Á döfinni…

…jæja þá!  Ég er alveg að fara á breytilímingunum þessa dagana.
Í þetta sinn er það hjónaherbergið sem á að verða fyrir barðinu á mér……þannig er mál með vexti að þetta er eina herbergið sem hefur ekki verið málað síðan við fluttum inn fyrir 10 árum síðan.  Þannig að þetta er orðið vel tímabært.  Það var líka svo algengt að mála bara einn vegg, og herbergið er enn þannig.  Nú verða allir veggir í sama lit – húrra!
…ég er mikið að spá hvað verður áfram og hvað fer, en Molinn fær að vera áfram – það er alveg víst…
…snagabrettið er reyndar í miklu uppáhaldi ennþá…
…en þó er séns á að það fari á einhvern nýjan stað…
…mig langar líka að færa mig í dekkri tóna þarna inni.  Þannig að herbergið verði meira í svona rustic við, smá svörtu og meira í stíl við það sem við erum með frammi…
…spegillinn fær að fara inn til dótturinnar, alltaf að nýta áfram.  En grindin fyrir rúmteppið – spurning hvort að ég spreyji hana? Bekkurinn gæti líka verið málaður, þetta er allt verk í vinnslu 🙂
…hlakka til að taka mynd og þá verður þetta ekki allt svona hvítt…
…liturinn sem er núna er SkreytumHús-liturinn, þessi fyrsti – og þið fáið hann hjá Slippfélaginu, og auðvitað er SkreytumHús-afslátturinn enn í gangi þar…
…við þurfum líka að fá okkur nýtt rúm, þar sem þetta er síðan 1999 og löngu komið á tíma!  Mig langaði í dýnu eins og við fengum í Rúmfó fyrir dótturina í seinasta meikóver-i, en þær koma ekki í 210cm og við verðum að vera með extra langa dýnu af því að annað okkar er mjög hávaxið 🙂
…sem sé, allt að gerast – langar þig að fylgjast með nánar?
Vona að þið eigið yndislega viku ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

9 comments for “Á döfinni…

  1. Margrét Helga
    30.07.2018 at 08:32

    Hlakka til að sjá útkomuna (og ferðalagið þangað líklega á snappinu, eða hvað?? 😉 )

  2. Ágústa
    30.07.2018 at 08:54

    Spennt að fylgjast með 🙂 Þetta verður eitthvað !

  3. Ragnhildur
    30.07.2018 at 10:23

    Já ég vil gjarnan fá að fylgjast með,hlakka til að sjá útkomuna

  4. Berglind ósk Óðinsdóttir
    30.07.2018 at 12:55

    spennt að fylgjast með 🙂

  5. kristín
    30.07.2018 at 20:38

    er einmitt í herbergis-breytingar hugleiðingum og ætla sko að fylgjast með!! en hvaðan er snagahengið er að leita að flottu hengi??

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.07.2018 at 20:58

      Snagahengið er ca 10 ára gamalt og fékkst í búð sem er því miður hætt!

      • Anonymous
        30.07.2018 at 23:20

        Ok takk fyrir svarið

  6. sigrún A
    30.07.2018 at 22:37

    Sæl, hlakka til að fylgjast með, hvar fékkstu rúmteppastandinn?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.08.2018 at 01:25

      Hann fékkst í búð sem var lengi í Faxafeni, eða einhverju feninu – hélt I…. eitthvað og seldi svona hvítt og rómantískt eitthvað 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *