Að gefnu tilefni II…

…veit ekki hvort að nokkur maður eða kona muni eftir því að eitt sinn skrifaði ég hér inn færslu sem hét: Að gefnu tilefni (sjá hér).

Þá var einmitt málið að upp kom um mig mikil umræða á einhverjum samfélagsmiðli um að ég væri fölsk og hefði þegið Kartell-lampa að gjöf og reynt að “fela” það sem gjöf frá fjölskyldumeðlimi.  Hið rétta í stöðunni var hins vegar að þetta var gjöf frá henni systur minni og um það þurfti ég ekkert að hafa fleiri orð, en tók hins vegar þann pólinn í hæðina að árétta það mál til þess að koma í veg fyrir frekari misskilning.

56-www-skreytumhus-is-064

Nú er aftur komið að því að mér langi til þess að hreinsa aðeins til og útskýra mínar aðstæður.  Ekki af því að ég þurfi það, eða sé með óhreint fyrir mínum dyrum.  Heldur frekar vegna þess að mér finnst allt umhverfið kalla á það.

Sjáið til, að ég hóf minn “bloggferil” – vá hvað mér finnst það eitthvað kjánalegt að kalla þetta það – árið 2010.  Sárasaklaust áhugamál sem að mig langaði að deila með umheiminum.  Innspíruð af henni frænku minni sem að þá bloggaði eins og vindurinn um mat og meððí (sjá hér).

Þetta var mjög fljótt að vinda upp á sig, heimsóknir urðu sífellt fleiri og ég ákvað að kaupa lénið www.skreytumhus.is, svona til þess að eiga heima einhversstaðar á netinu.  Þá voru nú ekki margir sem voru að blogga á hinni ylhýru íslensku og í raun bara mjög fáir.  En það er annað en í dag. Ég hef ekki tölu á því hversu mörg blogg eða bloggsamfélög eru búin að spretta upp á seinustu tveimur árum.  Ég treysti mér ekki einu sinni til þess að reyna að kasta tölu á þau.

Allt eru þetta örugglega yndislegar konur sem standa að baki þessu og er ég alls ekki að halla á þeirra hlut.  En hins vegar er þróunin í þá áttina að “allir” og amma þeirra eru að reyna að selja þér eitthvað.  Eitthvað sem þú verður að eignast, verður að fá, þarf að vera með.

18-www-skreytumhus-is-028

Trúið mér, ég veit að þetta er “kaldhæðnislegt” að heyra þetta frá mér.  Ég er sko alveg jafn mikil “Material Girl” og hún Madonna var hérna um árið, en hins vegar vona ég að ég hafi ávalt verið að koma því til skila að það eru fleiri leiðir en bara að kaupa og fá nýtt nýtt nýtt.  Ég hef talað fyrir því að föndra, versla í geymslunni eða bara Góða og redda sér svolítið.  Það eru líka fleiri leiðir en að þurfa alltaf að eiga eins og “allir hinir”.

Eins og málin standa í dag, þá er ég að veigra mér við að setja inn færslur, því að mér finnst að allir haldi að ég sé þá að fá borgað fyrir að segja hlutina.  Mér hefur dottið í hug að setja inn hvað er uppáhalds meiköpp-færslu, en þá myndu einhverjir halda að ég sé að plögga fyrir einhvern.  Ég set oft inn myndir af krökkunum, en aldrei hef ég haft samband við fyrirtæki til þess að fá föt á þau fyrir færslurnar.  Ég sýndi einu sinni föt sem ég keypti á þau í Lindex (sjá hér) og þá voru það bara föt sem ég keypti og fannst svo sniðugt að deila með ykkur.  Ekki borgað, ekki plögg heldur meira bara svona hey sniðugt.

Svo um daginn fékk ég póst frá Neytendasamtökunum sem sögðu mér frá reglum fyrir bloggara, sem eru að sjálfsögðu orðnar mjög svo þarfar í dag.  En einhvern veginn varð úr mér allur vindur að fá þær svona í hendurnar.  Sem útskýrir kannski bloggdeyfðina sem ég er að upplifa.

57-www-skreytumhus-is-065

Sjáið til, að rétt eins sagði í póstinum hérna endur fyrir löngu:
Ég er með auglýsendur inni á síðunni, sem þið sjáið til hliðanna, ekkert leyndarmál þar.  Mín sambönd við þau fyrirtæki hafa þó sprottið upp frá því að ég hef notað vörur frá þeim, áður en þau fóru að auglýsa hjá mér, og þau hafa séð að það sem ég hef mælt með hefur selst.  Þetta gerir mér verkið léttara því að ég hef auðveldlega getað mælt með þeim því að ég hef verslað við þessa aðila frá því áður en ég varð SkreytumHúsKonan.

Þegar ég hef kynnt línur, t.d. frá Ikea, þá er ég bara að gera það af því að mér fannst eitthvað flott sem ég sá.  Ég hef aldrei fengið greiðslu frá Ikea, eða öðrum, fyrir neinum pósti.  Ítreka, aldrei!  Ég mun aldrei mæla með einhverju sem mér finnst ekki fallegt, eða höfðar ekki til mín.

Ég skal lofa ykkur að ef ég kemst einhvern tímann á það stig að fara að fá greitt fyrir einstaka pósta – þá skal ég bara taka það fram að “þessi póstur er í boði XXX” – og væri það ekki næs!

Þetta hefur ekkert breyst.  Ég er með mínar auglýsendur, sem að hafa “trúað” á mig frá byrjun, eins og t.d. Slippfélagið og Rúmfatalagerinn, og þeir eru með auglýsingar hérna inni.  Ég hef hins vegar samið við þá, frá byrjun, um að ég fái að taka X kr út í vörum, en ég stjórna alveg hvað það er.  Stundum eru það kannski sokkar á kallinn í Rúmfó, sem rata þá aldrei á þessar síðu, en stundum eru það púðar – sem að ég sýni ykkur nú oftar en ekki – þar sem ég er með púðablæti á við 70 manns.
En núna samkvæmt nýju reglunum frá Neytendastofu þá verða þessir póstar, þar sem ég tek út mín “laun” merktir “Í samvinnu við x-fyrirtæki” héðan í frá.  En ég vil samt árétta að ég er alltaf sú sem ákveður hvað ég sýni ykkur.  Það eru aldrei neinir sem segja mér: Hérna, þú átt að sýna neon-græna púða með glimmeri.  Það kemur aldrei neitt inn sem ég er ekki að fíla sjálf og velja.  Ég vona að þið “þekkið” mig það vel núorðið.

Þannig að ég vil ítreka að allt er óbreytt þrátt fyrir að þið sjáið þessu klausu í upphafi pósts, þegar við á, ég er aðeins að fara að þessum reglum sem settar hafa verið.

Það er mér bara svo mikilvægt að halda þessum málum á hreinu þar sem ég finn sjálf fyrir svo miklu áreiti frá samfélagsmiðlum og þessari “sölumennsku” og ég finn að þegar ég fer í það að skoða of mikið af þessu öllu – þá hreinlega tapa ég gleðinni.  Ef ég tapa gleðinni, þá meina ég gleðinni við að skrifa og tjá mig hérna inni, þá er þetta orðið að kvöð og ég er viss um að þá hefur enginn gaman af því sem frá mér kemur.

22-www-skreytumhus-is-032

Þessi síða – hún er og varð til af því að þetta er mín ástríða og áhugamál.  Það sem ég set hér inn og skrifa er af því að ég hef endalaust gaman að því að gera fallegt í kringum mig, sérstaklega ef mér tekst að gera það án þess að það kosti of mikið.  Þessi síða var aldrei sett upp til þess að reyna að fá fríar vörur eða sem auglýsingamiðill.  Ég hef ekki verið að fá sendar vörur til þess að fjalla um þær.  Ég sé það líka best á sjálfri mér, að um leið og ég sé fjallað um sömu vöruna/vörurnar á mörgum stöðum, að þá hugsa ég “auglýsing”.  Ég ætla að leggja mig fram við að forðast svoleiðis gryfjur.  Svo ætla ég að vona að núna, þegar allt er uppi á borðum – að mér fari að líða aftur eins og ég sé ég, og fari að blogga betur – eða blogga á ný – eða hvað skal kalla það.

55-www-skreytumhus-is-063

Þá er ég búin að koma þessu til skila og vona að allir séu sáttir.  Þá vil bara nota tækifærið til þess að þakka ykkur öllum sem leggið leið ykkar hingað inn á hverjum degi – og sumir oft á dag.  Án ykkar fallegu orða og bara stuðnings, þá er það næsta víst og alveg öruggt að ég myndi ekki nenna að standa í þessari þrotlausu vinnu sem stendur að baki þessari síðu, svo ekki sé minnst á samfélagið sem hefur orðið til inni á SkreytumHús-hópnum.  Ég er endalaust þakklát og hrærð, og já – alveg hrikalega væmin greinilega 🙂

Einfaldlega – takk fyrir mig, þið eruð best ♥

 

34 comments for “Að gefnu tilefni II…

  1. Hanna
    26.09.2016 at 08:21

    Ég hef aldrei upplifað þig vera að selja vörur eða þröngva uppá lesendur og ég hef fylgst með þér í nokkur ár núna. Elska bloggið þitt og finnst stundum eins og ég sé með þér í saumaklúbb því ég er oft af segja manninum mínum hvað þú varst með góða hugmynd eða hvernig gardínurnar eiga að vera því Soffía benti svo flott á haha 🙂
    Haltu áfram að vera þú ❤️❤️
    Kv Hanna

  2. Ragnhildur
    26.09.2016 at 08:25

    Ég segi nú bara so what ef þú hefur einhvern tímann fengið greitt fyrir þessa miklu vinnu sem liggur í svona bloggi! You go girl 🙂

  3. Ása Hauksdóttir
    26.09.2016 at 08:33

    Ég verð að segja eins og er að mín upplifun hefur aldrei verið að þú sért að reyna að pranga uppá mig einhverjum vörum eða vörulínum. Hins vegar hefur mér fundist alveg frábært að sjá þegar þú ferð t.d. í Rúmfó og sýnir nýjar vörur sem eru að koma þar inn og maður er kannski sjálfur búinn að labba í gegnum búðina og hefur ekki tekið eftir neinu. Þannig að PLÍS ekki hætta því. Vildi óska að ég þekkti þig og gæti tekið upp símann þegar mig vantar alls konar hugmyndir og lausnir. Skil að það dragi úr þér við að eiga við rætnar tungur en vona að þú komist uppúr lægðinni og komir fílelfd tilbaka. Vona innilega að þú fáir afslætti og inneignir hjá þeim fyrirtækjum sem þú ert að heimsækja reglulega. Heilmikil vinna sem liggur að baki hjá þér. Takk fyrir þitt hugmyndaríka og skemmtilega blogg.

  4. Margrét Milla
    26.09.2016 at 08:43

    Ég hef aldrei fengið á tilfinninguna að þú sért að selja eitthvað og dáðst að því og verið þér svo óendanlega þakklát fyrir að nenna þessu í algerri sjálfboðavinnu svo að ég og þúsundir annarra njótum góðs af. Takk Soffía, ég held að ég hafi ekki kynnst jafn hjartagóðri manneskju og þér, það sést best hvernig þú hefur tæklað þessi örfá ágreinings mál sem hafa komið upp á síðunni þinni. Þú yrðir sú síðasta sem ég myndi trúa einhverju misjafnt upp á því það hreinlega lekur af þér goðmennskan 😀 haltu áfram að vera þú og takk

  5. Margrét Helga
    26.09.2016 at 08:45

    Mér finnst bara frábært ef fyrirtæki greiða þér einhvernveginn fyrir alla umfjöllunina sem þú gefur þeim. Eins og þú segir, þá verður söluaukning á þeim vörum sem þú talar um á blogginu og þetta er held ég besta auglýsing sem þau fá!
    Haltu áfram að vera þú, það gerir það enginn betur og þú ert yndisleg eins og þú ert. Þú hefur frábært fegurðarskyn, ert klár, skemmtileg, góð í gegn og sönn. Kemur til dyranna eins og þú ert klædd. Ég mun að minnsta kosti halda áfram að lesa bloggið þitt, dást að hugmyndafluginu og auðvitað kommenta eins og vitlaus manneskja. 😉
    Vona að bloggandinn og ekki síst blogggleðin komi yfir þig aftur mín kæra…hlakka til að lesa næstu pósta <3

    Risa knús!

  6. Jenný
    26.09.2016 at 08:51

    Elsku besta Soffía mín, haltu áfram þínu striki, þú gefur fullt af fólki svo mikið á hverjum degi, bæði með blogginu og öllum þessum óendanlega mörgum hugmyndum um skreytingar og breytingar ofl. Þú ert yndisleg. ❤️

  7. Guðný
    26.09.2016 at 08:55

    Mér finnst þú/þið algjörir snillingar, og fylgist alltaf spennt með og hlakka til að skoða næsta blogg. Hef aldrei haft á tilfinningunni að þú værir styrkt af sérstökum fyrirtækjum. Mér kemur það bara ekkert við. Ég skoða bloggið þitt af því að mér finnst það skemmtilegt. Finnst frábært að sjá allar þínar hugmyndir í að nýta gamla hluti og breyta og bæta. Haltu áfram þínu styrki og gangi þér alltaf sem best. Og takk fyrir að leyfa okkur hinum að njóta….

  8. Svandís J
    26.09.2016 at 08:58

    Mikið óskaplega er nú langt síðan ég hef kommentað á síðuna þína Soffía… vona að þú fyrigefir. Ég er enn reglulegur gestur og þetta er ennþá ein mín allra uppáhaldsvefsíða í heiminum 🙂
    Ég held að ég sé búin að fylgjast með nánast frá fyrsta “bloggi” og það eru mjög fáar færslur sem hafa farið framhjá mér. Mér hefur aldrei þótt þú “feikaða”… held satt best að segja að þú kunnir það ekki. Þegar þér líkar eitthvað og þykir eitthvað fallegt þá er svo augljóst að einlægnin skilar sér 100% til lesenda, hvort sem fyrirtæki hefur kostað það eða þú upp á þitt einsdæmi.
    Haltu áfram að vera einlæg, gera það sem þín sannfæring segir þér og þinn lesendahópur mun standa þétt að baki þér og vaxa með þér.

    Knúzz

  9. Birgitta Guðjons
    26.09.2016 at 09:09

    Sæl mín kæra……vona svo sannarlega að þú finnir aftur þína einstöku og fallegu gleði við að sýna mér og öllum hinum þau einstöku móment sem þú nærð að fanga í máli og myndum……Hef aldrei upplifað sölumennsku eða prang af þinni hálfu (satt að segja aldrei leitt hugann á þá braut)….heldur notið ferðalagsins með þér, glöð og ánægð……takk fyrir að fá að halda áfram……eigðu góðan dag…

  10. Erla Ósk Guðjónsdóttir
    26.09.2016 at 09:26

    Ég hef aldri kommentað á síðuna þína Soffía fyrr en nú. Láttu þetta fljóta framhjá þér og haltu áfram þínu áhugamáli og ástríðu. Síðan þín er dásamleg og óþrjótandi hugmyndabrunnur. Hafðu það gott og takk fyrir mig … knús á þig og þína.

  11. Rannveig Ása
    26.09.2016 at 10:02

    Það er alltaf þessi misjafni sauður í mörgu fé sem þarf að pikka og pota og reyna að skemma fyrir. Hvet þig til að halda þínu striki og halda áfram að heilla okkur með góðum hugmyndum og skemmtilegum póstum. Áfram þú!! 🙂

  12. Hildur
    26.09.2016 at 10:21

    Almáttugur minn hvað ég myndi missa mikið ef þú hyrfir af netinu! Svo margar hugmyndir og gleði sem ég fæ frá þér. Ég hef aldrei upplifað neitt annað en góðmennsku þína og dáist að því hvað þú leggur þig fram við að upplýsa okkur hin um sniðugar lausnir.
    Ekki breyta neinu,bættu heldur í og haltu áfram að vera þessi fasti punktur í netskrolli svo margra🤗
    Núna bíð ég t.d spennt eftir öllum jólafærslunum þínum🎄Ííík😉

  13. helga
    26.09.2016 at 10:35

    Elsku Soffía ég kíki á þína síðu á hverjum degi og það gera dætur mínar líka og þær eru fjórar sem dæmi ég er alveg heilluð af hugmyndum sem þú gefur okkur sem er öllu jöfnu mjög góðar hvort sem þú færð greitt eða ekki skiptir mig engu máli en nota bene mér fyndist bara sjálfsagt að þú fengir greitt frá þessum aðilum sem þú ert að sýna okkur frá og þar fyrir utan er þetta vinna sem þú ert að leggja í þetta bara takk fyrir og haltu ótröð áfram þetta er partur af tilverunni að skoða bloggin þín sem eru frábær TAKK TAKK 🙂

  14. 26.09.2016 at 11:12

    Sæl Soffía bloggin þin eru frábær í alla staði og lyfta upp á tilverunna og daginn með gleði og tilhlökkun að sjá allar fallegu færslunar þínar, frábærar laustnir og hugmyndir.
    Þu átt svo skilið að fá greitt fyrir alla þina vinnu skil ekki svona, er þetta ekki bara öfund. Vonandi er gleðin að koma aftur hjá þér að blogga. Bloggið þitt er partur af að fara inn á FB.og sjá allt það fallega sem þu deilir með okkur. TAKK TAKK

  15. Birna
    26.09.2016 at 11:23

    Kæra Soffía

    Bloggið þitt er í sérstöku uppáhaldi hjá mér og snöppin þín eru daglegt must!
    Haltu áfram þínu striki, þú ert frábær!

  16. Elva Björk
    26.09.2016 at 11:24

    Mér finnst þú bara æðibiti sem ert sérstakur og allir ættu bara að njóta þinna hugmynda❤ Haltu áfram þínu striki og takk fyrir mig😘

  17. Ágústa Guðný
    26.09.2016 at 12:19

    Sæl. Það verða alltaf þeir sem tala þig niður. Haltu bara þínu striki og reyndu að muna bara það sem er uppbyggileg gagnrýni ekki þessa sem er bara til að skemma. Mér finnst þú líka soldið eins og æðibiti 🙂

  18. Margrét Einarsdóttir
    26.09.2016 at 12:20

    Kæra bloggdís,
    haltu áfram að blogga um alla fallegu hlutina þína hvaðan sem þeir koma, endalausar hugmyndir og huggulegheit hjá þér. Yndislegt að kíkja til þín í bloggheimsókn.
    Takk fyrir bloggið, facebook og snappið 🙂

  19. Anonymous
    26.09.2016 at 12:45

    Elsku Soffía þú ert best !!

    Áfram þú af því þú ert best í því að vera þú !! 🙂 😉

    Takk fyrir allar frábæru hugmyndirnar og allar fallegu myndirnar á, face og pinterest og auðvitað á stórasta staðnum, blogg síðunni þinni 🙂

    Hlakka til að sjá hvernig allt kemur til með að verða, fer bráðum að telja niður til jóla-skreytingar 😀

    Knús í hús …

  20. Berglind
    26.09.2016 at 13:25

    Vá Soffía þú ert yndisleg í alla staði og bara haltu áfram það er ekkert skemmtilegra en að koma við á fallega blogginu þínu og skoða 🙂
    þú getur ekki ýmindað þér innblásturinn sem ég hef orðið fyrir eftir að ég fór að fylgjast með þér 🙂

    Haltu áfram þú ert yndis <3

  21. Edda Björk
    26.09.2016 at 15:35

    Þú veist að þú ert uppáhalds 🙂 Tala nú ekki um heimsfrægðina sem ég reyndar spáði fyrir um mjög fljótt og ehfur svo sannarlega orðið að veruleika. Love you baby
    Edda Björk

  22. Greta
    26.09.2016 at 15:56

    Ég veit ekki hverju ég get bætt við það sem ekki er komið fram hér að ofan. Mér finnst þú einmitt svo ekta í öllu því sem þú ert gera og lætur frá þér. Vona að þú haldir ótrauð áfram 🙂
    Þúsund þakkir fyrir yndislega dásamlega síðu og allt sem hennir fylgir.

  23. Regina kristin hauksdottir
    26.09.2016 at 16:14

    Stórt knús til þín vona að þú jafnir þig fljótt elskuleg. Þú gefur mér birtu og yl þegar ég skoða bloggið þitt.Svo væri mér ekki meira sama þótt þú fengir eitthvað fyrir þessa dásemdar vinnu sem þú deilir með okkur.:)

  24. Ágústa Birgisd
    26.09.2016 at 16:22

    Áfram þú Soffía og haltu áfram að vera þú sjálf ! Ég kem hér inn á hverjum degi og fletti oft upp í gömlum færslum og hugmyndum 😀 Elska þessa síðu það er bara svoleiðis 🙂

  25. Sigríður Jónsdóttir
    26.09.2016 at 16:27

    Elsku besta ! Ekki láta þetta hafa áhrif á þig og fyrir alla muni alls ekki hætta. Elska bloggið þitt !!

  26. Petrea
    26.09.2016 at 16:39

    Er sammála öllum sem hafa skrifað hér á undan. Finnst þú frábær og hef alls ekki fengið þá tilfinningu að þú sért að segja okkur að kaupa vissar vörur. Haltu bara áfram mín kæra og taktu þetta ekki nærri þér, við sem fylgjum þér svo að segja daglega vitum betur. Kveðja 😉

  27. Anna Steinunn
    26.09.2016 at 20:28

    Takk mín kæra fyrir að hafa hleypt okkur inn í þinn hugarheim og leyft okkur að fylgja þer eftir. Ég hef haft gaman af og fæ vonandi að njóta mun lengur. Ég segi bara áfram þú!!!! 💪🏼😊👍🏼

  28. Berglind
    26.09.2016 at 21:16

    Mér finnst bloggið þitt stórskemmtilegt og fer einmitt inn á það og les því ég fæ ekki á tilfinninguna að þú sért að reyna að pranga inn á mig eitthvað sem þú færð sjálf greitt fyrir að auglýsa, ég annars forðast slík blogg þó ég hafi ekkert slæmt um það að segja en ég bara hef ekki sjálf áhuga á að lesa slíkt en ég er daglegur gestur hjá þér og þakka þér fyrir þær óteljandi hugmyndir og innblásturinn sem þú hefur veitt mér í gegnum tíðina, ég er þakklát fyrir það og og mun halda áfram að fylgjast með þér hér á síðunni 🙂

  29. Anna Steinunn
    26.09.2016 at 21:35

    Elsku yndislega þú. Það hefur verið hrein unun að sjá hvað þú hefur gott auga fyrir öllu og blöggin þín og myndir hafa kveikt ýmsar hugmyndir og veitt manni innblástur. Ég vona að þú haldir áfram skrifum þínum af gleði og mér væri sko ekki meira sama þó þú fengir fullt af glerkrukkum fullar af seðlum. Ég mundi borga þér sjálf ef ég væri rík og vonandi á ég eftir að fá þig til mín til að hjálpa mér því ég er stundum ansi tóm 😂
    Ástarþakkir fyrir öll þín skrif og þá vinnu sem þú leggur í þau svo við hin fáum að njóta.
    ❤️❤️❤️

  30. Kolbrún
    27.09.2016 at 08:33

    Sæl Soffía mikið er leiðinlegt hvað það virðist alltaf þurfa að brjóta niður eithvað svona fallegt eins og bloggið þitt er,það sem bloggið þitt hefur ýtt við manni að fegra í kringum sig og einmitt þetta að þú ert ekki alltaf að koma með að nú þurfi að kaupa nýju línuna af hinu og þessu heldur nota það sem til er og peppa það kannski aðeins upp eða finna því nýjan stað, Takk fyrir að vera þú og endilega haltu áfram að gera það sem þér finnst gaman og gefur okkur svo mikið.
    Takk fyrir mig
    P.S er ekki alveg kominn tími á haust skreytingar og taka upp hreindýrin…………

  31. Audur Sveinsdottir
    27.09.2016 at 12:48

    Eskulegust bara 3 ord , Thu ert storkostleg! elska siduna thina, haltu afram a thinni braut, <3 thu gerir heiminn svo mikid skemmtilegri 🙂 og takk fyrir mig 🙂

  32. Erla
    28.09.2016 at 11:58

    Þú ert flott í öllu sem þú gerir, takk fyrir mig. þú átt alltaf fast sess í bloggrúntinum mínum.

  33. Fanney G.
    05.10.2016 at 11:23

    Takk fyrir að nenna þessu 🙂
    Ég elska að fylgjast með, ætti að þakka fyrir oftar.
    Síðan þín hefur haft mikil áhrif á mig, jú jú hefur kostað mig skildingin 🙂 , keyrði á Akranes sérferð til Kristbjargar, Vá hvað það var æði, mig langaði til þess að þau ættleiddu mig og ég fengi að búa í skúrnum.
    Um daginn keyrði ég í Rúmafatalagerinn í Korputorgi til að kaupa hjörtu og vængi sem þú varst búin að setja hér inn.
    En einmitt, takk fyrir það því það er gaman að fá hugmyndir og innblástur.
    Ég og sambýlismaðurinn erum alltaf á leiðinni að gera svona ikea hillur og þá veit ég líka af póstinum með bestu leiðbeiningum í heimi.
    Finnst líka gaman af því að þú ert góður penni og þú sjálf.

  34. Dagný Rut Ólafsdóttir
    13.10.2016 at 09:19

    Ég vona að þú haldir áfram að sýna okkur falleg og sniðug diy ásamt öllu hinu 💜
    Þú gefur manni innblástur og ert augljóslega yndisleg 💜💛💜

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *