Sófadagar í Húsgagnahöllinni…

…ennþá ráfa ég um og leita að mínum fullkomna sófa. Verkið þykir mér dulítið erfitt, þar sem sófinn þarf að vera ferlega þægilegur kúrusófi sem rúmar allafjölskyldumeðlimi og auk þess þarf hann að vera fallegur og smart í “sparistofuna” – þar sem þessi tvö rými er eitt og hið sama. Flókið sko!

Í Húsgagnahöllinni eru núna sófadagar og standa fram til 24.okt. Þá er Tax Free afsláttur af öllum sófasettum og mér til mikillar ánægju, púðum og mottum líka. Ég tók því hringinn og starði á nokkra af uppáhalds sófunum, auk þess sem ég ætla að deila myndum af sófum frá höllinni sem ég hef notað undanfarið.

Þið getið smellt hér til þess að skoða bæklinginn á netinu!

Þessar myndir eru úr rýminu sem ég vann fyrri Einstök börn,
en ég var svo hrifin af Sicilia sófunum þarna inni…

…alls staðar sem er feitletrað og undirstrikað í þessum pósti eru hlekkir

…þeir eru líka til í fleiri litum og stærðum – smella hér!

…þessi hérna var mjög fallegur, stílhreinn og áklæði sem mér þótti fallegt…

Smella hér fyrir Nelson hornsófa!
(ef varan er uppseld þá er oftast hægt að panta hana eða hún er á leiðinni)

…þessi hérna var alveg sérlega fallegur…

…líka til í brúnu leðuráklæði…

…en ég held að þessi hérna sé enn í uppáhaldi hjá – dásamlega fallegur og líka svo svakalega notalegur. Þessa sófa er líka hægt að sérpanta í alls konar stærðum og áklæði. Eins er hægt að hafa setuna grynnri og þannig aðlaga alveg að þínu rými – þessi er að koma ótrúlega sterkur inn hjá mér!

High End ljósgrár sófi – smella hér!

…Oregon tungusófinn er líka spennandi kostur, það er hægt að hreyfa til bakpúðana, sem gerir hann einstaklega þægilegan…

Smella fyrir Oregon tungusófa!

…mjög svo stílhreinn og fallegur þessi – svona minimalískur…

…þessi hérna er alveg dásamlegur – líka svona minimalískur en það sem hann er fallegur…

Kornum tungusófi – smella hér!

…enn annar fallegur – hér eru snilldar púðar fyrir bakið, til þess að gera sófann þægilegri fyrir þá sem vilja sitja betur…

…hér kæmum við nú öllum fyrir, ekku spurning – fullt af púðum og dásamlegt…

…hann minnti mig svoldið á sófann sem ég notaði hjá Bigga löggu: smella hér!

Franklin tungusófi – smella hér!

…svo er ég að elska hvað það er gott úrval af fallegum hægindastólum, sem er auðvelt að nota til þess að koma með fallegan lit inn í rýmið…

Mexico hægindastólar – smella hér!

…einn gulur og spicy – sjáið hvað púðinn er geggjaður með…

…og þessi er algjörlega tímalaus fegurð…

Andros sófi – smella hér!

…í mínum huga er þessi líka einn af þeim sem kemur til greina heim – mér finnst hann alveg draumur…

…hér er einn annar sem væri draumur inn í rétta stofu – sjá þessar línur…

Kare Dschinn Amber sófi – smella hér!

…og hér er einn svona með smá retró fíling – svo töff…

Vera sófi – smella hér!

…bleikur og bjútífúl….

…þessi hérna var ekkert mjög fyrirferðamikill, en þessi litur er alveg að heilla…

…það er alltaf svo gaman þegar að maður sér svona þrjár mismunandi útgáfur af sama sófanum, hjálpar til að velja á milli lita…

Biloxi sófar – smella hér!

…mæli líka sérstaklega með að þið kíkið á nýju púðasendinguna sem var að koma – þeir eru ææææði!

Annars vona ég bara að þið eiguð yndislegan dag framundan  ♥ 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *