Naglar og nýting…

…rótering – 5 naglar og næstum endalausir möguleikar!

Ég er alltaf að fá fyrirspurnir um hvort að það sé ekki allt í naglaförum hérna innanhús.  En í sannleika sagt þá er það almennt ekki.  Eitt af því sem ég er ágæt í, svo ég klappi sjálfri mér á bakið, er að nýta sömu naglana fyrir mismunandi hluti.

Einu sinni voru þessir hérna við hliðina á skápnum okkar – Björn Wiinblad mánaðarplattarnir…

…og eftir að ég hleypti safnaraskrímslinu, sem innra með mér býr, lausu og eignaðist næstum alla (einn sem vantar) – þá þurftu þeir nýjan stað…
…og ég er ferlega ánægð með þá þarna í horninu góða…
…og í stað þeirra prufaði ég að setja Morsdag-plattana, eins og ég sýndi ykkur…
..og mér finnst þeir fallegir – en langaði ekki að hafa þá akkurat núna…
…og datt niður á lausn sem ég er svooo ánægð með.  Litlu pottarnir eru frá Rúmfó og kosta um 595kr stk, krossinn er orðinn ansi gamall og er frá íslenskri listakonu sem ég man því miður ekki nafnið á…
…í efsta pottinum er þurrkuð hortensía, svo er gamalt plastblóm sem ég hef átt lengi og í neðsta er gerviblóm frá Ikea sem ég klippti til.  Þær sem eru súper glöggar telja eflaust til að þarna eru bara 4 naglar notaðir en ekki allir 5. Ég lét bara hengiblómið fara fyrir einn naglann, þannig að hann sést ekki lengur, en þó enn til staðar…
…og þannig er þetta þá núna…
…og ég verð að segja – þetta er ein af mínum uppáhalds uppröðunum þarna við hliðna á skápnum! ♥
Upplýsingar:
Liturinn á veggjunum er Draumgrár frá Slippfélaginu.
Skápurinn er keyptur í gegnum smáauglýsingar MBL.
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

3 comments for “Naglar og nýting…

  1. Margrét Helga
    06.06.2018 at 09:09

    Þú ert greinilega snillingur í allskonar endurnýtingu 😉 Um að gera að endurnýta svona svo maður búi ekki í gatasigti….

  2. Birgitta Guðjons
    08.06.2018 at 00:02

    Skemmtileg breyting og falleg eins og allt sem þú bardúsar….snillingur í að endurraða og gefa okkur hinum hugmyndir…takk fyrir mig….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *