Skreytum Hús – 4.þáttaröð – 2.þáttur…

…þá erum við í þáttaröð 4 og annar þátturinn fer í loftið í dag. En þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum, og koma inn vikulega á Vísir.is og á Stöð2+.

Smella hér til þess að horfa á þátt nr. 2 á Vísir.is
og þátturinn er líka á Stöð 2+!

…og eins og alltaf þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er lesinn!

Í þessum þætti þá ætlum við að kíkja í í heimsókn til hans Brynjars Steins, eða Binna Glee eins og þið þekkið hann eflaust flest. En hann sendi inn umsókn í þættina og var í vandræðum með stúdíó-íbúðina sína. En honum langaði til þess að gera hana meira kózý og notalega, fá smá svo hlýleika þarna inn – það ætti nú að vera auðsótt mál!

…byrjum á að skoða fyrir myndirnar, sem komu mér á óvart því að Binni er svo litríkur persónuleiki þá hefði ég aldrei geta giskað að hann ætti heima þarna. Þetta er allt svo snyrtilegt og fínt, en sýnir lítið af persónuleika eigandans…

…strákarnir í Obbosí að fara yfir myndatökuna…

…íbúðin er alls ekki stór en mjög svo þægileg og björt og það þurfti bara að finna leið til þess að nýta gólfpláss betur þar sem að allur “svefnhlutinn” fór í raun bara undir rúmið sem að hann þurfti svo að skáskjóta sér framhjá. Svo var hann með stóla í kringum borðstofuborð en engann annan stað þar sem hann gat sest niður í íbúðinni sinni. Sjálfri finnst mér t.d. mjög óþægilegt að fara á hótelherbergi sem býður ekki upp á annan stað að setja á en rúmið sjálft, og vildi endilega reyna að finna lausn sem gæti lagað þetta fyrir hann…

Moodboard:

…og eftir miklar pælingar, þá varð útkoman þessi hérna. Dulítið meira kózý pláss sem er með setuaðstöðu og alls konar fallegum stöðum til þess að vera á!

…við vegginn setti ég hilluna hans Binna sem hann átti fyrir. Geggjaður staður til þess að vera með plötuspilara og plöturnar sínar, auk þess að vera bara með smávegis skrautbirgðar.

Vegggrindin getur síðan verið bara til skrauts eða gagns, hægt að hengja á hana blóm og myndir – nú og svo sólgleraugu og eitt og annað smálegt…

…rúmið hans áður var 180cm og hann var alls ekki ánægður með það! Fannst það of stórt og var hreinlega ekki að hentar honum vel. Við færðum okkur í rúm sem að var 140cm og það breytti hreinlega ÖLLU. Síðan, í stað þess að snúa rúminu eins og áður – þá settum við það langsum upp meðfram vegginum. Draumarúmið fann Binni í Dorma og varð yfir sig ástfanginn af því…

…ég vildi gera höfðagafl, en hann gat ekki verið hefðbundinn – heldur sett ég hann meðfram hliðinni á rúminu – langhliðinni. Þannig að rúmgaflinn þurfti því að vera 200cm sem er ansi stórt og best var því að redda á annan máta. Fyrir valinu urðu því flauels veggpanilar úr Bauhaus, koma í tveimur stærðum og fjölmörgum litum, og eru snilld í svona gafla. Mér þótti þær samt eitthvað tómlegar svona einar og sér og fékk Sigga til þess að sníða niður fyrir mig viðarveggpanilinn, og við “römmuðum” einfaldlega inn flauelsplöturnar…

…þannig varð útkoman mjög svo fallegur og veglegur rúmgafl sem var 240cm að breidd og alveg sérsniðinn fyrir þetta rými…

…eins notuðum við afgang af viðarpanil og settum undir rúmið og festum, þannig að hann gæti t.d. geymt auka flauelsklappstóla undir rúminu og gjörnýtt plássið…

…pælingin með þessu var að fá aukagólfpláss, en líka að rúmið virki hreinlega eins og extra djúpur og kózý sófi sem hægt er að sitja í og halla sér að veggnum…

…bleik, mjúk og kózý litapallettan…

…sjónvarpið fór í litla skrítna skotið og yfir það þessar geggjuðu vegghillur. Ekkert yfirþyrmandi en skemmtilegt að fylla aðeins upp í. Eins settum við þvottakörfuna á bakvið sjónvarpið…

…þessir pottar úr Dorma finnst mér alveg æðislegir…

…það það setja viðarpanil á veggstubbinn á milli skots og glugga var algjör leikbreytir, en það varð allt svo mikið fyllra og fallegra um leið og hann kom upp. Svo settum við stóran spegil sem var mjög ofarlega á óskalistanum og mér fannst ekkert betra en að hafa okei slay bara beint þarna á – pörfekt fyrir selfie…

…sko!

…og hér sést að við settum viðarkubba á bakvið spegilinn til þess að hann sé smá á ská á veggnum, svo maður þurfi ekki að standa upp í rúminu ef maður vill sjá sig allan…

…og hér sést svona skotið í heild sinni, en sjónvarpið er mjög létt og t.d. auðvelt að setja það í hornið sem stóllinn er ef hann vill hafa ekta sjónvarpskvöld…

…en mér fannst æðislegt að koma fyrir stólnum inni hjá honum og gefa honum því kost á að sitja þægilega, annars staðar en að liggja í rúminu…

…litakombóið er alveg að syngja hérna! Rétt er líka að taka það fram að skemillinn er líka geymsla sem getur t.d. verið með teppi eða púða og slíkt…

…stóllinn er lítill og nettur, en mjög þægilegur! Svo er hann á snúningsfæti þannig að auðvelt er að færa sig til í honum…

…snilld allt þetta auka gólfpláss sem myndaðist…

…séð yfir “setustofuna”…

…í loftið fóru kastarar úr Bauhaus sem eru með app-i, og því hægt að stýra ljósum úr símanum. Síðan er bæði köld og heit birta sem hægt er að hafa, með sömu perunum – mjög sniðugt…

…þá færum við okkur yfir í eldhúsið/borðstofuna…

…en mér fannst þessar hillur frá JYSK vera alveg málið fyrir þennan vegg. Þær taka lítið pláss og engin fyrirferð í þeim, en hins vegar geyma þær heilan helling og er svo mikil innspýting af persónuleika fyrir rýmið…

…nánast allt er svona eldhústengt, eða spil og slíkt…

..svo er það borðstofan, en með því að færa borðið meira fyrir gluggann/hurðina – þá fékk hann svo miklu betra pláss en samt er auðvelt aðgengi út á svalirnar…

…mjúkir og þægilegir eldhússtólar voru líka í topp 10 óskalistanum og við redduðum því í hvelli, og fundum þessa bleiku fegurð í Húsgagnahöllinni…

…borðið er líka einstaklega fagurt og keramikplatan ofan sérstaklega, líka frá Húsgagnahöllinni…

…svo til þess að halda meira í bleika þemað, þá var það bleik skál á borðstofuborðið…

…og hangandi ljósið yfir borðinu er líka passlega einfalt þarna inn og gefur þægilega birtu…

…þetta var svo dásamlega skemmtilegt verkefni – gaman að finna svona lausnir inn í lítið pláss og blása í það lífi! Hér sést ein sérlega kát kona…

…og það sem mestu skiptir, hann Binni varð ekkert lítið hamingjusamur með nýja heimilið sitt og það skiptir öllu máli! Takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu þínu elsku Binni ♥

Svo alveg að lokum – fyrir og eftir, hlið við hlið!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

4 comments for “Skreytum Hús – 4.þáttaröð – 2.þáttur…

  1. Margrét Magnúsdóttir
    04.11.2023 at 09:34

    Mjög vel heppnað. 🙂

  2. Anonymous
    04.11.2023 at 13:16

    Æði

  3. Sonja Rut Jónsdóttir
    04.11.2023 at 13:55

    Hvaða grind er undir klakavélinni?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *