Smávegis…

…breytingar! Ég er mikið í svoleiðis. Aðeins að skipta út púðum, endurraða skrauti, breyta á veggjum og kannski nýja mottu – og þetta er oft nóg til þess að fríska upp á allt saman. Það þykir mér gott.

Eitt af því sem ég geri mikið af er að prufa eitthvað nýtt á veggina, en nýta þá naglana sem fyrir eru. Ég hef sýnt ykkur slíkt áður í þessu pósti hér – smella og líka þessm hérna – smella


…stundum þarf einmitt ekki að setja á alla naglana, heldur bara finna eitthvað sem fer yfir naglasvæðin…

…svo langaði mig að fríska aðeins upp á stofuna, og þegar ég var að vinna uppi í Rúmfó og búin að nota Askfrytle motturnar, þá varð ég bara að prufa hana hérna heima og ég er alsæl…

…ég er svo ánægð með léttleikann , sérstaklega við sófann með ljósa áklæðinu…

…sólin að leika sér, og mismunandi áferðir – parketið, motta, leðurpulla, borðplatan og löberinn…

…eins varð smá viðsnúningur á hliðarborðinu…

…en þetta eru annars vegar blómastandur úr Rúmfó, og hins vegar lítið borð úr Söstrene, og ég sneri bara báðu á hvolf – einföld “endurvinnsla”…

…þannig að þið sjáið að maður heldur heimilisfólki, og hundi, á tánum – þetta er svona “finnið fimm villur” í hvert sinn þegar sest er niður í stofunni 🙂 Hvað hefur breyst?

Yfir í annað – vissuð þið að það er komin helgi, aftur!
Njótið vel ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *