Samansafn á hillu…

…var ég búin að minnast eitthvað á jólin undanfarið? Nei varla 🙂  En þau eru á næsta leiti og ég er búin að skreyta! Alltof snemma, en allt af góðri ástæðu.  En þið njótið þá góðs af, og ég næ að sýna ykkur eitt og annað – áður en þið farið að skreyta!
Þið voruð fyrir löngu búnar að taka eftir þessum hérna stjökum, sem ég fékk í Rúmfó þegar að jólavaran byrjaði að koma…
…mér fannst þeir svo ótrúlega fallegir, enda minntu þeir mig mikið á Finnsdóttir-stjakann sem ég fékk í jólagjöf í fyrra. Alveg hreint ofsalega fallegur (fæst t.d. í Hrím og Snúrunni)…
Þau fyrirtæki sem eru feitletruð í póstinum eru þau sem ég er/hef verið í samstarfi við!
…síðan kom þessi hérna í Rúmfó fyrir nokkrum vikum, og ég varð alveg heilluð…
…fyrir átti ég svo þessi tré, en þau er 3-4 ára gömul frá Söstrene…
…og þannig blandast þessir hlutir úr ólíkum áttum, saman í fallega heild…
…en ég er mjög hrifin af þessum einfaldleika! Allt svona í hvítu postulíni og kemur svo fallega út saman…
…ég tók síðan krans sem ég var búin að eiga í mörg ár, og festi á hengið mitt frá BarrLiving, en það fæst hér
…og þar sem kransinn er svona “þungur” að sjá, þá fannst mér skemmtilegt að hafa bara eitthvað létt og gagnsætt fyrir neðan.  Neinei, ég er ekkert að ofhugsa þessa hluti…
…svo er líka alveg “nauðsynlegt” að hafa viðarplattana þarna undir, því ef þeir væru ekki – þá væri þetta mikið kaldara að sjá…
…og viðarplattarnir þeir tóna líka svona skemmtilega við Cheerios-ið, en það er nú kannski eitthvað sem ég stjórna ekki endilega 🙂
…svo eru þetta líka einmitt fjögur kerti, þannig að það væri hægt að hugsa þetta líka sem aðventuskreytingu…
…♥…
…og eins og sést, þá er snjórinn alveg nauðsyn – ef maður vill setja þyngri hluti á snjóinn – þá er líka sniðugt að nota bara gróft salt með…
…og svo eins og alltaf – þá breytist allt þegar að rökkrið færist yfir og maður tendrar á kertunum…
…hvernig finnst ykkur svona samansafn? Sem passar saman en kemur hvert úr sinni áttinni.

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “Samansafn á hillu…

  1. Margrét Helga
    22.11.2018 at 10:36

    Svona samsöfn eru bara snilld 🙂 Sá einmitt alla þessa stjaka í Rúmfó (líka þennan með mörgu trjánum) og á þá alla!!! 😉
    Og það er algjörlega nauðsynlegt að viðarplattarnir tóni við Cheeriosið 😀

  2. Guðrún
    22.11.2018 at 14:11

    Æði.

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    26.11.2018 at 21:44

    Finnst það frábært eins og allt sem þú gerir og pælir í 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *