Þrír diskar…

…ást mín á bökkum/diskum á fæti hefur nú verið margumrædd hérna inni. En mér finnast þetta alltaf jafn mikil þarfaþing, hvort sem það er til skrauts eða brúks. Þeir eru fallegir þegar lagt er á borð og/eða borðið fram, og svo eru þeir bara geggjaðir undir alls konar nytjahluti í eldhúsinu, eða puntið í stofunni, og jafnvel ef pláss finnst inni á baði fyrir snyrtidótið.
Ég sýndi ykkur ýmsa hluti sem eru á útsölu í Dorma núna um daginn, og þar á meðal er þessi fallegi, grái bakki sem kostar núna bara rétt rúmlega 2000kr…

Samona bakki á fæti – smella hér!

#samstarf

…þessir bakkar voru til í þessum gráa lit og líka í svörtu. En sá svarti er uppseldur. Mig langaði því að sýna ykkur einföld DIY sem taka innan við 10 mín og þið getið auðveldlega gert sjálf.


Grái bakkinn er orginalinn – efstur
Ljósari grár er gerður með málningu og matarsóda – miðjan
Svarti er svo spreyjaður – neðstur

…hérna sjáið þið þann gráa, sem mér finnstr reyndar einstaklega fallegur á litinn. Hann er líka vel stöðugur og svo er ágætlega hár kantur, þannig að það er gott að bera fram mat í honum…

…en ég ákvað að nota svarta Montana spreyjið frá Slippfélaginu, eins og svo oft áður…

…spreyjaði svo bakkann á hvolfi og leyfði honum að þorna,
áður en ég sneri honum við og spreyjaði hina hliðina…

…og jú, það verður að segjast að hann er reyndar sjúklega fínn svona svartur.

En ég mæli með að setja glerdisk eða eitthvað í botninn á bakkanum ef það á að bera fram mat, þar sem við viljum ekki smita neinum efnum af spreyji eða málningu í matvæli!

…áferðin verður mjög jöfn og falleg og ef eitthvað klikkar, þá er bara að fara aðra umferð!

…svo var það næsti bakki, tilbúin í sína breytingu…

…en ég átti inni prufudós af Ylju, sem er einn af SkreytumHús-litunum mínum, og ég blandi saman slatta af matarsóda og hrærði saman. Þetta er engin sérstök uppskrift, bara prufa sig áfram með matarsódan þar til þið fáið þá áferð sem þið sækist eftir. Þið getið líka notað nánast alla málningu í þetta, hvort sem það er veggjamálning eða hvað…

Athugið að þið getið fengið tvær fríar prufudósir úr SkreytumHús-litakortinu hjá Slippfélaginu og afslátt með því að nefna SkreytumHús!

…og svo er bara að gluða þessu á, ég notaði í þetta sinn pensil – en það er líka hægt að nota svamp til þess að fá enn grófari áferð…

…fyrir mér er áferðin fallegri eftir því sem hún er grófari, svona steypu/kalkmálningar útlit…

…og þá er útkoman þessi hérna ♥

…fíla vel þetta rustic útlit, og hugsa að hann gæti verið fallegur líka bar út á pall í sumar…

…og þessi svarti er kjörin fyrir kertin og annað smálegt…

…og á borðstofuborðið auðvitað…

…ég veit ekki með ykkur, en ég á erfitt með að velja minn uppáhalds ♥
Hver er þinn?

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *