Dásemdir…

…um daginn sýndi ég ykkur skápinn okkar fína (mont – smella hér).  Ég lofaði líka að sýna ykkur meira af uppröðun og því sem ég notaði í kringum hann.
En eins og þið munið kannski, þá fór ég í svo æðislega búð um daginn, sem heitir Barr Living (smella hér) og ég fékk að velja nokkrar vörur þar.  Þær urðu mér alveg heilmikill innblástur, eins og t.d. hringurinn sem hangir fyrir ofan skápinn – sem var ástæða þess að ég hætti við að vera með hillur.  Þannig að þessi póstur snýst að miklu leyti um þessar vörur allar og það sem meira er, í lok póstsins kemur inn afsláttarkóði sem þið getið notað 🙂
Athugið líka að allt sem er feitletrað eru hlekkir beint inn á BarrLiving

Þessi póstur er unninn í samvinnu við Barr Living.
…eitt af því sem ég er búin að vera að leita að lengi er fallegt statíf fyrir eldhúsrúllur.  Ég var með eitt hérna sem mér þótti frekar leiðinlegt, mörg sem mér hefur þótt mjög falleg hafa verið með marmarafæti og þá eru þau svo þung – og þar sem krakkarnir eru að þvælast með þetta, þá vildi ég ekki þungan marmarafót.  En í Barr fann ég þetta hérna og finnst það æði, passlega rustic og töff…
…hrár og skemmtilegur eldhúsrúllustandur úr endurunnu tekki á járnfæti með leðurreim……ég er sko alveg að fíla þetta, í fyrsta sinn fær meira segja eldhúsrúllustandurinn að vera á eyjunni, í seilingarfjarlægð þegar maður situr við eldhúsborðið…
…og þessi hérna krukka, æðisleg, geymi tepoka þarna ofan í…
…ótrúlega flott steypuáferðin á henni á móti trélokinu…
…um jólina setti ég þessa hérna dásemdar tréskál einmitt á óskalistann minn, og þessi – hún er sko draumur…
…stór og falleg, og yrði geggjuð t.d. fyrir salatið…
…og svo er það uppáhaldið mitt…
trébrettin eru svo falleg, svona óregluleg í laginu og bara ótrúlega töff…
…með leðurreim, sem er sömu “detail-ar” og eru t.d. á eldhúsrúllustandinum…
…ekki bara notagildi, heldur líka fegurðargildi sko…
…þessi hérna hringur/herðatré, mér finnst hann GEGGJAÐUR……ég sé fyrir mér að breyta um skreytingar á honum eftir árstíma, og jólin, mamma mía hvað þetta verður gaman…
…eins og t.d. bara hér með bjöllunni innan í…
…en það sem gerir þetta svo flott er festingin!  Hún er svo rustic og töff…
…og já, þessi flotta bjalla er líka frá Barr…
…ég elska svona hluti, sem eru svo flottir og svo spes…
…næsta uppáhalds (annars er þetta allt saman eitthvað sem mér finnst svo æðislegt) – en þessar flöskur eru gordjöss.  Ég get svo svarið það að ég hef séð Joanna Gaines nota svona nánast eins…
…og það sem gerir þær svo dásamlegar, eru þessir leður “hálskragar”…
…og auðvitað liturinn, smá blágrænn tónn sem gerir svo mikið…
geggjaðir kertastjakar úr pottajárni, níðþungir en svo einfaldir og töff…
…og þessar skálar, handunnar úr leir og má nota inn í ofna líka…
…og ég fékk ansi margar fyrirspurnir um reglustikuna geggjuðu
…þetta er einn af þessum hlutum sem ekki fer mikið fyrir, en allir – og ég meina ALLIR – sem hafa komið hingað heim eftir að hún kom, spyrja um hana og mæla sig við hana.  Það er alveg ótrúlega spaugilegt, hlakka til að mynda krakkana fyrir framan hana í framtíðinni og horfa á þau rjúka upp eftir henni – á meðan “mamma litla” stendur í stað…
…eins og þið sjáið, þá er ótrúlega margt fallegt þarna til – og enn fleira í búðinni og á heimasíðunni.
Næstu 10 daga, eða fram til miðnættis 18.júní þá fáið þið 15% afslátt á BarrLiving.is, eða í versluninni, með kóðanum: Skreytum Hús.

Heimasíða BarrLiving.is
Facebooksíða BarrLiving.is
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

4 comments for “Dásemdir…

  1. Guðrún
    08.06.2018 at 19:13

    Dásemd á dásemd ofan!

  2. Þorbjörg Jónsdóttir
    08.06.2018 at 19:31

    Sæl mig langar að forvitnast um herðatréð, fylgdi festingin með því?😃

  3. Anna
    08.06.2018 at 20:47

    Æði, nú verður verslað 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *