Innlit í Barr Living…

…ég er öll í innlitunum þessa dagana greinilega.  Núna er heldur betur góður dagur fyrir ykkur, því að hér er “glæný” verslun sem er stödd í Lyngási í Garðabæ sem heitir BarrLiving.  Þetta er sama húsnæði sem að PortaRossa er í, en ég sýndi ykkur frá henni hér (smella)…og krakkar mínir, stelpur mínar, þarna þurfið þið að kíkja við…
…þessi búð er nefnilega alveg hreint með geggjuðum vörum…
…lýsingin á heimasíðunni er mjög góð:

Ef lýsa ætti stílnum þá er það hin fullkomna blanda af því hráa og því hlýja.

Við viljum gefa fólki færi á að skapa sér persónulegan stíl og kappkostum við að finna og flytja inn vörur sem ekki eru fyrir á markaði á Íslandi og höfum við óendanlega gaman að vörum sem eru svolítið „öðruvísi“ í bland við það hefðbundna.

…ég ímynda mér að ef Joanna Gaines ætti heima á Íslandi, þá myndi hún versla þarna…
…sjáið t.d. þessar körfur í efstu hillunni…
…og þessir hérna, hrikalega töff…
…og þessir gaurar, þrælhressir – beint af Páskaeyjunni…
…stigarnir finnst mér æðislegir, flottir svona úr bambus og alveg geggjaðir fyrir rúmteppin og svoleiðis.
Smella hér til að skoða
…eins finnst mér gúmmíkörfurnar alveg sjúklega fínar – sjá hér
…og ef ég ætti einhver staðar laust horn, þá færu tveir svona þar – geggjað t.d á stigapalli eða í stórum forstofum…
…svona stórir trédiskar eru æði…
…sjáið þið bara þennan – hversu flottur!
…sem sé, þetta er svona “allt flott hér-búð”…
…mjög mikið af fallegum vösum – smella
…þarna í baksýn sést í leirvörur sem eru hreint æðislegar.  Það má setja þær í ofn, og þær eru á alveg frábæru verði…
…svo fallegir stólar…
…og maður getur bara ímyndað sér hversu flottir skuggar koma af þessum ljósum…
…ofsalega fallegir eldhúsrúllustandar, og þeir eru nú ekki margir fagrir…
…töff ljós…
…hengi fyrir tímarit eða vínflöskur, nú eða slæður – smella
…þetta er bara geggjað…
…allir þessir stóru vasar ♥
…stóra skálin, í neðstu hillunni, hún er alveg geggjuð!  Fylla hana af könglum, eða setja aðventukrans, væri geggjað…
…mæli líka sérstaklega með að skoða heimasíðuna þeirra, en hún er mjög góð og vel uppfærð – sem er nú ekki alltaf.
BarrLiving.is
…og ég er að eeeeeelska þessa vasa…
…alls konar töff pullur…
…svo töff messingskál – smella…ég er að fíla í ræmur allt þetta tré-verk…
…grófir kollar með leðursessum…
…og truflaðir vasar…
…svo töff snagar…
…þessar hérna stóru veggplötur, ég held t.d. að þær yrðu geggjaðir rúmgaflar……eins fannst mér skápurinn mjög flottur…
…þetta er svona sjón er sögu ríkari verslun, ég lofa því!
…það sem að ég er að fíla líka svo vel við þetta er að það eru margir sem eiga alls konar glervörur, Ittala og þess háttar hluti.  Með því að bæta svona meira grófu við, smá svona industrial fílíng – þá getur þú breytt svo mikið inni hjá þér!
Annars segi ég bara njótið þess að eiga langa helgi og þar sem veður á víst að vera vont, kveikið á kertum og hafið það bara almennt kózý! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *