Akranes og antíkmarkaður – aftur…

…ekki í fyrsta sinn, og ekki í annað sinn – enda er þetta einn uppáhalds helgarrúnturinn okkar!
Við erum bara þannig að við kunnum að meta þennan einfaldleika, bara að vera saman og njóta. Keyra upp á Skaga, fara á antíkmarkaðinn, keyra smá rúnt, stundum taka göngutúr ef veður leyfir, fara á Langasand og enda á Skútupylsu.  Allir glaðir!
Fyrsta vers, antíkmarkaðurinn hennar Kristbjargar á Heiðarbraut 33  og er almennt opið um helgar og á frídögum frá 13-17 – ef þið viljið fylgja henni á Facebook og sjá myndir sem hún setur inn um hverja helgi, þá er það hér (smella)
…og þarna er alltaf nóg til af alls konar fínerí…
…hvort sem þið séuð að leita að Iittala…
…eða Björn Wiinblad…
…eða bara í bollastellin…
…ég hreinlega elska að fara þarna og kramsa og skoða…
…ég meina það sko, sjáið þetta bara…
…þessar gömlu fallegu könnur…
…svo er alltaf gaman að eiga mismunandi diska og brjóta þannig upp einfalt stell t.d…
…flöskurbar finnst mér æðislegar, og ég var líka hrifin af öndinni…
…”má bjóða þér haus á disk á fæti?”…
…svona er einmitt það sem maður er að leita að – sitt lítið af hverju og alls konar…
…sjáið bara þessa…
…klassíkerar, eins og Bláa blómið…
…æðislegir…
…það er líka eitthvað við þetta gamla gler…
…jóla- og morsdag diskarnir…
…en það þarf að gefa sér tíma til þess að skoða og spá…
…því að stundum eru það hlutirnir sem að maður tekur alls ekki eftir fyrst, sem að eiga eftir að heilla mest…
…gömul ljós, mjög smart…
…hér er síðan ástæðan fyrir að sonurinn elskar að kíkja við…
…en þarna finnur hann alltaf Star Wars kalla og eitthvað bráðnauðsynleg sko…
…stundum eru þar líka gömul leikföng sem að heilla móðurina…
…eða bara vekja upp gamlar minningar…
…sjáið t.d. bílinn þarna ♥
…og ég átti næstum svona indjánatjald þegar ég var kríli…
…svo er náttúrulega konunglegt brúðkaup á næstunni, maður verður að ná sér í bollastell til þess að bjóða upp á te…
…held að þessir hérna með gyllta skrautinu væri pörfekt til þess að bjóða Betu breta upp á eitthvað heitt að drekka…
…dásemdir…
…eins mikil nostalgía og býr í mér, þá myndi ég nú samt ekki nenna að nota svona rullur…
…ást mín á gömlum ferðatöskum helst óbreytt…
…eftir á að hyggja hef ég mikið hugsað um þessar tvær laufskálar/diska sem eru þarna á myndinni, ég hefði hugsanlega þurft að fjárfesta í þeim…
…hvítir mávar…
…þessi litla skúffueining var líka ansi spennandi, sá ýmislegt fyrir mér sem hægt væri að gera við hana…
…pínurnar, börn að leik og allir hinir…
…þetta er hárrétti staðurinn til þess að fara í fjársjóðsleit…
…finna það sem þú vissir ekki að þú værir að leita að…
…bara gefa sér tíma til þess að njóta þess að skoða og spá…
…nú eftir að hafa kannað gersemar, þá er bara að halda í könnunarleiðangurinn……dásamlega fallegt…
…en alveg hreint svakalega kalt…
…eins og sést á þessum léttfrystu börnum…
…byrjað að rífa niður sementsverksmiðjuna…
…seinustu forvöð að fara og kanna verksummerkin…
…svo er það Langisandurinn…
…en það er alveg ómissandi að kanna hann…
…litla famelían…
…annars vona ég bara að þið eigið yndislega helgi – njótið þess að vera til ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Akranes og antíkmarkaður – aftur…

  1. Gurry
    07.05.2018 at 11:05

    Ég er alltaf á leiðinni upp á Skaga í Antikskúrinn – verð að fara að láta verða af þessu. Svo margt dásamlegt til hjá henni. Eigðu góðan dag yndislega vinkona 🙂

  2. Margrét Helga
    07.05.2018 at 11:49

    Þarf að kíkja þangað við tækifæri 🙂 Ekki nema ca hálftími að keyra frá mér *blikk, blikk* 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *