Meiri plattapælingar…

…enda eru þeir mér ansi hugleiknir, þessir dásemdar plattar.
Þessir voru keyptir á antíkmarkaðinum sem ég sagði ykkur frá í gær…
…og þeir hafa hangið hér við hliðina á skápnum okkar.
Þeir eru eftir listamanninn Bjorn Wiinblad (1918-2006). Ég keypti fyrst bara fjóra, en bætti svo tveimur við.  En serían eru 12 plattar sem segja ástarsögu, byrja í janúar og enda með barni í desember…
…þannig að á markaðinum hennar Kristbjargar freistaðist ég til þess að kaupa mér þá 5 til viðbótar sem mig vantaði, og núna – núna vantar bara 1 til að fullkomna seríuna…
…hver diskur er merktur mánuðinum og ber heiti líka…
…en núna átti ég 11 stk, og þá þýðir ekkert lengur að hafa þá við hlið skápsins, því skipti ég út og setti bara Mors-dag diskana þarna í staðinn…
…sem eru alltaf svo fallegir…
…nú og þar sem ég er nú ekkert með alltof mikið af lausu veggjaplássi, þá datt mér í hug að setja þá þarna í hornið hjá borðstofuborðinu.  Ég ætlaði að sofa á þessu og spá og spekulera, en svo – þá ákvað ég bara að gera þetta…
…þannig að upp fóru þeir – og ég lét þá flæða af einum vegg yfir á annan, og mér finnst það bara koma skemmtilega út…
…brýtur þetta aðeins upp – enda eru 11 stk töluvert mikið – og því bara sneddí að hafa þetta svona skipt…
…og af því að þeir eru svartir og hvítir, þá eru þeir ekkert of yfirþyrmandi þarna í horninu, að mínu mati…
…og þegar ég sýndi þetta á snappinu (soffiadoggg) fékk ég mjög skemmtileg viðbrögð – og líka mikið af spurningum um litinn á veggnum, en þetta er Draumagrár frá Slippfélaginu…
…ég ákvað líka að hengja þá upp með límfestingum sem ég keypti í Costco, en þetta eru svona franskir “renningar” sem smella hvern inn í annan, og lím báðum megin.  En þeir eiga að halda alveg 7kg, og svo á að vera hægt að taka þetta niður án þess að málning eða annað skemmist – þannig að þetta er bara fyrirtak…
…fínt að þurfa ekki að negla alveg 11 nöglum í veggina…
…og hvernig líkar ykkur þetta annars?
Þetta er svolítið öðruvísi, en ég er bara sátt!Annars vona ég bara að þið eigið yndislegan sunnudag ♥
Fyrri pósturinn um plattapælingar!
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

9 comments for “Meiri plattapælingar…

  1. Elín Guðrún
    06.05.2018 at 09:43

    Glæsilegt hjá þér og kemur skemmtilega út

  2. Eydís
    06.05.2018 at 11:31

    Virkilega flott, hef sjaldan séð svona venjulegt veggjaskraut sett upp á svo flottan hátt 😊

  3. Anonymous
    06.05.2018 at 12:17

    Mjög flott 😁

  4. Sigríður Þórhallsdóttir
    07.05.2018 at 02:37

    Mjög flott 🙂

  5. Hófí
    07.05.2018 at 14:32

    Flott 🙂
    En þarftu ekki að finna þann tólfta?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.05.2018 at 15:36

      Jú, hún Kristbjörg á skaganum ætlar að redda mér honum 😉

  6. Anonymous
    07.05.2018 at 21:14

    Fallegt og smekklegt hjá þér. Má ég sp. hvar þú fékkst lampann á svarta borðinu

    • Soffia - Skreytum Hús...
      07.05.2018 at 21:36

      Takk kærlega 🙂 Lampinn, og borðið reyndar, eru frá Rúmfatalagerinum!

      • Anonymous
        07.05.2018 at 22:09

        Takk

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *