Innlit í Jysk á Smáratorgi…

…en verslunin opnar í dag með pompi og prakt, og ég fékk að lauma mér aðeins inn og taka myndir. Þetta er ekkert smávegis flott, það er sko búið að lyfta þessu öllu upp á hærra plan og starfsfólkið hefur unnið þrekvirki við að koma öllu í lag fyrir opnun.

…breytingin á búðinni er gífurleg, ný gólfefni og lýsing, og allt hillukerfi og innréttingar eru nýjar…

…og það er gríðarlega gott aðgengi í versluninni, nóg pláss á milli borða…

…og svo eru auðvitað nýjar vörur í massavís…

…en það er líka alveg geggjuð upplifun að sjá allar vörurnar svona uppstilltar…

…og inn á milli eru líka litlar skreytigrúbbur sem gefa skemmtilegar hugmyndir…

…sneisafullar hillur…

…mjög skemmtilegar hillurnar, og gott að skoða í þeim, nóg pláss…

…djúsí eldhúsdeildin…

…og svo mikið af fallegum diskamottum…

…þetta er bara eins og nammibúð…

…alveg hreint geggjað rúm, svo fallegur litur…

…svo mikið úrval af sængurverum…

…og uppstillingarbásarnir hafa aldrei verið fallegri held ég bara…

…sjá þessa stóla ❤️

…efri hæðin fékk auðvitað líka yfirhalningu…

…og alveg hreint endalaust til af fallegum borðstofustólum, í barasta öllu stílum…

…þessi skál sko!

…gordjöss vasar, fallegir bakkar og ledkerti…

….þessi borð, elska!

…rúmin fá að njóta sín til fullt, mjög djúsí…

…og fullt af skemmtilegri skipulagsvöru, fatahengi, hillur og annað slíkt…

…ljósadeildin hefur aldrei verið stærri…

…og auðvitað líka garndeildin…

…og svo margt fyrir baðherbergi, smáhlutir, handklæði og mottur…

…bentu á þann sem að þér þykir bestur…

…körfur og kerti og púðar…

…þetta með stólana sem ég sagði áðan stendur, endalaust úrval…

…og fullt af flottum borðstofuborðum…

…þessi litli kollur/hliðarborð finnst mér æði!

…ætlið þið ekki að mæta og skoða?

…hægt að fá fullt af góðum hugmyndum…

…sem er nú alltaf frábært…

…og að vanda er hressasti verslunarstjóri landssins tilbúinn að taka á móti ykkur öllum, það er ekkert sem breytist þar!

…svo mikið af fallegri nýrri vöru og auðvitað fullt af tilboðum í öllum verslunum Jysk…

…mæli innilega með að kíkja við í heimsókn, og vá hvað ég hlakka til að halda jólakvöldin okkar í Jysk ♥♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

1 comment for “Innlit í Jysk á Smáratorgi…

  1. Kolbrún Gunnarsdóttir
    29.09.2023 at 16:18

    Allt svo fallegt sem þú sendir frá þér – hlakka alltaf til þess að skoða það sem þú setur inn á síðuna þína.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *