Skreytum Hús – 4. þáttaröð – 1. þáttur…

…þá hefst 4.þáttaröðin og fyrsti þátturinn kominn í loftið í dag. En þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn vikulega á Vísir.is og á Stöð2+.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 1 á Vísir.is
og þátturinn kemur líka á Stöð 2+!

og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn.

Í þættinum í dag þá ætlum við að kynnast henni Kristínu Maríu og aðstoða hana við að breyta og bæta herbergið hennar. En þetta er hress 10 ára fótboltastelpa í Breiðholtinu sem dreymir um að hafa allt í Liverpool og kózýheitum. Það er nú skemmtilegur kokteill…

…herbergið fyrir með rúminu hennar og skrifborði…

…og þar var líka gamall fataskápur sem þær mægur voru sammála um að mætti missa sín, þar sem fatnaðurinn er að miklu leyti í sameiginlegu fataherbergi…

Það er nefnilega alltaf svo gott að ræða saman um það sem má fara og vega og meta hvað það er sem að þarf inni í rýminu. Skrifborðið var t.d. orðið frekar lítið, eins og sést á myndinni þá var það alveg fullt og því var greinilega þörf á meira borðplássi. Eins eru skúffur oft þægilegri til að skipuleggja sig í, og því komu kommóður strax frekar til greina en skápur. Stærra rúm var líka á óskalistanum og “alvöru gamerstóll”.

Eftirlætislitur var svartur og grænn, og því þurfti að spá í hvaða litur yrði fyrir valinu á veggina. Strax og talið barst að grænum þá sá ég fyrir mér nokkra fallega græna liti frá Slippfélaginu, eins og t.d:

Þarna var ég að hugsa um grænann á veggina og húsgögn í svörtum litum, svo vissi ég að rauður kæmi inn í rýmið með Liverpool-ástinni. Það er því óhætt að segja að Kristín hafi komið mér skemmtilega á óvart þegar hún valdi svo Langasand á veggina, sem er mjög fallegur brúnn litur.

Moodboard:

…við Siggi mættum inn í rýmið og vorum aldeilis tilbúin í þetta. Fullmálaðir veggir og eftir því eftir að setja lista og svo bara allt hitt…

…og útkoman, ég verð nú bara að segja að mér fannst hún ansi hreint góð. Alls ekki frá því að herbergið hafi stækkað töluvert við þetta og líka orðið meira kózý…

…sama í hvora áttina var litið, en það er líka magnað hvað gluggatjöld breyta miklu alls staðar. Ég ákvað að setja rúmið eftir vegginum og með höfðagaflinn upp við gluggann. Í slíkum tilfellum þá má næstum segja að gluggatjöldin verða líka að höfðagaflinum…

…fyrir ofan rúmið varð til þessi skemmtilega litla grúbba, en um er að ræða litla hillu sem er pörfekt fyrir POP! fígúrurnar frá Jysk, ramma með mynd af dömunni og svo þessi snilldar ljósahilla sem ég fann í Bauhaus…

…þessi hilla er eins og sniðin undir POP! kallana og það væri líka svo flott að grúbba svona hillum mörgum saman…

Hilla fyrir Funko POP! frá Jysk

…hillan/ljósið er frá Bauhaus (fann það því miður ekki á heimasíðu en kemur líka í gylltu) og er snilldarlausn þar sem þú ert í raun með lítið náttborð innbyggt í þetta…

…frábært ráð í barnaherbergi til þess að láta hlutina líta vel út er að setja myndir/plaköt í ramma því að þau virka alltaf svo mikið fallegri þannig. Ég lét stækka þessa mynd fyrir mig og ramma inn í Pixlar og fékk snilldarþjónustu…

…það er líka alltaf gaman að mynda svona litlar grúbbur saman á veggi – þær gera alltaf svo mikið fyrir rýmin…

…Liverpool-rúmfötin komu síðan sterk inn og svo er mitt besta ráð til þess að fá krakka til að nenna að búa um, kaupa nógu mjúkt og kózý rúmteppi. Það er bara fátt sem er þægilegra en að skella sér í rúmið þegar það er svona notalegt…

…við leystum vandann með plássleysið fyrir borðið með því að setja flotta kommóðu sem tekur alveg endalaust af dóti/fötum eða því sem þarf að geyma og svo hreinlega versla bara borðplötu í Bauhaus sem náði alveg endanna á milli inni í herberginu. Þannig erum við komin með stórt pláss til þess að vinna á og svo líka bara til þess að stilla upp á og nota…

…borðplatan er með svona smávegis yrjum á, þannig að þetta minnir næstum á marmara og mér fannst líka alveg möst að hafa hana ljósa, þar sem veggirnir eru dökkir þarna inn og þá gerir svo mikið að lýsa aðeins upp á móti…

…við settum síðan einn svartan viðarpanil á bakvið borðplötuna. Þetta er hreinlega gert til þess að brjóta vegginn upp og gera hlýleika en það þarf ekkert alltaf að “fylla heilan vegg” til þess að ná fram rétta útlitinu. Það er bara að nota rétt hlutinnn á réttum stað. Panilinn heldur siðan borðplötunni ca 1-2 cm frá vegg sem fullkomið til þess að geta látið snúrur detta á bakvið…

…spegillinn gefur henni svo kostinn á að nota þetta sem snyrtiborð ef hún vill og þá erum við líka að tala um það að allt í rýminu er að vaxa vel með eigandanum, þetta herbergi mun líka henta henni vel eftir nokkur ár – og það er alltaf kostur…

…stóllinn var sérvalinn af Kristínu sjálfri en hann er með Led-ljósum og hreinlega allur pakkinn og allt sem hún óskaði sér…

…fyrir ofan borðið komu síðan þessar gordjöss hillur frá Dorma sem mér finnast alveg endalaust flottar…

…og eins og ég segi alltaf, þá eru hillur svo mikil snilld til þess að blása persónuleika inn í rýmið og maður getur endalaust leikið sér með uppstillingar…

…þarna kemur inn alls konar skemmtileg litadýr, bæði í hlutum og í bókum. Svo eru smá grænar skrautplöntur kjörnar inn í rýmið og þurfa alls enga vökvun…

…þau eru svo mikið hundafólk að ég stóðst ekki Kare stytturnar úr Húsgagnahöllinni, en þær eru bara endalaust töff…

…lítil tafla sem hægt er að skrifa inn á og minna á æfingar og annað slíkt fékk síðan bara að halla að vegg, því ég vildi ekki hengja hana upp þar sem það er erfiðara að skrifa á hana þannig – þessi fékkst í Bauhaus…

…svo er um að gera að skreyta með fallegum verðlaunapeningum og þessi snilldarupphengi eru frá PuHa Design og koma svo vel út…

…nú við erum þá að verða komin allan hringinn, en við enda rúmsins hengdum við upp körfustól til þess að fá svona kózýstað til þess að sitja í og hafa það notalegt. Einn veggpanill var skorinn í sundur og settur á sitt hvorn vegginn. Bæði til þess að vera skraut, og svo er ákveðin praktík í að stóllinn fari síðan utan í veggina…

…ég fann þessi boltahengi í söluhóp á Facebook, og svo eru þau líka til hérna, en þetta er bæði flott og svo er snilld að geta skreytt með þessum nytjahlutum sem krakkarnir elska. Bónus er að það eru færri boltar að detta um í forstofunni, ekki satt?

…lítil ljósasería setur svo enn meiri stemmingu í þetta horn og ég tillti henni bara ofan á panilinn…

…þetta er nú bara ansi notaleg allt saman og það sem mestu máli skiptir, Kristín María varð alveg alsæl og orðlaus. Sagðist aldrei hafa geta séð þetta svona fyrir sér og að þetta væri flottara en henni hefði dottið í hug. Fullt hús stiga þar!

…smá motta fyrir tásurnar á vetrarmorgnum og kózýteppi og púðar…

…kátur skreytir sem er búinn að ljúka sínu dagsverki…

…og að lokum, smá svona fyrir og eftir – hlið við hlið…

…barnaherbergi eru og verða alltaf ein skemmtilegustu rýmin til þess að plana og um að gera að njóta þess. Það þarf ekkert allt að vera “barnadót” sem fer þar inn og oft er það fallegt að blanda með hlutum sem eiga eftir að nýtast áfram þegar fram líða stundir!

Takk elsku Kristín María (og mamma og pabbi) fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *