14 dagar…

…í gær var kveikt á öðru kertinu á aðventukransinum, sem segir okkur það að við erum hreinlega hálfnuð til jóla.  Það sem þessi tími líður hratt…

…það er misjafnt hvað er haft fyrir stafni á meðan er “beðið” eftir jólunum…

…púslin hafa verið að koma sterkt inn hérna heima…

…ég er búin að taka á móti nokkrum heimsóknum og birstist t.d. tímaritinu MAN magasín sem kom út núna í seinustu viku, með forsetafrúnni okkar á forsíðu, og ég fékk heiðurinn að vera með í…

…var ótrúlega ánægð með hvernig myndirnar komu út…

…og að sjálfsögðu fékk Moli að vera með…

…það birtist líka síða í DV, og þið getið smellt hér til að skoða nánar

…úti í USA keypti ég sokkadagatöl handa krökkunum, og þau hafa alveg slegið í gegn…

…inni í herbergi dömunnar er komið jólatré, og það er alveg hreint dásamlegt.
Tréð er frá Rúmfó og er það sama og ég sýndi í póstinum hérna (smella), þar sem tréð virðist vera uppselt – þá set ég hlekk á svipuð tré hérna,  og á því eru einn pakki af stórum pastelkúlum (25 í pakka) og Cluster seríur – allt úr Rúmfó.
En eins og þið vitið flest þá er ég í samstarfi við Rúmfatalagerinn

…á toppinn settum við bara litla jólastelpu sem daman hefur átt í mörg ár…

…og dásemdar pastelkúlur skreyta greinarnar…

…og já, þarna fannst Mola athyglin vera að beinast fullmikið frá honum…

…þannig að ég bætti úr því í hvelli…

…og þegar ég var að mynda þennan litla kall tók ég eftir þessum á hillunni í baksýn…

…mér fannst þeir skemmtilega líkir og skellti honum á kollinn hjá Molanum…

…eins og svipurinn ber með sér þá var honum ekki skemmt 🙂

…pastelbleikukúlurnar passa líka sérlega vel með bleika teppinu (smella hér)

…notaleg stemming að sitja þarna og púsla í rólegheitum…

…vona að þið eigið gott kvöld, en það er spáð leiðindaveðri og því bara notalegt að kúra heima með jólaljósin til þess að ylja sér 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

3 comments for “14 dagar…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    10.12.2018 at 17:02

    Svakalega flott og fínt allt saman eins og þín er von og vísa!

  2. Anna Sigga
    10.12.2018 at 17:56

    Ég reyni að “læka” á færslurnar þínar en það virðist ekki virka 🙂 skil eftir línu þetta er vel skreytt tré 😉

  3. Margrét Helga
    12.12.2018 at 13:19

    Fallegt og jólalegt dömuherbergi 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *