Dömuferming 2018…

…því að það eru nú margir sem hafa gaman að því að sjá myndir af svona smá skreytingum……þegar búið var að stilla öllu upp var salurinn mjög stílhreinn og fallegur…
…daman vildi hafa bleika liti, en ég fékk smá svona grænblán með til þess að mynda svona “contrast-a” og fá bleika litinn til þess að poppa betur fram…
…við settum renningana á annað hvert borð…
…og á öllum borðum voru svona falleg fiðrildi sem þær mæðgur voru búnar að klippa út með fiðrilda-göturum, og notuðu þrjá mismunandi bleika pappíra í verkið…
…og menn fundu mismunandi tilgang fyrir borðskrautið 🙂
…á vegginn festum við síðan snúru og þræddum peysur og kjóla frá fermingarbarninu þegar það var bara pínu snuð…
…settum litlar fánaveifur, sokka og vettlinga inn á milli…
…elsku börnin mín…
…og eins og í öllum góðum fermingarveislum í dag, þá var nammibar…
…og við ákváðum að nýta borðið líka fyrir gestabók…
…þemalitir allsríkjandi…
…sérleg aðstoðarkona mín, sem raðaði rósum í vasa eins og fagkona…
…og við vorum bara með bland í poka af alls konar bleikum litum…
…og þar sem það var fiðrildaþema þá stukkum við á þessa vasa í Rúmfó, en þeir kostuðu bara 99kr stk…
…á matarborðið settum við síðan bara stóra glæra vasa og nokkrar rósir í…
…og ég elska stóru trogin með brauðinu, ég á annað þeirra og fékk það á antíkmarkaðinum hjá henni Kristbjörgu á Akranesi (sjá hér)
…svo fannst mér reyndar snilld að þau voru með súpur, mexíkó-kjúklingasúpu, kjötsúpu og svo grjónagraut og slátur.  Snilld!
…síðan var gjafaborðið þarna til hliðar…
…vinkonur móður fermingarbarnsins brutu servétturnar svona fallega saman…
…og það gerði heilmikið…
…svo má reyndar dásama birtuna þarna inni…
…þessir gluggar eru náttúrulega alveg að gera sig…
…njótið dagsins elsku bestu ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

2 comments for “Dömuferming 2018…

  1. Margrét Helga
    05.06.2018 at 10:53

    Glæsilegur salur! 🙂

  2. Greta
    06.06.2018 at 13:01

    Æðisleg hugmynd með barnafötin!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *