Uppáhalds af útsölu Rúmfó…

…sem er núna í fullum gangi og mér fannst bara möst að týna til það sem ég er að halda mest upp á. Heitin á hlutunum eru feitletruð og með því að smella á þau, kemstu beint á hlutinn á heimasíðu Rúmfatalagersins.

Eins og þið vitið þá er ég í samstarfi við Rúmfatalagerinn, en þessi póstur er ekki kostaður og er unninn að mínu frumkvæði

Havehusene-rúmið, alveg hreint dásamlega fallegt og ævintýralegt í barnaherbergið…


Kokkedal stóllinn, virkilega flottur og hlýlegur borðstofustóll…

Liseleje körfustóll, inni eða úti, ekta bóhó-fílingur…

Manderup skápurinn, við erum með þennan í herbergi litla mannsins og hann er ótrúlega fínn. Hlýlegur og fallegur og tekur nánast endalaust við…

Petersborg hægindastóll, fölbleikur og fagur með litlu skammeli – æðislegur…

Stenlille bekkur, til þess að hafa við borðstofuborð – æðislegur. Auðvelt að mála lappirnar t.d. bara svartar til þess að gjörbreyta honum…

Lutnes stólsetta, en þetta er í raun bara fallegir púðar sem eru með velúr öðru megin og fallegum smáatriðum í kringum rennilástinn. Æðislegir í sófann…

Svan blómapottar/standar, svartir og svo flottir til þess að hafa t.d. í stofunni, jafnt og úti á palli…

Lian sængurver, við eigum svona og þetta er svo fallegt og mjúkt. Alltaf eins eftir milljón þvotta, þannig að ég þori vel að mæla með…

Kodiak rúmrenningur, alls ekki fyrir sumarið, en klikkað kózý fyrir veturinn og jólin maður, skellt á endann á rúminu og instant kózý komið…

Fonno dökkgrá velúr gardína – svo djúsí og falleg…

Aamund karfan, hef ekki tölu á hversu oft ég hef notað hana en hún er svo flott alls staðar. Bastið gerir rýmin svo hlýleg…

Asge/Cato kertastjaki, smá gull gerir svo mikin glamúr – þessir eru einfadir og svo fallegir…

Radbjerg hilla á hjólum, geggjuð sem náttborð eða bara til skrauts…

Tabby hilla – þessar eru t.d. geggjaðar í eldhúsgluggann fyrir kryddjurtirnar…

Vona að þið hafið gaman að og þetta gefi einhvernhverjar hugmyndir!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *