Meira um pallinn…

…áfram gakk.
Hér kemur póstur sem ég er búin að “skulda” síðan seinasta sumar.  En þannig er mál með vexti að við settum lit á veggina síðla hausts og því vannst ekki tími til þess að mynda pallinn almennilega.  Þannig að við bara settum póstinn á ís og hér kemur hann loks.
Svona leit þetta allt saman út – áður en við settum nokkurn lit á!
Þessi póstur er unninn í samvinnu við Slippfélagið…..síðan settum við lit á dekkið – og völdum pallaolíu frá Slippfélaginu, sem er í lit sem við köllum Smágrár.  En það lýsir honum best, það er bara smá grátt í honum – en mest þá tónar hann niður gula litinn í furunni…
…en maður getur látið blanda bara þann lit sem maður vill í olíuna…
…og þegar hafist er handa, þá þarf að hræra upp í henni – það verður að hræra vel 🙂
…þessi litur er að mínu mati alveg snilld – smá svona veðraður og rustic-fílingur í honum…
…og svo voru það veggirnir…
…á veggina erum við með hálfþekjandi Viðarvörn, sem við létum blanda í litinum Húmgrár.  Ég vil samt endilega benda á það að þegar maður byrjar að nota þetta efni, þá er það næstum eins og hálfblandað skyr – þykk áferð á því og næstum hlaupkennd.  En þannig á það að vera…
…og þið sjáið hér vel muninn, þegar ómálað mætir máluðu…
…og þess ber að geta að við fórum tvær umferðir…
…og já, það var þessi sem sá um að mála 🙂
…ég bætti á hann hattinum, því þegar ég sá hausinn á honum alltaf í gegnum gluggana á pallinum – þá datt mér bara þessi hér í hug…
Image result for wilson home improvement
…svo þurfti auðvitað byrja á því að smúla pallinn fyrir notkun, eða þið vitið – að þrífa aðeins bæði húsgögn og pall…
…sjáið bara hvað  þetta er allt eitthvað hreint og dásamlegt…
…eins og sést kannski – þá á enn eftir að klæða pallinn að utanverðu…
…duglegi maðurinn minn…
…og svo er bara beðið eftir að sólin láti sjá sig…
…og svo gat ég loks tekið myndir í smá sól – þegar hún birtist í ca korter um daginn…
…eins og þið sjáið – þá eru veggirnir töluvert dekkri en dekkið sjálft.  En við erum mjög ánægð með litinn, þar sem þetta er mjög hlýr og fallegur grár tónn…
…og ég tók heilan helling af myndum – en ég ætla að setja það bara í sérpóst, og hann kemur bara vonandi inn á morgun, eða hinn, nú eða hinn.
Njótið helgarinnar ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

5 comments for “Meira um pallinn…

  1. Margrét Helga
    11.06.2018 at 10:29

    Hann er hrikalega flottur 😀

  2. Anonymous
    24.04.2020 at 09:25

    Hvar fékkstu þetta fallega hengirúm?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.05.2020 at 01:44

      Unalome.is er með svipuð hengirúm, þetta var keypt erlendis og skemmdist – við erum núna með frá Unalome.

  3. Birgitta Guðjons
    24.04.2020 at 19:17

    Sæl langar að vita hv liturinn hefur haldið sér síðan að þú málaðir pallinn.Finnst oft eins og viðurinn vilji grána(jafnvel komi græn skilja,þar sem Skuggi myndast af t.d grindverki)….Þarf helst viðhald annað hvert ár svo pallurinn sel fallegur.Reikna með að einhverju geti munað á endingu eftir tegundum.Útiumhverfið þitt er sérlega fallegt….og gefur ýmsar hugmyndir eins og ávallt.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      06.05.2020 at 01:44

      Sæl vertu og takk fyrir hrósið!

      Liturinn hefur haldið sér mjög vel og við erum sérlega ánægð með hann. Það er talað um að vera á pallinn svona annað hvert ár og við höfum gert þetta minnir mig tvisvar sinnum.
      Alltaf gott að nota Grámahreinsinn til þess að þrífa upp pallinn eftir veturinn – við erum ekki vör við litamun (þar sem skuggi er).

      kv.Soffia

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *