Hinn fullkomni bleiki…

…litur er að mínu mati oft vandfundinn – og í tilefni dagsins þá er þetta ágætis umræðuefni.  Mér finnst það vera þessi gammelrose, þið vitið, þessi sem er svona dempaður grábleikur.  Ef það skilst 🙂  Um daginn þegar ég gerði innlit í Blómaval (sjá hér), þá rakst ég á svo dásamlega fallegt teppi frá Riverdale, sem var einmitt í þessum vandfundna lit…þessi póstur er því unninn í samvinnu við Blómaval
…ég var búin að vera með opin augu fyrir teppi í þessum lit inn til dömunnar, þar sem hún er ekki mjög bleik í sér – er þó, vill alveg vera með smá svona með…
…og þessi litur var hinn eini sanni að mínu mati.  Svo er teppið dásamlega mjúkt og kózý…
…það er að vísu ekki mjög stórt, bara 130×170, en fyrir rúmið hennar – sem er 120cm – þá er það alveg fullkomið svona við enda rúmsins…
…og svo auðvitað það sem er mikilvægast að Molinn er sáttur 🙂
…sérlega hugsi í þessu öllu saman…
…veggirnir þarna inni eru Kózýgrár dekktur um 50%, þannig að það er alveg kjörið að vera með fallega liti í bleiku og grænu með, því þeir eru alveg að njóta sín…
…en stólinn er einmitt úr Söstrene…
…vona að þú njótir dagsins ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

6 comments for “Hinn fullkomni bleiki…

  1. Birgitta Guðjóns
    12.10.2018 at 19:23

    Sammála þér með þann bleika…gammelrosa er merki um háklassa lit og eitthv konunglegt og tignarlegt við hann……dásamlegt þessi ungmeyjar-dyngja…..njóttu helgarinnar…

  2. Anna
    12.10.2018 at 23:38

    Moli er svo mikill smekk hundur og þvílík fyrirsæta, loðni herrann á mínu heimili er ekki svona yfirvegaður í myndatökum, gammel rosa er yndis litur 😉

  3. Rannveig Ása
    13.10.2018 at 11:39

    Æði! Gammelrose- / antíkbleikur er einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér. Takk fyrir póstana þína. Þeir gleðja og ylja. ❤

    • Soffia - Skreytum Hús...
      18.10.2018 at 23:41

  4. Margrét Helga
    15.10.2018 at 16:11

    Sammála þér með antikbleika litinn….einstaklega fallegur (og ég er alls ekki bleik kona) 😉

  5. Anonymous
    18.10.2018 at 12:45

    fallegur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *