Nýtt og ferskt…

…ég fór í það um helgina að breyta aðeins til á skrifstofum Jysk, svona rétt til að fríska upp á allt saman. Ég sýndi ykkur frá því þegar þetta var gert hér áður (smella hér) og það er auðvitað verið að vinna eingöngu með vörur frá Jysk, nema hvað!

…fyrst er það svona móttökusvæði, þar sem hægt er að setjast niður og spjalla aðeins saman.

Ég er sérlega ánægð með hvernig þetta kom út…

…þessir hægindastólar eru svo fallegir, léttir og flottir…

…mottan finnst mér líka æði…

…en nýju marmaraborðin eru í miklu uppáhaldi hjá mér, mér finnst þau alveg geggjað falleg svona tvö saman…

…kózý móment…

…og litlu hlutirnir…

…og eins og alltaf þá eru vegghillur að gera svo mikið fyrir rýmið…

…það er alltaf jafn gaman að gefa rýmum hlýju og persónuleika með þeim…

…síðan eru þær líka að tengja saman svæðin og “fylla” upp í vegginn…

…skenkurinn er líka nýr og mér finnst hann alveg endalaust flottur…

…eins tók ég fjóra spegla og setti þá saman, svona eins og franskan glugga, og mér finnst það líka sérlega fallegt…

…þessi pottur er líka nýr og hann er svo svakalega flottur, elska þennan lit…

…og moodboard fyrir plássið…

…annað fallegt móment…

…er mjög hrifin af öllu svona einföldu og stílhreinu þarna ofan á…

…þessi lampi er líka alveg sérstaklega fagur…

…þessir hægindastólar eru fyrirferðalitlir en svo þægilegir – væru örugglega æðislegir við snyrtiborð…

…vona að þið eigið yndislega vinnuviku framundan ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *