Bjartar nætur…

…og enn meiri óróleiki sem rann um æðar mínar! Fékk nóg af gráa áklæðinu og ákvað að skipta, eina ferðina enn 🙂 Eins gott að ég fékk mér tvo áklæði…

…eins og ég hef áður sagt, þá tek ég utan af settinu og brýt það saman. Tek það sem var í geymlu og set beint í vélina – og set svo rakt utan um pullurnar…

…læt þær svo standa upp á rönd í hálfan sólarhring svo að þær þorni, og þá verða þær vel sléttar og fínar…

…og eins og alltaf, þá eru það púðarnir og teppin og það allt saman, sem vekur þetta til lífsins, að mínu mati…

…ok, kannski ekki að vekja Molann – en restina af rýminu…

…ég var reyndar alveg súper hlutlaus í þessu öllu núna, og bara í ljósu og gráu í bland – en samt svo bjart…

…langaði svo eitthvað í einfaldleika og kózýheit…

…púðarnir eru bland í poka frá Rúmfó, Ikea og Húsgagnahöllinni…

…og af því að ég er alltaf spurð, þá er teppið sem Molinn liggur á keypt á Spáni. Ferlega fallegt og hlífir sófanum fyrir Molanum…

…notaði svo auðvitað tækifærið og þurrkaði af öllu extra vel og endurraðaði smá í hillunni góðu. En þetta er heimalagað DIY – sem hægt er að skoða hér!

…þvílíkur lúxus sem það var að fá allt þetta hillupláss – og hér sjáið þið vel hvernig hillurnar sjálfar eru, hvernig tréfjalirnar fylla upp í bilið á milli hillanna…

…sérstaklega þar sem ég elska svona gamlar bækur og sé svo mikla fegurð í þeim…

…setti kortastandinn minn og stóru stjakana í eitt hornið…

…því eins og ég sagði – þá langaði mig svona í einföldun og hreinan flöt…

…og í hitt hornið setti ég tvo vasa og lampann minn góða…

…sem sé einfaldur stofuhringur. Púðarnir vekja settið til lífs, og eins og alltaf – þá eru það litlu hlutirnir sem skipta svo ótrúlega miklu máli!

Listi:
Sófasett – Stocksund frá Ikea
Gráar gardínur – Rúmfó
Hvítar gardínur – Marisko frá Rúmfó
Málverk – Garðar Jökulsson
Sófaborð – Halskov frá Rúmfó
Speglaborð – DIY úr Rúmfó borðum
Motta – Vassgro frá Rúmfó
Vasi – Flora frá Módern

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

7 comments for “Bjartar nætur…

  1. Sigríður
    04.07.2019 at 09:50

    Yndislegt, hlýtt og fallegt eins og alltaf 😊

  2. Jórunn Fregn
    05.07.2019 at 06:32

    Sæl
    Mig langar svo að forvitnast með sófasettið, nú ertu búin að eiga það í svolítinn tíma, er grindin alveg að halda sér sem og pullurnar? Þetta er svo klassiskt sófasett og ekki skemmir að geta skipt svona út áklæðinu:)
    Annars alltaf svo gaman að kíkja í “heimsókn” til þín:) takk fyrir góða pósta:)

  3. Ásta María Sigurðardóttir
    09.12.2019 at 10:58

    Þetta er svo mikil snilld, að geta skipt um áklæði, ég er einmitt að hugsa um að gera þetta, og þá yrði annað alveg ljósgrátt, en hitt kannski bara rautt.. flott fyrir jólin 😀

  4. Telma Dögg
    19.04.2020 at 18:54

    Elska að lesa póstanna þína! Það er svo notalegt og hlýlegt hjá þér 🙂 en ég mikið að spá í þetta sófasett hjá þér..finnst þetta svo fallegt en ein pæling með púðana eru á mikill ferð/færast mikið??
    Myndirðu mæla með þessu sófasetti, uppá þægindin að gera?

    Kv.
    Ein sem er í miklum make over & sófapælingum? 😉

    • Soffia - Skreytum Hús...
      23.04.2020 at 02:48

      Hæhæ og takk fyrir hrósið 🙂

      Púðarnir eru ekkert á hreyfingu, það eina sem er að bakpúðarnir bælast niður og þá sný ég þeim við og þeir verða eins og nýjir.
      Þannig að við erum enn mjög sátt með settið okkar 🙂

  5. Bára
    30.07.2020 at 08:32

    Alltaf svo hlýlegt og fallegt hjá þér. Má ég spyrja hvar þú fékkst kortastandinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.08.2020 at 22:51

      Takk fyrir – hann er gamall frá Pottery Barn í USA.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *