Aðventan í Rúmfó…

…en ég fór núna í vikunni og setti upp jólaborð á Bíldshöfðanum, og svo smá jólahorn á Smáratorginu. Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.
Það er kominn heill hellingur af fallegum aðventu- og dagatalakertum.  Ég var sérlega skotin í þessu hérna pari – æði! (smella)

…þessi mjóu silfurtré eru líka hreinn draumur, svo falleg og fínleg ( Skoven tré – smella)…


…dagatalaskreytingarnar þurfa ekki að vera flóknar, hér er bara bakki, tilbúinn krans og eitt kerti.  Nokkur jólatré með og dass af snjó…


…kemur fallega út…

…annar tilbúinn krans (smella) og svo bara einfaldir kertastjakar (Germund – smella) sem hann er settur yfir…

…einfalt og endalaust fallegt að mínu mati…


…fallegt silfurlauf og kertunum raðað á, svo bara smá af snjó…


…tréin fallegu og bambakrútt (smella)


…1 og 2 og 3 og 4 (smella)


…víða höfðu vitringar vegi kannað hljóðir fundið sínum ferðum á fjöldamargar þjóðir…

…ég var líka svo skotin í þessum servéttum og kertinu í stíl (smella), bara fallegt…


servétturnar fást hér (smella)


…Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra (smella)

…klukka verður að bakka og svo er það bara sitthvað smálegt með – alveg að eigin vali.  Uppáhaldstrén eru hér (smella)


…dagatalakertin koma líka í fallegum gráum og bleikum lit (smella)


…greinar og bakki, og dagatalakerti…


…eins og þið takið kannski eftir, þá er fátt sem mér finnst fallegra en hvít kerti.  Sérstaklega á jólum, það er hreinleiki og hátíðleiki sem fylgir þeim að mínu mati…


…aðrar uppáhalds servéttur – fást hér (smella)


…annars er líka bara upplagt að fara og skoða, það er svo ótalmargt fleira til en það sem ég týndi til…


…en mér finnst þetta endalaust fallegt – Erlis bakkarnir fást hér, smella


…silfruðu laufblöðin eru líka sérstaklega falleg – smella


…luktirnar eru líka svo fallegar, bæði inni og úti…


…pörfekt fyrir kakó-ið, t.d. í litlar gjafir…


…fallegur einfaldleiki – húsin fást hér (smella)


…krúttulegir sveinar, og blómapottarnir finnst mér æðislegir fyrir kertin…


…og fallegu litlu bílarnir voru að koma aftur – húrra! Smella


…niðri á Smáratorgi setti ég upp smá jólahorn.  En ég varð alveg sjúk í þetta jólatré þegar ég sá það 🙂

…mig hefur langað svo lengi í svona snjótré og þetta er alveg 180cm á hæð, og kostar bara 7.995kr, og með 25% afsl núna um helgina 5.996kr…

…mér finnst þetta vera svooooo flott! ♥

…á toppinn skellti ég síðan bara pappastjörnu, og það er fallegt að stinga smá af seríunni innan í stjörnuna – smella hér

…mini-arininn sem er með svona “alvöru eld” kemur líka sérlega skemmtilega út með…

…púðar og handklæði – tilbúið til gjafa 🙂

…og sami kransinn og ég gerði á Bíldshöfða…

…ég er að elska þessa seríu á trénu, en hún er svona Cluster-sería, eða þyrpingar-sería (smella hér).  En ég notaði 3x576ljósa seríu á tréð…

…kúlurnar eru 27 stk í kassa, en ég fann ekki akkurat réttu týpuna á heimasíðu Rúmfó (smella). En einn kassi dugði á allt tréð…

…gaman að fá svona útrás fyrir smá pasteljóladraum…

…ferlega töff vasar (smella)


…lítil hliðarborð eru alltaf frekar fullkomnir fyrir aðventukransana…

…og stjörnupúðarnir eru æðislegir (smella)

…núna má maður “löglega” fara að skreyta og jóla yfir sig – jibbí…

…og þá er desember formlega hafinn og aðeins 24 dagar til jóla!  Alveg magnað, munum samt að jólin koma þrátt fyrir að sortirnar séu ekki 17 og þó að skáparnir séu ekki þrifnir frá toppi til táar.  Þetta snýst um að vera og njóta þess að vera með þeim sem okkur þykir vænt um ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Aðventan í Rúmfó…

  1. Rannveig Ása Hjördísardóttir
    02.12.2018 at 00:22

    Þú ert svo frábær!!!!

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    05.12.2018 at 00:47

    Þetta er svo geggjað hjá þér eins og alltaf en þú hittir naglann svo mkið á höfuðið með því að minna fólk á að NJÓTA fyrst og fremst jólanna með ástvinum sínum! 🙂

  3. Margrét Helga
    05.12.2018 at 12:46

    Æðislegt! Að njóta er einmitt í forgangi hjá mér þessa dagana…hitt kemur allt af sjálfu sér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *