Augun mín og augun þín…

…þessa fögru steina!
Yndisleg vinkona mín hérna á Álftanesinu sýndi mér mynd fyrir einhverjum árum, sem hún lét taka af augum barnanna sinna (þó ekki myndin hér að neðan, hún tekin af heimasíðu ljósmyndarans og vinkonan á ekki svona mörg börn!). Síðan þá hefur mig langað til þess að fara í svona með mína famelíu, og núna í byrjun sumar létum við verða af því, loksins!  Ljósmyndarinn sem á heiður af þessum snilldarmyndum heitir Myriam Marti, og er hún að mynda bæði hérna heima og í Noregi.
No automatic alt text available.

Myndirnar eru að mínu mati alveg ótrúlega fallegar, og bara virkilega töff uppi á vegg – og varð því mjög spennt þegar mér bauðst að fara með fjölskylduna í myndatöku.

MyriamMartiPhotography

MyriamMartiPhotography – á Facebook
Svo kemur hún reglulega til Íslands, og það er t.d. von á henni í byrjun okt næst…
…við fórum öll saman og krakkarnir voru, eins og sést mjög spennt fyrir þessu.  Þetta er algjörlega sársaukalaust ferli.  Þú sest á koll og hvílir hökuna á púðanum.  Síðan fer maður sjálfur í hanska, eða maki, eða hver sem er með, og hjálpar til að halda auganu opnu.  Myriam tekur síðan myndir af báðum augunum og þú velur síðan hvort augað er flottara til þess að fara í ramma.  Því augun er að sjálfsögðu aldrei alveg eins.  En það er líka vert að geta þess að það er 3ja ára aldurtakmark í svona myndatöku!
…svo þegar þær komu í hús þá varð ég enn ánægðari! Að vísu er það fyndið að við erum nánast með eins augu öll fjögur, þannig að það er ekki mikill fjölbreytileiki kannski 🙂
…en þetta er svo ótrúlega flott að sjá augað svona í nærmynd og öll þessi smáatriði sem maður sér svo vel…
…við ákváðum líka að fara öll fjögur, en ekki bara krakkarnir, því að þegar þau flytja svo að heiman og taka myndina sína með – þá fá þau mömmu eða pabba auga með – og við getum alltaf haft auga með þeim! HA! 🙂 svona er maður séður…
…það tók ansi langan tíma að finna “rétta” ramann, en ég vildi endilega vera með myndina án kartons, því að það er svo fallegur kanturinn, eins og hann kemur frá Myriam, svona skyggður. Við vissum af þessum í Ikea, en hann var ekkert til í allt sumar, en kom aftur núna haust – loksins……og okkar myndir eru í stærðinni 32×32, sem er miðstærðin…
…hér má dáðst að eiginmanninum að setja þær upp…
…og alltaf notar hann leysimælitækið, virkar vel…
…og la voila…
…mér finnst þær hreint æði!
…og þetta er fínn ágiskunarleikur fyrir gesti að reyna að finna út hver er hvaða bláskjár innan famelíunnar…
…og með þessu er gangur næstum bara tilbúin…
…hillurnar eru á vegginum hinum megin…
…og augun fullkomna þetta!
Nú þarf ég bara að finna eitthvað sniðugt þarna fyrir neðan og mynda þetta enn betur. Svo segi ég bara góða helgi – njótið þess að vera til – og endilega gerið eitthvað skemmtilegt ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Augun mín og augun þín…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *