Ofur einfalt…

…stundum hef ég sýnt ykkur alls konar flókin DIY-verkefni, en svo koma önnur og eru svo skemmtilega einföld að ég verð bara henda þeim hingað inn líka.

//samstarf

Þetta er í raun alls ekki neitt DIY, heldur meira bara að hugsa aðeins útfyrir kassann,
eða í þessu tilfelli blómapottinn. Í JYSK er til þessi stóri og fallegi vasi sem ég hef verið með uppi hjá mér núna í marga mánuði, svo töff og rustic og fallegur með stráum í eða grenigreinum um jól, eða bara hvað manni dettur í hug.

Tommy vasi – smella og skoða!

Svo voru að koma aftur stóru og fallegu skrautólífutréin sem ég er svo hrifin af, og mér datt í hug að tosa það hreinlega upp úr blómapottinum og skella bara beint í vasann.

Ólífutré – smella og skoða!

Þetta kemur mjög fallega út og svo má nota teppi, dagblöð eða bara vikur til þess að stilla þetta af í vasanum. Hér er greinin bara laus, en á næstu mynd er búið að stilla það af…

Jafnvel kemur það vel út að hengja páskaegg beint á greinarnar!

Einfalt og fallegt og endist að eilífu, amen!

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

3 comments for “Ofur einfalt…

  1. Sigurlaug
    14.03.2024 at 18:01

    Sæl. Svo einfalt og fallegt! Ég er svo hrifin af ólífutrjám (búin að drepa 2 eða 3 🙈) en hvar fást svona ólífugreinar?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *