Dásamlegt innlit…

…ég elska að finna falleg innlit og hér er svo sannarlega eitt slíkt. Hún Pernilla býr í Gautaborg og er búin að vera að vinna í húsinu sínu frá 1939 og er að gera það að sínu. Persónulegur stíll og blanda af alls konar skemmtilegu er hér fyrir hendi…

Borðstofuborðið hefur verið í eigu Pernillu í mörg ár og er úr dökklitaðri eik. 
Stolar, frú Stoltz. 
Vintage lampi, Art N’Deco. Mynd: JONAS LUNDBERG

…þegar Pernilla skildi við eiginmann sinn, þá ákvað hún að búa áfram í húsinu sem þau höfðu átt saman, ásamt syni þeirra, og hún lagði bara alla áferslu á að breyta húsinu og gefa því karakter sem myndi hæfa því betur…

Hér býr: Pernilla, 42 ára, með syni sínum Alfonso “Alfie”, 3,5 ára.

Gera: Skapandi framkvæmdastjóri hjá Smarteyes og rekur eigið fyrirtæki House of Beatniks.

Hvar: Påvelund í Västra Göteborg.

Býr: Í 143 fm húsi, byggt 1939.

Instagram: @houseofbeatniks_pernilla

…eldhúsið er ótrúlega fallegt og skemmtilegt – hæfir þessu gamla húsi vel. Borðplatan er gordjöss en hún er steypt…

Gamla hringlaga hliðarborðið kemur frá pabba langafa Pernillu. Aldamótaloftið með speglum hefur verið málað svart sem gefur þessu ótrúlega fallegan svip. Parket er á allri jarðhæðinni, um er að ræða olíuborið plankagólf úr furu sem er bæsað í velhnetu gefur mikla hlýju í rýmið.

Svo fallegt eldhús!

Á inngangshæðinni, sem er í kjallara, er stór yndisleg stofa innréttuð með iðnaðar- og nútímatónum þar sem litasamsetningin er brún og svört. Steypt gólfið gefur herberginukarakter og manni finnst í raun að þetta gæti verið staðsett í þakíbúð á Manhattan. Þar er líka hringstigi sem liggur upp í risið þar sem er skrifstofa og gestaherbergi.

Geggjaður veggur – svo flottur!

Sófinn frá Ikea. Kaffiborð, vintage. Felt, Malene Birger. Púðar, H&M Home. Lampi, Svenssons. Aboriginal veggteppi keypt í Ástralíu. Málverkið á veggnum, verk eftir Pernillu.

Litla heimaskrifstofan hennar Pernillu við gluggann er með fallegu útsýni og ótrúlega yndislegu rými hérna uppi í risi. Mynd: JONAS LUNDBERG

Pernilla hefur málað málverkin á vegginn. Þau hanga fyrir ofan gamlan skenk sem hún keypti í gegnum Blocket. Hliðarborð, Root Woodmaker. Urna, Floramor & Krukatös. 
Mynd: JONAS LUNDBERG

Baðherbergið er nýuppgert. Steyptar flísar á veggjum. Baðherbergisskápur, Ikea, málaður í Jotun’s Local Green. „Terrazzo flísar tengja útsýnið við veröndina og loftið sem ég málaði grænt skapar rólega og samræmda tilfinningu,“ segir Pernilla. 
Mynd: JONAS LUNDBERG

Herbergi Alfie hefur fengið fallega litasamsetningu þar sem loftið og helmingur veggsins eru með gulltón. Hvelfingin er máluð í fimm mismunandi gylltum tónum til að skapa dýpt.

Það er nú alltaf eitthvað dásamlega heillandi við kvistherbergi.

Stórar svalir sem eru æðislega nýttar – lætur mann þrá sumar og sól enn frekar.

Á bakhlið hússins er yndisleg steinverönd sem leiðir hugann að suðlægum breiddargráðum. 
Mynd: JONAS LUNDBERG

Copyright vis Leva och Bo – smella hér

Ljósmyndir: JONAS LUNDBERG

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *