Svisssss…

…ég er að spá að gera smá breytingar hérna heima. Sko aðrar breytingar en ég er alltaf að gera. Ég ætla bara að henda hjólum undir öll húsgögnin mín til þess að spara mér tíma….er það ekki eitthvað? 🙂

Annars er þetta örstuttur póstur til þess að segja ykkur að ég gafst upp. Um daginn breytti ég og svissaði skápnum stóra og hliðarborðinu. En fékk svo nóg núna um daginn, og færði aftur til baka.

Úr þessu…

…afsakið hliðarmyndir, en það var smá maus að ná þessu saman á eina mynd…

…ég er orðin svo snögg að þessu að ég held að þetta hafi tekið 40 mín, með því að ryksuga og tæma skápinn og fylla aftur…

…hin klassíska aðferð til þess að koma hlutnum af einum stað á annan…

…næstum tómur skápur kominn á “réttan stað”…

…og örfáum mínútum síðar…

…og hliðarborðið komin á réttan vegg, hlutföllin eru betri svona – það er bara þannig…

…þennan skáp keypti ég notaðann í smáauglýsingum, og það má oft sjá svona enn til sölu. Ég málaði hann í þessum pósti – smella….

…þessi hérna, honum finnst þetta reyndar óþarfa vesen í konunni sem hann býr hjá – en lætur sig hafa það og sefur/fylgist með á meðan, eins og kisi ofan á sófa…

…og hliðarborðið orðið eins og ég vil hafa það! Sjáið þið hvað hortensíurnar eru að gera mikið svona fallegar á litinn…

…hliðarborðið er málað á sama hátt og skápurinn! En svona eru sumir stuttpóstar, en svo skemmtilegt að svissa aðeins og breyta til!

*knús til þín!

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

3 comments for “Svisssss…

  1. Hófí
    02.07.2019 at 09:48

    Svo flottar breytingar. Kíkti líka á “gamla” póstinn um meikóver á skápnum.
    Þarf að koma mér af stað í húsgagnamálun… þori bara ekki að byrja, svo hrædd við að skemma húsgögnin 😉

  2. Anonymous
    02.07.2019 at 16:29

    Spegillin hvaðan er hann

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *