Framkvæmdir í fullum gangi III…

…jæja, þetta eru nú meiri póstarnir og samt er ég bara að setja inn lítinn hluta af myndunum. Þetta tekur líka mikið minni tíma heldur en þetta tók í rauntíma, þannig að þið hafið bara þolinmæði með mér.

En sjáið bara hvað þetta er orðið fallegt. Við erum svo ánægð með hellurnar sem við völdum á bílaplanið, en hann Gulli í Gullregn mælti alveg eindregið með Rómarsteininum frá BM Vallá við okkur og við erum mjög ánægð með það…

Pósturinn er unninn í samstarfi við BM Vallá!

…við völdum gráan lit á okkar steina, en þið sjáið hérna til hliðsjónar þann svarta – en hann var einmitt notaður í ramma í kringum allt svæðið…

…hér er verið að prufa sig áfram með beðið í kringum tréð…

…og þið munið í seinasta pósti þá var verið að steypa staurana niður, já hér eru þeir komnir og meira að segja hellulagt svona líka fallega meðfram skúrnum…

…þið sjáið þetta hérna frá hlið, en við vorum með þetta hlið/vegg við hliðina á skúrnum áður…

…ég prufaði að gera smá svona ljósmyndalagfæringar og prufa að færa hliðið og gera vegg við skúrinn, eins og planið var. En það er nú alltaf gott að sjá þetta svona betur fyrir sér…

…og hér erum við komin með stétt alveg heim að hurð nánast. Já og tilvonandi pergólastaurar standa spenntir eftir að vera lækkaðir og fá sína endanlegu hæð…

…og svo komin með hellur framan við útihurðina. Fullkomin til smá setu…

…og svo, bara svona eins og töfrasprota væri veifað birtist veröndin mín, auðvitað með Veranda-steinum fallega…

…en hér sjáið þið einmitt kombó-ið sem við völdum En þetta er Rómarsteinn í gráu og svörtu, og síðan Veranda í gráu. Við vorum á tímabili að spáí að taka Veranda í svörtu líka en grár varð svo ofan á og ég er himinlifandi…

Rómarsteinn – skoða hér!
Veranda – skoða hér!

…þið sjáið bara hvað þetta er fallegt saman – úfffffff, ég er svo ánægð með þetta!

…og ég bara verð að vekja athygli ykkar á þessum vinnubrögðum, sjáið þið þessa nákvæmni og fegurð. Þvílíkir fagmenn sem þetta eru hjá Gullregn…

…svo vorum við allt í einu bara komin með risaplan sem var hellulagt nánast að fullu. Þetta slagar bara upp í bílastæði við Laugardalshöllina…

…og hvað gerðist þá? Næsta stórvirki, við hófum að reisa Álftanesvegginn…

…og þar sem við vorum ákveðin í að vera með ljós í veggnum þá þurfti að sjálfsögðu að gera ráð fyrir þeim. Það þarf að hugsa þetta strax frá byrjun…

…á þessum tímapunkti var ég komin með kitl í magann, að horfa á skuggana dansa á hellunum og farin að sjá þetta heldur betur fyrir mér…

…og þegar að Óðalsteinn var kominn á sinn stað og farin að ramma þetta inn – þá tapaði ég mér bara!
Við völdum það að hafa steinana tromlaða, sem þýðir einfaldlega að þeir eru svona “ófullkomnir” með brotum í og virka aðeins eldri að sjá. Mér fannst það veita þeim vissan sjarma.

Óðalshleðslusteinn – smella hér!

…og um leið þá varð ég að prófa aðeins – jú, þetta verður bara mjög gott sko…

…og þið munið eftir Álftanesvegginum, hann reis…

…og breytist svo í kastalavegg, því ef þið munið eftir teikningunni – þá eiga að koma svona spítur á milli…

…nú og svo voru beðin hlaðin, eitt af öðru…

…og svo erum við allt í einu komin með glæsilegt þrep heim að hurð – bara fullkomna aðkomu, mikið stærra þrep en það gamla…

…og það var á þessum tímapunkti sem mér fannst þetta vera allt komið bara, var orðin svo ánægð en við vorum enn bara á miðri leið, tjaaaa kannski komin aðeins yfir miðjulínuna…

…ég var farin að raða og skreyta svona aðeins, enda á ég erfitt með að hemja mig…

…en bekkurinn er dásemd sem ég keypti af Þórunni vinkonu minni, en maðurinn hennar er að smíða þessa geggjuðu bekki…

Þórunn Eva instagram – ef þið viljið kanna með bekki!

…og þá hófst næsti áfangi, að smíða pergóluna mína sem ég hef beðið eftir í svooooo möööörg ár…

…þið verðið að bíða þolinmóð eftir því í næsta pósti! ♥

P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like –
þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥

2 comments for “Framkvæmdir í fullum gangi III…

  1. Elva Björk Sigurðardóttir
    24.08.2023 at 07:08

    Stórglæsilegt hjá ykkur😊

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    26.08.2023 at 03:13

    Alveg frábært 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *