Skreytum Hús – 4.þáttaröð – 4.þáttur…

…þá erum við í þáttaröð 4 og fjórði þátturinn fer í loftið í dag. En þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn vikulega á Vísir.is og á Stöð2+.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 4 á Vísir.isog þátturinn er líka á Stöð 2+!

…og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!

Í þætti dagsins hittum við hana Önnu Rún sem býr í Hafnarfirði ásamt börnunum sínum. Hún er með dásamlegt útsýni beint út á fjörðinn fagra úr samliggjandi stofu og borðstofu. Fyrst þegar ég kom inn til hennar þá tilkynnti ég henni að ég hefði ekkert þarna að gera, þar sem hún var með mjög fallega stofu en þegar við fórum að spjalla þá kom það í ljós að hana langaði mikið til þess að breyta alveg um stíl og stefnu. Hrista svolítið upp í öllu og við ákváðum að fara í þetta í sameiningu…

…hér sjáið þið fyrir-myndirnar og eins og áður sagði, þá er þetta mjög smekklegt og fallegt. En þegar við fórum að rýna í hlutina þá var ég alltaf að horfa á stærri gluggann, sem var inni í borðstofunni og mér þótti hann í raun vera í röngu rými. Það væri mikið skemmtilegra að sitja í sófa og hafa kost á að horfa út um þennan glugga. Sama mátti segja um hina stofuna, sem var þá sjónvarpsherbergið líka, en þar var setið í sófa og bakinu snúið í fallegt útsýnið og í raun ekki næg sæti fyrir alla fjölskyldumeðlimi til þess að láta fara vel um sig. Létt og ljóst var það sem hana dreymdi um og við erum þá komin með plan fyrir næstu skref: heilmála allt saman og svissa stofunum, sófar fara þar sem borðstofan var og svo öfugt…

Moodboard:

…þannig að létt og ljóst byrjaði algjörlega með því að velja fallegan lit frá Slippfélaginu á allt rýmið. Það komu ansi margir til greina en að lokum þá var það 1/2 Sandur sem varð fyrir valinu, og á loftið fór Málarahvítur. Ótrúlega fallegt kombó, hlýlegt en í raun hlutlaust og fullkominn bakgrunnur sem tekur samt notalega utan um mann…

…og útkoman var alveg eins og ég sá fyrir mér, en bara aðeins betri!

Við verðum að taka þetta í nokkrum skrefum og byrjum í borðstofunni “nýju” – þar sem áður var sjóvarpsstofan. Hér er auðvitað stjarna rýmisins borðstofuborð og stólar frá JYSK, þetta borðið er stækkanlegt og stólarnir eru á snúningsfæti – þannig að þetta er bæði fallegt og þægilegt og hentugt…

…það er alltaf nauðsynlegt að finna fallegt ljós yfir borðið og þetta dásemdarljós frá Bauhaus var að heilla mig alveg. Það er svona smá retrófílingur í því, en samt smá módern – eða í það minnsta upplifi ég það þannig. Svo er rósettan að gera svo mikið með…

…á vegginn setti ég síðan tvo glerskápa svo Anna Rún gæti stillt upp stellinu sínu og öðru sem hún safnar og notið þess að hafa það fyrir augum. En það er í raun pláss fyrir þriðja skápinn ef meira pláss óskast…

…það voru dósir á veggnum sitt hvoru megin þannig að ég stóðst ekki freistinguna að finna falleg veggljós, og þessi fannst mér fullkomin – aftur smá retró og ganga með hinum ljósunum – án þess að vera “alveg eins”. Skemmtilegt að það er hægt að snúa gyllta hlutanum bæði fyrir fram og aftar peru. Geggjað kombó…

…ég fann þessa geggjuðu ofnahlíf í Bauhaus og mér fannst hún pörfekt þarna undir glugganum. Ofninn var engin sérstök prýði og allt í einu erum við komin með skrauthlíf sem gerir hann nánast að stofustássi…

Smella til að skoða ofnahlífar!

…sjáið bara hvað þetta gerir ótrúlega mikið…

…mér fannst þetta í það minnsta vera algjör leikbreytir þarna inn…

…svo nýttum við veggplássið til fulls og settum inn æðislegar hillur sem voru að koma í JYSK og mér finnst þær snilld þarna inn. Stílhreinar en þegar hlutirnir hennar Önnu Rún eru komnir í þá eru þær fullar af persónuleika…

…takið líka eftir hvernig spegillinn stækkar allt rýmið…

…eins er möst að minnast á gardínurnar og brautirnar – en mýktin og hlýjan sem kemur inn með gardínum verður seint ofmetin…

…en færum okkur núna inn í gömlu borðstofuna, sem er núna með sófum og sjónvarpi…

…en snilldin er að nú er hægt að sitja í sófanum og njóta þess að horfa beint út á sjó, en Anna Rún lagði áherslu á að þetta væri meira kózý rými heldur en “sjónvarpspláss”…

..sófarnir eru frá Húsgagnahöllinni og eru algjörlega fullkomnir. Svo þægilegir og fallegir, ég var algjörlega heilluð af þeim…

…púðarnir fylgja allir með sófanum og eru einmitt svo þægilegir…

…mottan er líka frá Húsgagnahöllinni og mér fannst hún algjörlega sniðin með þessu. Ljós en samt svona smá litir með í henni, stundum fannst mér votta fyrir smá bláu og stundum smá grænu, virkilega falleg…

…sófaborðin með marmaraútlitinu eru frá JYSK og koma tvö saman í setti. Litla kringlótta borðið er líka frá JYSK og mér fannst það skemmtilegt til þess að brjóta þetta aðeins upp…

…Anna Rún fékk sér Frame-sjónvarp frá Ormsson, sem er svo dásamlega falleg því það er hægt að hafa “málverk” fast á því og því verður sjónvarpið ekki þessi svarti kassi á veggnum. Rammann er líka hægt að fá í mörgum litum og við völdum þennan dökkbrúna sem smellpassaði við annan við sem var valinn inn í rúmið. Sjónvarpsskápurinn er frá Húsgagnahöllinni og er svo fallegur og passaði einmitt inn þarna…

…ég varð líka svo hrifin af því að lappirnar á skápnum og á borðinu voru alveg samstæðar…

…í loftið fór önnur rósetta og ljós sem var líka í svörtu og gylltu – rétt eins og í borðstofunni…

…en þetta ljós er líka eins og ævintýri þegar að myrkvar – því að skuggarnir sem það myndar eru æðislegir…

…mér finsnt líka alltaf æðislegt hvað það þarf í raun lítið til þess að “fylla upp í” veggi – en hér eru þrír veggpottar úr JYSK og það þarf alls ekkert meira…

…annars á Anna Rún mikið af fallegum myndum og ég lagði líka áherslu á að koma þeim fallega fyrir og leyfa þeim að njóta sín…

…þar sem það voru til mjög margir fallegir skrautmunir þá var lítið slíkt verslað inn. En ég keypti nokkra hluti, stóra vasa og blómapott sem mér fannst passa sérlega vel inn. En mér finnst það mjög algengt að fólk eigi mikið af litum munum en mun færri stóra – en það vantar þá oft með til að gera svona sjónræna “þyngd” inn í rýmið…

…hér er kona sem er einstaklega kát með dagsverkið, en mér fannst stofurnar alveg sérlega vel heppnaðar og langaði mest að flytja bara inn…

…nokkur smáatriði…

…ég hef verið svo ótrúlega lánsöm með yndislegt fólk í þessum þáttum og hún Anna Rún er þvílíkur gullmoli. Mér fannst eins og við hefðum þekkst í 100ár og það var mér sérstakt gleðiefni að gera heimilið hennar alveg eins og hana dreymdi um! Takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu þínu elsku Anna Rún ♥

Fyrir og eftir:

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

1 comment for “Skreytum Hús – 4.þáttaröð – 4.þáttur…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    18.11.2023 at 22:46

    Þetta er alveg svakalega fínt og flott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *