Páskafegurð…

…ég hef áður sagt ykkur frá fallega páskaskrautinu frá Lene Bjerre sem að fæst í Húsgagnahöllinni. En eins og mér verður títt um rætt þá var það ekki fyrr en þetta kom fyrir augu mín að ég fann páskaskraut sem heillaði og mig langaði í raun að safna. Það koma út nýjar styttur á hverju ári og ég er með blöndu af hvítum og glylltum, en þær hafa komið svartar og að mig minnir gráar líka. En dásamlegar eru þær…

//samstarf

…það er svo gaman að leika sér með að stilla þeim upp og útbúa í raun bara lítil páskaævintýri…

…hausarnir þykja mér einstaklega flottir, og þeir eru til hvítir og svartir…

…það kemur líka fallega út að blanda saman litunum…

…ballerínan í fjaðrapilsinu er alveg dásamleg, hún er svo ánægð með lendinguna…

…og svo er líka alls konar falleg egg og annað skraut til að hengja á greinar…

…mæli innilega með að mæta á svæðið og skoða þessa fegurð…

…held að þessi hafi verið ein af mínum eftirlætis í ár, hún er algjört krútt…

…svo kemur þetta mjög fallega út í borðskreytingar líka…

…ég stóðst ekki mátið og setti upp smá páska hérna heima, bara svona rétt til að prufa…

…er að nota báðar stærðirnar af Holger-bökkunum, sem eru líka frá Húsgagnahöllinni. Setti svo bara smá mosa í kringum krúttlegar kanínur…

…þessir bakkar eru svona með eftirlætishlutunum mínum,
en ég er endalaust að stilla upp á þeim og nota þá…

…krúttlegar ballerínur að dansa í mosa…

…og þessar skálar eru líka endalaust notaðar og mjög sætar í svona skraut…

…og auðvitað varð smá að koma upp á skápnum inni í eldhúsi…

…þessar voru t.d. til í fyrra en ég held að þær séu ekki í ár…

…sjá hana…

…elska þennan einfaldleika og svo má bæta við blómum og eggjum ef þið viljið ná inn meiri pasteltónum…

…átti líka tvo glerkassa og fannst þetta vera ekta fyrir svona og með smá mosa í botninn…

…en fyrst setti ég þær nokkrar saman, svona til þess að sýna ykkur hvað það er fallegt að safna bara svona ólíkum týpum og stilla upp öllum saman – nú eða svona eins og ég er með þær hér og þar…

…þið getið líka skoðað eldri páskapósta í massavís, með því að smella hér!
Annars vona ég bara að þið séuð að fara að eiga yndislegan helgi 

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *