Nýtt ár 2024…

…vá bara komið glænýtt ár – og ég verð bara að byrja að þakka fyrir öll gömlu árin! Vona svo sannarlega að við séum að ganga inn í ár sem fer mildum höndum um okkur flest og sjálf er ég alltaf hlyntari sléttu tölunum, ekki spyrja mig af hverju! 🙂

En við byrjum þetta á smá yfirferð yfir seinustu daga síðasta árs, svona til að ganga frá því, og afsakið – það eru matarmyndir – eins og það séu nú ekki allir komnir með nóg!

Örlítill hittingur á milli jóla og nýárs…

…er að elska ostahnífana frá henni Vilmu minni sem eru æðislegir (sjá hér!)

…hér áttu kríli að fá að skreyta piparkökur, svo kom bara covid á heimilinu og ekkert varð af og skreytingarefni var sent á milli húsa! Svona er þetta bara og maður ræður ekki við allt!

…jólastemmingin í fullum gangi…

…ef maður er ekki í algerri leti og að raða í andlitið á sér, þá er maður að sjæna sig til fyrir einhver boð – enginn millivegur!

…lagt á borð fyrir gamlársboðið hérna heima…

…en ég reyni sem mest að geyma á milli ára og nýta – vil alls ekki kaupa allt þetta pappadæmi og henda því strax á eftir. Nóg er það samt með hvelletturnar og servéttur…

…svoleiðis tilbúin í að kveðja árið…

…en fyrst matur og í þetta sinn, matarfötin beint á borðið – bara svona til tilbreytingar…

…nú og hvað er gert þegar búið er að borða – nú auðvitað borðað meira, og aftur eru það ostar og meððí…

…svo gerðist þetta – litli bróðir óx yfir höfuð stóru systur svo um munaði…

…og svo var auðitað sprengt og stjörnuljósað, en mest stjörnuljósað samt…

…en við eyddum kvöldinu í frábærum félagsskap tengdaforeldra minna…

…og já, mamman er áberandi minnst orðin…

…og við tók svo dásamlega fallegur nýrársdagur, með bleikum himni og mildu veðri. Þannig að við eigum þá 366 daga framundan sem eru að mestu óskrifaðir og við getum vonandi raðað sem fallegustu efni inn á þá! Enn og aftur, gleðilegt árið og þökk fyrir þau sem liðin eru – fyrir stuðning, skemmtun og að vera til staðar og alltaf til í allt ♥♥♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Nýtt ár 2024…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    04.01.2024 at 15:17

    Gleðilegt árið og takk fyrir allt gamalt og gott 🙂 alltaf fábært að lesa síðuna þína 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      24.01.2024 at 01:27

      Takktakk 🥰

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *