Páskahelgi…

…ótrúlega merkilegt hversu dýrmætir sólargeislarnir eru að vetri loknum. Ég er enn að njóta þess að stara á hvern og einn þeirra þeir birtast og sérstaklega þegar þeir dansa á veggjunum hérna heima, það er uppáhalds…

…það verður líka allt eitthvað svo mikið fallegra…

…og fyrir áhugasama þá er myndin af krossinum eftir hana Maggý Mýrdal og hægt að panta hana á instagram: smella hér!

…ég finn það líka alltaf svo vel hvernig ég “skríð úr hýði” eins og björn að vetri loknum, og það kveiknar á löngun í að gera alls konar. Til mynda málaði ég þessa kertastjaka um daginn með matarsódaaðferðinni (sjá hér)

…og sömuleiðis málaði ég vasann svartan, en hann var áður grár…

…og þessi kertastjaki fékk líka einfalt meikóver, en hann var fyrir skrítna stærð af kertum og ég einfaldlega límdi stærri tréplatta ofan á fyrir kubbakerti…

…fullkominn í eldhúsið með páskaskrautinu, sem er flest frá Húsgagnahöllinni og er núna á 25% afslætti:
Smella hér fyrir páska í Höllinni!

…heimilið hefur verið með alls konar blómum í vasa síðan fermingin var, eitthvað sem ég kann nú vel að meta…

…fermingarmyndir og fermingarblóm, það er bara notalegt að njóta þessa lengur…

..ég fékk líka um daginn svo fallega sendingu frá Reykjavík Letterpress sem inni hélt dásamlega fallegu páskaservétturnar þeirra…

…en þær eru alveg einstaklega fallegar og fást í: Húsgagnahöllinni, Epal, Dúka og Mimosa.is…

…elska svona fallegt og stílhreint, þarf ekkert mikið til þess að gera þetta hátíðlegt…

…litlu egginn eru Cadburys í gulu pokunum…

…finnst líka fallegt að blanda svona saman báðum pastellitunum…

…svo er allt að verða svona ferskara…

…og það er nú sérstaklega sólinni dásamlegu að þakka…

…smá svona páskatrít hérna á Skírdag…

…krúttlega Berlínarbollur með nuttella og eggjum frá Ikea…

…síðan gerði ég smá páskaskreytingu í dásamlegu marmaraskálina frá Póley – smella hér til að skoða!

…en hún er í sérstöku eftirlæti…

…kanínupáskakrúttin úr Höllinni, og svo fékk ég mér líka hvíta túlípana í vasa…

…lítil páskakrútt í hillu…

…lagt á borð á Skírdag, allt bara mjög einfalt…

…ég vona að þið eigið dásamlega páskahelgi í vændum ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *