Hjónaherbergi – fyrir og eftir…

…hjónaherbergi eru þessi rými sem vilja svo oft sitja á hakanum. Þið vitið, við ætlum bara fyrst að klára eldhúsið, og auðvitað stofuna. Svo þarf að laga herbergi krakkanna. En þetta rými, sem á að vera kózý staður til þess að slappa af, vill oft verða að hálfgerðu geymslurými. Hér er hjónaherbergi sem fékk smá ást og umhyggju og varð að alveg dásamlegu afdrepi sem hreinlega tekur utan um mann ♥

…hér eru fyrir myndirnar, en þetta var bara rúm og kommóða, einn stóll og vantaði sárlega ást og smá kózý fíling…

…hjónin voru ákveðin í að fá sér velúr rúmgafl, fengu smá innblástur frá herbergi okkar hjóna (sjá hér) – þannig að þau fengu prufur af efnum hjá RB rúm, og við fórum með þær heim til þess að sjá hvernig þau kæmu út í birtunni inni í herberginu. Þetta er mjög sniðugt þegar maður er að velja, því að birta er mjög mismunandi eftir rýmum/stöðum…

…útkoman er þessi hérna draumur! Gaflinn er eins og áður sagði frá RB rúm, en þau völdu svona volduga útgáfu með fallegum bogadregnum hliðum, því eins og sést þá er hátt til lofts þarna og þetta kemur dásamlega út…

…sjáið bara hversu gordjöss og djúsí þetta er…

…á veggjunum er nýr litur frá Slippfélaginu, sem heitir núna Spes og er SkreytumHús-litur – þannig að þið getið fengið fría litaprufu af honum. Hann er ótrúlega fallegur, hann er brúngrár, og kannski má merkja smá græna undirtóna í honum. Virkilega notalegur og svona hlýr litur…

…eins og þið sjáið þá er þarna dásamlegur bekkur sem er í sama efni og gaflinn, og er gerður líka hjá RB rúm….

…þetta líka snilldar staður þar sem hægt er að leggja frá sér fötin, eða setja rúmteppið og púðana á yfir nóttina…

…það er líka aldrei hægt að ofmeta hvað gardínur gera ótrúlega mikið fyrir rými – þær fara alveg með þetta upp á næsta level…

…fallegt að sjá speglunina líka. En spegillinn var til í Pier, og það gerir ótrúlega mikið fyrir herbergið að fá þetta timbur þarna inn – gefur svo mikill hlýleika…

…rúmteppið var keypt í Ilva, en var því miður það seinasta og er því ekki til lengur – en svipað fæst í Rúmfó (sjá hér)

…eitt af því sem maður rekur oft augun í þegar íslensk svefnherbergi eru skoðuð, er að náttborðslampar eru oft of litlir. Það skiptir máli að hlutföllin séu rétt þegar það kemur að ljósunum. Þessi fengust í Ilva og þessir skermar eru dásamlegir við, það er bullandi rómantík í þeim…

…skermarnir eru í raun ljósbeislitaðir, en þeir taka mjög til sín bleika tóninn í rúmteppinu og virka nánast ljósbleikir á sumum myndunum…

…það var gamalt snagabretti þarna inni frá Ikea, og við tókum bara snagana af því og festum beint á vegginn…

…snagar koma flott út og það er svo fallegt að geta hengt upp eitthvað til þess að skreyta, og sem er auðvelt að breyta…

…náttborðin eru frá Ilva og eru einstaklega falleg, og litlu hillurnar frá Rúmfó á veggina gera heilmikið til þess að lífga upp á annars dautt pláss…

…velúrkassi í stíl við rúmteppið, fullkomið til geymslu…

…ég elska að horfa á ljósið speglast í þessari mynd – sjáið bara hversu fallegt…

…þannig að það er nauðsynlegt að veita smá ást og alúð í svefnherbergin…

…við eyðum stórum hluta ævinnar í rúminu, og þetta á að vera staður sem okkur líður sem best á…

Hvað er hvaðan:
Rúmgafl og bekkur – RB rúm
Rúmteppi og blómapúðar – Ilva
Vegghillur – Rúmfó
Náttborð og lampar – Ilva
Spegill – Pier
Gardínur – Marisko og Celina frá Rúmfó
Bleikur og hvítur púði – Rúmfó
Bastkarfa í horni – Rúmfó
Bleikt velúrbox – Rúmfó
Ljósið – gamalt og var í herberginu fyrir
Snagar – teknir af gömlu Ikea snagabretti og endurnýttir

…svona til upprifjunnar – fyrir og eftir…

…fyrir og eftir…

…hjartans þakkir til þessara yndislegu hjóna fyrir að treysta mér fyrir rýminu sínu, og að leyfa mér að deila þessum myndum með ykkur – það er ekkert sjálfgefið

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Hjónaherbergi – fyrir og eftir…

  1. Margrét Ósk
    03.05.2020 at 10:59

    Hæ hæ, alveg ótrúlega flott! Má forvitnast um verðið á gaflinum? Síðan hjá rb rúmum gefur ekki upp nein verð.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.05.2020 at 01:39

      Sæl, þetta var eitthvað á milli 130-150þús, en við vorum líka að kaupa rúmbotn og svo láta yfirdekkja bekk.
      En þetta er misjafnt eftir hæð og breidd, bara best að senda þeim fyrirspurn og fá þannig rétt svör!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *