Innlit í ABC í Hafnarfirði…

…ótrúlegt en satt – þá er bara kominn nytjamarkaður í “bakgarðinn” minn, í sjálfan Hafnarfjörðinn. Opnaði fyrir stuttu síðan á Dalshrauni 13 – og ef þið viljið fylgja þeim á Facebook þá er bara að smella hér
…rosalega mikið magn af hljómplötum þarna…
…rammar og borð, og bara svo margir hlutir sem þyrftu smá ást og umhyggju…
…falleg innskotsborð þarna undir og blómasúlan er mjög flott – sé hana alveg fyrir mér svarta…
…og mér finnst eitthvað sérlega heillandi við þessa mynd…
…fínerí í eldhúsið…
…og mér finnst alltaf gaman að því að nota hvítt leirtau – það er svo gaman að blanda því saman…
…svo fallegir hvítir og bláir diskar, er mjög spennt fyrir þessum í miðjunni…
…þetta stell er alltaf fallegt – hérna einu sinni átti ég mokkabolla frá því…
…þekki nú nokkrar yndislegar Valdísar…
…alls konar kápur og yfirhafnir…
…skálarnar eru æðislegar fyrir eftirrétti…
…alltaf hrifin af svona Jesú-glösum…
…skautar eru fallegir, og líka æðislegir sem jólaskraut – t.d. í stað þess að vera með krans úti – að hengja bara upp gamla skauta með smá greni með…
…bland í poka…
…þetta kaffistell fannst mér ótrúlega fallegt…
…sé ekki, heyr´ekki, segj´ekki…
…ok, ég verð að viðurkenna að ég er ekkert rosalega skotin í svona bleikum styttum – en þessi gæti orðið sérlega falleg spreyjuð í öðrum lit, eða jafnvel kalkmáluð…
…þessi fannst mér ótrúlega falleg, en hún er með eftirprentunum af gömlu blaðsíðunum innan í…
…þetta gæti verið skemmtileg gjöf fyrir t.d. herrann sem allt á – James Bond bækur, gamlar og þreyttar og fullar af karakter.  Líka fallegar í hillu…
…klassíkin…
…stundum dæmi ég bækur eftir útlitinu 😉
…og stundum er áletrunin nóg til þess að ég kaupi umrædda bók ♥
…klassískir tindátar…
…alltaf gaman að skoða og gramsa.
Knús inn í daginn ykkar og vona að þið eigið yndislega vinnuviku ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

3 comments for “Innlit í ABC í Hafnarfirði…

  1. Margrét Helga
    04.06.2018 at 08:12

    Vá! Bæti þessum við á nytjamarkaðarúntinn minn 😊 vonandi kemst ég á svoleiðis rúnt einhvertímann 😉

  2. María Björk
    04.06.2018 at 09:33

    Svo sammála með fuglamyndina. Búin að þurfa virkilega að halda aftur af mér að kaupa hana ekki. Hún væri geggjuð í réttu umhverfi.

  3. Björg
    04.06.2018 at 10:47

    Geggjað kaffistell.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *