Huldubraut…

…ég er örverpið í minni famelíu. Yngst af fjórum systkinum og þegar ég var sjö ára varð ég svo heppin að eignast systurdóttur. Mér þótti það reyndar pínu erfitt fyrst, hún var agalega mikið krútt og með krullur og sætust í heimi og ég var bara allt í einu alls ekkert yngst og minnst. En mikið agalega var þetta nú mikill happafengur fyrir mig. Enda má segja að ég hafi bara grætt litla systur á þessu öllu saman.

En við erum víst ekkert litlar lengur og núna er hún frænka mín að selja fallegu íbúðina sína á Huldubrautinni í Kópavogi. Mér finnst þetta vera svo vel heppnað hjá þeim að mig langaði bara að deila með ykkur myndum og nokkrum pælingum. Hér er mynd sem við tókum þegar þau voru bara nýflutt inn. Rétt komin með sófann sinn og búin að mála og skipta um gólfefni…

…og hér er svo mynd af sama svæðinu í dag, en þau máluðu í fallegum grágrænleitum lit…

…það kemur alveg sérlega fallega út að hafa svörtu hillurnar undir speglinum. En þetta eru tvær Virum hillur/hliðarborð frá JYSK sem þau létu bara sníða heila spítu ofan á…

…eins eru hvítu skáparnir undir sjónvarpinu frá JYSK líka og eru svo mikil snilldargeymsla…

…gamla píanóið (frá mínu æskuheimili og sem ég æfði mig á sínum tíma) gerir svo mikinn svip á rýmið og hlýleiki sem kemur með því, gamla ruggustólnum hans afa og svo þessum fallegu gulu og grænu tónum…

…fyrir ofan píanóið eru svo einstaklega falleg listaverk eftir hana Dúddu/Kristrúnu H. Marínósdóttur, en þið finnið hana á Instagram undir Jedúddamia – smella hér!

…það er svo skemmtilegt flæðið inni í íbúðinni og alrýmið er stórt og fallegt, nýtist svo vel…

…falleg og rúmgóð borðstofan…

…svo er eldhúsið opið inn í borðstofuna, en það væri auðvelt að skella upp vegg ef fólki vantar aukaherbergi…

…eyjan er geggjuð í eldhúsinu og gefur svo mikið auka vinnu- og geymslupláss, en eins og þið sjáið þá er þetta bara skenkur sem hefur fengið nýja borðplötu og þar af leiðandi nýtt hlutverk…

…við hurðina úr forstofunni eru Ivarskápar frá Ikea sem eru málaðir í sama lit og veggirnir, geggjuð leið til að fá aukið geymslupláss án þess að þeir virki yfirþyrmandi…

…ég þori að veðja að speglarnir hér yfir náttborðunum eru með smá innblæstri frá hjónaherberginu mínu, og aftur eru Ivarskápar notaðir til að auka geymslurými…

…baðherbergið er nýuppgert og mjög flott…

…og þar sem dæturnar eru orðnar tvær þá var snilldarlausn þetta heimasmíðaða rúm sem þær deila. Þá er allt gólfplássið laust og nóg pláss til að leika…

….en það er gaman að sýna og segja frá því, að þegar þau voru nýflutt inn og frumburðurinn kom í heiminn, þá gerði ég einmitt með henni herbergið fyrir hana – þannig að það er hægt að setja þetta rými alls konar upp…

…en þið getið skoðað póstana um það með því að smella hér fyrir neðan;
Barnaherbergi – smella hér!
Barnaherbergi – smáatriðin – smella hér!

…íbúðin er á miðhæð í húsinu að Huldubraut 11, og það er því gengið beint úr henni og út í dásamlegan garð og pall. Ótrúlega mikil paradís fyrir krakka…

Þið getið smellt hérna til að skoða Huldubrautina hjá Mbl!
…og hérna til að skoða Huldubraut hjá Vísi!

Svo er líka opið hús í dag, 29. febrúar kl. 17:30 – 18:00

Ég hlakka sko mikið til að sjá hvað þau gera við næstu eign, og næsta viss um að ég fái líka að vera memm í einhverjum planeringum!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Huldubraut…

  1. Grenjandi frænkan
    25.02.2024 at 13:05

    Elsku besta Huldubraut ❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *