Uppbygging hillu…

……mér finnst vera orðið svo langt síðan ég jólaskreytti. Sem það og er!

En það olli t.d. mikilli kæti á snappinu þegar ég sýndi að ég ætti kassa í skúrnum, merktan bömbum…
…eins var mikið helgið þegar að skógurinn minn kom upp úr kössunum, því að trén þau eru aaaaaansi mörg…
…en áður en ég skreytti, þá var hillan í stofunni svona.  Ég sýndi það á snappinu þegar ég var að skreyta hana, en mig langaði að deila myndunum með ykkur og þið fáið þá kannski smá hugmyndir…
…og þegar ég byrja að skreyta, þá tæmi ég alveg.  Nema eins og sést hérna, þá fá körfurnar að vera áfram, því að ég reyni alltaf að vera með þunga hluti neðst – þunga í massa og þunga sjónrænt séð…
…jújú, einn kassi er fullur af húsum og upp fóru þau.  Þið sjáið svona hvað ég er að reyna að gera.  Ég para saman hvítt og grátt hús, auðvitað eru það stærðirnar sem stjórna aðeins.  T.d. er húsið efst langhæðst, og það verður að vera efst.  En í það minnsta þá ákvað ég að para þeim svona núna.  Það væri líka hægt að vera með hvít í einni hillu, grá í næstu, og svo aftur hvít – þannig að þið skiljið…
…síðan ákvað ég að prufa að setja viðartré með, þessi eru úr Rúmfó…
…og þó mér þætti það fallegt – þá fannst mér þetta verða aðeins of bussí að sjá.  En þið sjáið líka hvernig ég set oftast stórt og lítið tré með hverri húsaþyrpingu…
…þar sem mér fannst of mikið vera í gangi með viðartrjánum, þá ákvað ég að deila safninu mínu af burstatrjám þarna inn í.   Ég setti bæði hvít og græn tré…
…svo er það bara að rótera aðeins húsunum eftir því sem passar, og að lokum að raða “ójóló” dótinu með.  Allt var svona í hvítara laginu…
…og lokaútkoman af svo svona.  Bland í poka af nýju og gömlu, og tilbúið til jóla!
Vona að þið eigið dásemdardag…
…Séra Moli biður fyrir kveðju…

…knúsar 
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥

1 comment for “Uppbygging hillu…

  1. Margrét Helga
    14.12.2018 at 08:33

    Gordjöss….eins og alltaf 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *