Ferming sonarins…

…um seinustu helgi fermdist elsku sonurinn og því var fagnað með veislu og tilheyrandi lúðraþyti. Þetta var bæði fyrsta, og seinasta, fermingarveislan sem við höldum. Því fermingarárið hjá dótturinni var 2020 og þá geisaði Covid með tilheyrandi látum og samkomubanni. Ég hef fengið mikið magn af spurningum um veisluna, en ætla því að setja þetta í 2 pósta: veitingar og skreytingar. En fyrst langaði mig bara að deila með ykkur nokkrum myndum frá deginum og myndatökunni

Dagurinn var sérlega fallegur og sólin skein dásamlega inn um gluggana á Bessastaðakirkju og skreytti hana alveg upp á nýtt…

…bæði innviði og fólkið sem á bekkjunum sat 🙂

…svo var loks komið að þessu, drengurinn kraup á kné og var fermdur…

…en það er magnað hversu hratt hann hefur vaxið, og eins og sést er hann vaxinn mér langt yfir höfuð – þrátt fyrir að ég sé í hælum…

…svona er ég nú heppin kona ♥

Í byrjun mánaðar fórum við í myndatöku hjá henni Kristínu Valdimarsdóttur, vinkonu minni, og hún náði alveg dásamlegum myndum þrátt fyrir kuldann!

Kristín Vald Photography – smella hér!

…en mér finnst fátt dýrmætara en að fá fallegar myndir til þess að eiga dýrmætar minningar um ókomna tíð…

…þessi hérna er í uppáhaldi hjá mér ♥

…er svo stolt af þessum dásamlega strák mínum, og auðvitað systur hans líka, en það er bara ekkert í öllum heiminum dýrmætara en þau tvö ♥ Svo næst, skreytingar og veitingar – hvort á að koma á undan?

4 comments for “Ferming sonarins…

  1. Anonymous
    21.03.2024 at 08:47

    Væri yndislegt að fá næst upplýsingar um veitingar og magn ❤️

  2. Elísabet
    21.03.2024 at 09:57

    Dásamlega fallegar myndir, innilegar hamingjuóskir 🙂
    P.s. Kjóllinn þinn er æði!

  3. Sigríður Þórhallsdóttir
    21.03.2024 at 13:10

    Yndislega frábærar myndir af fermingunni 🙂

  4. Anna Margrét Guðmundsdóttir
    21.03.2024 at 21:42

    Fallegt og heilagt

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *