Örlítið eldhústwist…

…já takk fyrir, ég er farin!
Eða sko, bara allt dóterí-ið 🙂
…ég er ein af þessum skrítnu sem finnst mjög þæginlegt að henda bara öllu út úr rýminu, og byrja upp á nýtt, eða svona svo gott sem…
…grey eldhúsborðið fer illa úr úr því reyndar…
….og Molinn skilur ekkert í þessu…
…en næstum tóm borð og auður flötur – það er gott að vinna þetta svona finnst mér…
…þó þetta sé töluvert meira berrassað en maður á að venjast 🙂
…fór í smá pælingar með klukkuna, sem ekki gengu upp…
…svo ákvað ég að festa diska upp á vegg, svona til skrauts…
…og af því að ég er með athyglisskyn á við ávaxtaflugu, þá setti ég bara svona Costoco-veggfestingar á bakvið! Þá er hægt að fjarlægja þær án þess að skemma vegginn eða negla!

…ég er alveg ferlega skotin í þessu svona, í það minnsta í bili…

…og svo týndust hlutirnir inn, einn af öðrum…

…fór í vissa einföldun…
…svona inn á milli…
…en þessi hérna samsetning höfðar alveg rosalega vel til mín…
…átti síðan þessa krukku, í stíl við veggdiskana…
…kippti af henni lokinu…
…og spreyjaði það svart líka!
Mikið betra…
…það er líka bara alveg nauðsynlegt að breyta til – stokka upp – og prufa eitthvað nýtt!❤
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

2 comments for “Örlítið eldhústwist…

  1. Anonymous
    27.09.2018 at 09:05

    Þú ert snillingur😊

  2. Sigríður S Gunnlaugsdóttir
    27.09.2018 at 10:21

    Alltaf gaman að skoða breytingarnar hjá þér,kemur okkur hinum í gírinn😊

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *