Aðventan nálgast…

…og rétt eins og í fyrra (sjá hér). Þá langar mig að sýna ykkur nokkrar hugmyndir sem snerta kertin og servétturnar sem við notum á þessum árstíma, og þar sem að þetta er tíminn sem að ég er með kerti næstum alls staðar.  Þá tók ég því fagnandi að fá aftur tækifæri til þess að sýna ykkur fallegu kertin og servétturnar frá Heildversluninni Lindsay sem að fást í Krónunni, og reyndar víðar.  Þannig að þessi póstur er unninn í samvinnu við Lindsay.
Ég tók svo mikið af myndum að ég ætla að skipta þessu í tvennt, og í þessum pósti koma aðventukertin og á morgun – jólaborð…

…fyrst það auðvitað aðventuskreyting, og eins og alltaf – þá er ég með nokkrar heima…

…ég elska þetta gamla trog og hef notað það mikið í gegnum tíðina.  Ég fékk þessi stóru fallegu kerti, mjallahvít að lit, og ákvað að setja þau þarna ofan í ásamt gervigreinum og smá könglum…

…kertin eru það stór að auðvelt er að skreyta þau smá með borða og stjörnu, en auðvitað þarf alltaf að vera mjög meðvitaður um allar kertaskreytingar.  Get ekki minnt á það nóg, farið varlega með þetta allt saman..

…ég er alltaf jafn hrifin af því að taka svona gamla nytjamuni og gera þeim hátt undir höfði, og hreinleiki hvítu kertana – með grófu tréfatinu – þetta gerir mig sérlega káta…

…einfalt og fagurt…

…í fyrra var ég með svo dásamlega falleg “minikerti” með tölustöfum á, þessi hérna…

…og í ár eru englarnir gylltir og kertin engu síðri þannig…

…þannig að ég stakk þeim einfaldlega í litlar stjörnuskálar á borðið…

…finnst það vera sérlega fallegt…

…en svo langaði mig líka að prufa eitthvað enn stílhreinna, og notaðist við litlu Iittala Thule glösin okkar…

…gróft salt í botninn og ekkert meira…

…finnst þetta koma alveg virkilega fallega út…

…það þarf oft ekki mikið!

…dagatalakertin eru síðan alltaf jafn vinsæl, sérstaklega hjá krökkunum…
…það er viss nostalgía yfir þessu…
…mér finnst stundum svo gaman að grúbba þeim svona saman og leyfa þeim að vera mörgum saman…
…aftur eru það gervigreinar og smá batterýssería…
…smá rautt og smá hvítt…
…og svo verður allt hátíðlegt þegar að kveikt er á kertunum…
…mér finnst þetta fallegt – en þér?
…svo eru það stóru dagatalakertin, þessi sem eru pörfekt að kveikja á í eldhúsinu á meðan eldað er og borðað…

…mér fannst þetta mjög fallegt og retró, minnti mig á Georg Jensen óróana og það skraut allt saman…

…mjög klassískt…

…það eru líka seldir pakkar af mjög góðum kertum í mörgum litum. Sjálf fer ég alltaf í hvítu, en það var virkilega fallegur djúpur rauður jólalitur til…


…svo þegar það er hægt að fá matar- og kaffiservéttur saman…

…þá finnst mér þetta alltaf vera snilldargjöf.  Ekta fyrir kennarana eða í vinargjafir…

…lítið og einfalt, kostar sama og ekkert að pakka þessu og allt svona nytjahlutir sem nýtast á flestum heimilum…


…eins er hægt að sleppa kertunum og hafa bara servéttupakka…


…það geta allir nýtt sér servéttur, ekki satt…


…en þetta hér er mitt uppáhalds…


…ótrúlega fallegt og stílhreint.  Hvítt með silfruðum stjörnum…

…það er nú eitthvað sem kætir mig sérlega…

…enda setti ég það beint á jólaborðið…


…og notaði sem innblástur í smá stjörnuþema…

…og á morgun – þá fáið þið að sjá meira af borðinu!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

5 comments for “Aðventan nálgast…

  1. Birgitta Guðjónsd
    23.11.2018 at 19:40

    Ó hve fallegt, takk fyrir að sýna mér og öllum hinum og gefa hugmyndir af þessu fallega jóla jóla…njóttu helgarinnar með þínum sem best…

  2. Margrét Helga
    23.11.2018 at 19:42

    Algjörlega gordjöss 😍

  3. Guðrún María
    23.11.2018 at 20:25

    Mjög fallegt og skemmtilegar uppsetningar. Mig langar að vita hvaðan stjakinn með ísbirninum er?

  4. Anna
    23.11.2018 at 22:20

    Æði, þú ert svo mikill snillingur ❤️
    Yndislega fallegt ❤️

  5. Anonymous
    24.11.2018 at 10:39

    Takk fyrir mig, virkilega nýt þess að skoða póstana þína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *