía, þú ert alveg einstök!
    Takk fyrir mig í öll þessi ár… þađ er ALLTAF jafn gaman ađ “kíkja í heimsókn” til þín hérna á veraldarvefnum. Knús til þín fallega og duglega kona ♡

    Kv. Guđbjörg Valdís

  2. Guðrún Garðarsdóttir
    12.10.2019 at 03:08

    Þessi “lilla” er yngsta systir mín🥰 og sannar að margur er knár þó hann sé smár🏋️‍♀️
    Allt sem hún gerir, gerir hún af krafti, útsjónarsemi og gleði. Svo er hún húmoristi mikill og það er aldrei lognmolla þar sem Dossa fer um, ég lofa😄
    Svo er hún góð í gegn, alla leið og gerir allt fallegra sem hún kemur nálægt…og hana nú💥
    Stóra systir er full aðdáunar og elskar litlu systur mikið.
    Soffía Dögg, u go girl!!!

  3. Anonymous
    13.10.2019 at 10:34

    Elsku Soffía
    Einlægar þakkir fyrir bloggið þitt, frábærar hugmyndir og dásamleg skrif.
    Maður finnur svo sannarlega einlægnina í orðum þínum ….hún skín alls staðar í gegn …ljómar…eins og þú sjálf og fallega fjölskyldan þín.
    Þú ert langflottust !!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *