Eitthvað alveg nýtt…

Þessi umfjöllun er ekki kostuð, en vörurnar voru gjöf!

…um daginn hafði samband við mig skólasystir frá því í barnaskóla og bauð mér í heimsókn í nýju búðina sína.  Búðin heitir Porta Rossa og er staðsett í Lyngási 11 í Garðabæ – nú og ef þið eruð að spá hvað Porta Rossa merkir, þá er það rauða hurðin og útskýrir það eldrauðu hurðina sem tekur á móti þér……”Áhugi og ást á ítölskum mat og menningu varð til þess að Porta Rossa fæddist. Við pöntum aðeins inn gæðavörur sem margar eiga langa sögu og eru algjört þarfaþing á borðum Ítala.” Hjördís sem er eigandi verslunarinnar, elskar líka Ítalíu og bjó þar meira og minna í 10 ár.  Hún stundaði nám þar m.a. og er t.d. farastjóri fyrir ÚrvalÚtsýn í ótrúlega spennandi Ítalíu-ferð núna í haus (smella hér til að skoða).  Porta Rossa deilir síðan húsnæði með annari lítilli verslun sem er sérlega falleg, og ber heitir BarrLiving, og ég get hiklaust mælt með heimsókn í þessa fegurð og þarf að gera sérinnlit þar…

…ég varð t.d. mjög spennt fyrir kertunum…
…en þau eru alveg ótrúlega falleg og sérstök…
…svo er ansi margt í BarrLiving sem mig langar að skoða nánar…
“Frábært ólífuolía frá I Veroni, Toscana, Ítalíu.  Algjört nammi og frábær með öllum mat.  Olían er 100% ólífuolía og eru ólífurnar handtíndar í nóvember og fara svo í pressu. Koma bæði í flöskum og áldósum. “ …dásamlegar lífrænar sultur frá Sikiley……og þetta kex er algjör hnossgæti…
…stökk og bragðgóð grissini, til í nokkrum bragðtegundum…
…og auðvitað pastað!  Við erum “á” Ítalíu hér sko…
…ég var svo heppin að fá gjöf frá Hjördísi með mér heim……takk fyrir mig elsku Hjördís ❤
…og prufaði því dásemdar ólífuólíuna út á smá salat sem ég gerði mér í hádeginu…
…þetta var í það minnsta alveg að gera sig…
…og svo á ég eftir að gera eitthvað skemmtilegt með rest sko, verst þegar maður fær svona fínerí – að þá á maður það til að vera alltaf að spara að nota hlutina – kannist þið við svoleiðis?
…ég valdi mér eitt af fallegu kertunum með gulllaufum, ótrúlega falleg kerti og með smá glimmer á…
…og mér fannst þetta smellpassa inni í eldhúsinu, svona innan um trébrettin og allt það…
…enda elska ég svona stór kerti í eldhúsið, sem er auðveldlega hægt að kveikja á þegar maður fer að elda og láta svo loga á fram eftir kvöldi…
…og ég er nú alltaf hrifin af bláu og hvítu, eins og stellið mitt – og þessi hérna kerti – jeminn hvað þau eru nú fín…
…mér finnst þau vera eins og svona ekta ítalskar flísar, sem ég myndi elska í eldhúsinum, en væntanleg aldrei setja upp – þar sem ég er með litafælni 😉 En maður þarf nú ekki að vera “hræddur” við að vera með svona kerti upp við…
…enda finnst mér þau koma æðislega út, er með smá bláan löber og svo hvítar könnur með krusum, og mér finnst þetta súper kózý…
…ekki sammála?
Eigið dásemdardag ❤
Til þess að skoða Porta Rossa nánar:
Smellið hér fyrir Facebook!
Smellið hér fyrir heimasíðu!
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

2 comments for “Eitthvað alveg nýtt…

  1. Margrét Helga
    08.05.2018 at 13:35

    Þarf að kíkja í þessa búð…þessi bláu kerti eru alveg að fara með mig, mér finnst þau svo flott 😉

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    09.05.2018 at 00:44

    Kertin eru ekkert smá flott og reyndar allt saman 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *