Fermingarveislan – skreytingar…

…ég held að finna salinn fyrir fermingu/veislu sé alltaf einn af stóru hausverkjunum. Það er svo oft eitthvað sem mér þykir miður fallegt og vil reyna að “fela”: rauðir stólar eða veggur sem er neongrænn. Æji þið vitið hvað ég meina! Ég var búin að leita mikið fyrir ferminguna hjá dótturinni, sem aldrei varð veisla sökum covid, og því var ég búin að spotta salinn sem ég vildi löngu áður…

…þannig að um leið og við fengum dagsetninguna á hreint, þá sendi ég tölvupóst á Golfklúbb Keilis, en þeir eru uppi á holtinu í Hafnarfirði. Þessi salur er að mínu mati alveg gríðarlega fallegur og útsýnis er algjörlega stórkostlegt…

Skoða upplýsingar um sal!

Skálinn er laus til leigu utan sumartíma, þ.e frá 1. október til 20. apríl. Golfskálinn hentar vel til veisluhalda, hvort sem er stórafmæla eða ferminga. Eins er hann hentugur fyrir fundi og námskeið. Salurinn tekur um 90  manns í sæti. Hægt er að kaupa allar tegundir veitinga á staðnum,Vinsamlegast hafið samband við Hrefnu í síma 8668998 eða á netfanginu hrefna@keilir.is til að kanna lausa daga. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta efni með því að smella á tekstann áður enn haft er samband.

…við vorum svo heppin að fá að komast inn í salinn daginn áður, og þá var búið að dúka borðin. En þegar við fórum að skoða svæðið, þá ákváðum við að taka hringborðið úr hliðarrýminu og setja í staðinn matarborðið þar, sem kom mjög fallega út…

…dagurinn byrjaði reyndar á að týna saman það sem þurfti, og fyrst fór ég í Samasem og valdi mér blómin þar, enda alveg ótrúlega mikið til af fallegum blómum…

…blómin voru hugsuð í vasana og aðrar skreytingar, en ég þurfti líka að fara með smá af þeim í 17 Sortir til þess að skreyta kökurnar, þannig að bílastæðið við Smáralind var alveg kjörinn staður til smá úrvinnslu…

…á borðin var ég með kertastjaka og litla trébakka sem ég keypti í Risamarkaðinum við Smáratorgið…

…og svo er bara að raða þessu fallega upp. Ég vildi alls ekki kaupa lituð blóm, eins og bláar rósir og slíkt – frekar bara að nota fallegt grænt blandað saman, smá ferskjulitaðar rósir og blátt eringyum, hybericum ber og lime nellikkur…

…eins og þið sjáið þá er þetta ótrúlega einfalt bara, stílhreint og mér finnst þetta mjög fallegt – vasarnir fengust líka í Risamarkaðinum…

…ég átti síðan myndirnar síðan fyrir löngu síðan, og ákvað að setja bara eina mynd á hvern disk – einfalt og svona til þess hafa myndir af litla manninum, þegar hann var lítill…

…það þarf nefnilega oft ekkert rosalega mikið til þess að ná fram fallegri stemmingu…

…það hjálpar reyndar mikið hversu fallegur salurinn er. Við ákváðum að hafa drykkina á borðinu við svarta krítarvegginn, og ég setti bara fánalengju þar á.

Svo settum við stóra mynd af fermingardrengnum í ramma og einföldustu blómaskreytingar í heimi. Tveir vasar, grein af eucalyptus og vaxblómi og ein rós. Allt og sumt…

…fánalengjurnar voru pantaðar af Shein og G-ið keypti ég í USA fyrir mörgum árum og það hangir almennt inni hjá honum…

…krítarveggir eru reyndar snilld í svona sal því þarna hefði verið hægt að skrifa velkominn í ferminguna mína eða eitthvað álíka…

…við settum matarborðið upp í hliðarrýminu, og hvíta dúka á borðið eins og annars staðar. Síðan setti ég einn trékassa frá JYSK og gardínu yfir mitt borðið, bara dreipuð óreglulega. Þar ofan á fór síðan stór diskur með blómaskreytingu…

…en ég hafði mjög svo gaman af því að leika mér svolítið með blómin og annað efnivið. Hér setti ég bara blautan oasiskubb og gerði skreytinguna í hann – diskurinn fæst ma í Myrkstore.is og Fakó…

…ég gerði síðan aðra mini skreytingu á minni disk fyrir fallega fermingarkertið frá Vast.is

Smella til að skoða Vast.is

…diskurinn er frá Húsgagnahöllinni og þetta er minni gerðin af Holger…

…þar sem mig vantaði meira pláss fyrri allan matinn, þá færði ég síðan kertið og skreytinguna á barinn, og þar var ég líka með kortastandinn með myndum úr fermingarmyndatökunni…

…ofan á barinn fór líka kortakassinn, sem er gamall glerkassi frá JYSK sem ég límdi einfaldlega stafi framan á…

…frammi á gangi við útihurðina settum við síðan upp tvær “stöðvar”, annars vegar borð til þess að skrifa í gestabókina og hins vegar myndakassa…

…einfaldar skreytingar, kerti og smávegis frá litla manninum með –
dásamlega gestabókin er frá Vast.is líka…

Smella til að skoða Vast.is

…ég fann síðan auglýsingu frá Myndabox.is þar sem þeir auglýstu fermingartilboð á myndakössum. Koma á staðinn og setja upp, og mæta og taka niður – sem mér þótti alveg snilldarþjónusta…

Smella til að skoða Myndabox.is

…það fór alls ekki mikið fyrir þessu og með því var hægt að tryggja að ég fengi nú einhverjar myndir af fermingarbarninu með gestunum, því að eins og ég vissi þá var ég á milljón um leið og veisla hófst…

…myndirnar eru teknar á myndavél og eru því í flottum gæðum, og þú færð sendan hlekk um kvöldið þar sem hægt er að hlaða niður öllum þeim myndum sem teknar voru – ég er svo ánægð með að hafa gert þetta – og fermingardrengurinn var sko alsæll!

…þannig að það má segja að skreytingarnar hafi verið frekar einfaldar, en þar sem sonurinn hafði engar sterkar skoðanir um liti eða neitt slíkt, þá var bara pælingin að hafa þetta fallegt…

…salurinn er dásamlegur og mikið um hann rætt í veislunni sjálfri, hversu fallegur hann er og útsýnið auðvitað, sem er alveg stórbrotið…

…eins eru þrjú sjónvörp, eitt inni í salnum og tvo í anddyrinu og mjög skemmtilegt að geta haft myndasýningu í gangi á meða á veislu stóð…

…svo er það aðalpuntið í hverri veislu í næsta pósti – maturinn!

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *