Jólaskreytingar…

Fyrsti í aðventu er á sunnudag og ég ákvað að það væri alveg kjörið að setja bara saman nokkrar skreytingar fyrir ykkur – sem allar eiga það sameiginlegt að vera ótrúlega einfaldar og þægilegar í uppsetningu. Allt efnið í póstinum er því frá JYSK og er pósturinn unninn í samstarfið við þá, en líkt og ávalt þá er allt efnisval og hugmyndavinna í mínum höndum…

Hér er samantekt með vörunum sem ég nota en þið fáið líka mynd á eftir hverri skreytingu með upptalningu á því efni sem notað er…

Hérna er ég með tvö bakka í sitt hvorri hæðinni, og á þeim eru litlu led húsin, ásamt grænu ledkerti – svo eru einfaldlega fjórir kertastjakar með. Aðventuskreyting, eða bara skreyting…

…fjórir kertastjakar á bakka, og krans utan um – svona í alvöru þá tekur þessi hérna ca 15 sekúndur…

…enn og aftur lítið og einfalt, eitt led kerti og eitt alvöru, lítiill bíll (en gæti verið hvað sem er annað), örlitlar afklippur af einhverju grænu og snjó. Bakkinn undir er alveg möst fyrir svona…

…þessi er minn eftirlætis! Stór blómapottur á fæti og ofan í hann fer minni týpan af svörtum bökkum. Tveir kertstjakar með marmarabotni, sem gerir þá þunga og stöðuga, græn lengja og svo fullt af könglum. Þessi er ekta ég…

…stór viðarbakki, fjögur stór kerti 30 cm há og krans utan um, dass af snjó og allt er tilbúið…

…sami stóri trébakkinn, 30cm kerti og svo bland í poka af fallegum jólakertum. Grenilengja með ljósum er lögð í kring og einn lítill bíll er að keyra um jólaskóginn…

…gyllti kertastjakinn bíður upp á svo marga möguleika og hér er það grenilengjan með ljósunum sem ég set í kringum hana. Einn hnotubrjótur í miðið og smá snjór…

…stundum er svo gaman að nota eitthvað óhefðbundið og hér eru það bara lítil Iittala Thule glös og kertin fyrir aðventusunnudagana. Ég set snjó í botninn á glösunum, en ef ég væri að hafa þessa uppstillingu, þá myndi ég skipta honum út fyrir gróft salt til þess að tryggja kertin betur…

…blómapottar á fæti eru svo fallegir. Hér setti ég bara tvær litlar bækur ofan í þennan og kertastjakarnir ofan á. Svo vafði ég snjólengju í kringum og smá skrautgrein (ef vill). Toppaði með gylltum stjörnum…

…hér er þetta fallegar skálin á fæti, sem er í svona fölbleikum/ferskjulituðum lit. Setti stórt 30cm kubbakerti ofan í og krans utan um. Smá skrautgreinar og við erum með skreytingu sem er aðeins út fyrir kassann…

…einfalt – bakki og tveir hnotubrjótar, ledkerti og snjór – ofur einfalt og doltið sætt…

…það er svo margir sem senda á mig á hverju ári hvort að ég hafi skreytt stóru Iittala Thuke-skálina, og ég verð alltaf að svara neitandi því ég á hana ekki sjálf. En núna fékk ég eina lánaða í Húsgagnahöllinni og ætla að gera nokkrar útgáfur af skreytingum í hana.

Hér notaði ég Kram kertastjakann og hann stendur vel í skálinni og er stöðugur, svo setti ég gervigreni sem ég átti fyrir, köngla og snjó – ofur einfalt. Það mætti líka notar jólakúlur eða annað slíkt með…

Enda svo með mynd aftur af mínum uppáhalds, hann er núna á eyjunni í eldhúsinu. Vona að þið hafið haft gaman að og svo eru myndbönd þar sem skreytingarnar eru gerðir inni á Instagramsíðunni minni!

Njótið dagsins sem best og munið að hafa gaman að þessu bjástri ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

1 comment for “Jólaskreytingar…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *