Innlit í Rúmfó…

…reynum að henda okkur í smá rútínu, og kíkjum í Rúmfatalagerinn á Bíldshöfða.
Það fyrsta sem ég rak augun í voru útimottur, ekki það að veðráttan hafi boðið mikið upp á útiveru en hey! þessar mottur eru vatnsheldar 😉
…eins rak ég augun í þetta hér – en þetta er víst Mojito-glas, ekki það að ég sé að hvetja til dagdrykkju samt…
…þessar flöskur finnst mér alltaf snilld í afmælin og þess háttar, og þessar kostuðu réttum 250kr og þá þarf ekki að hreinsa af þeim límmiða eða neitt þess háttar…
…eeeeelska þessar skálar og diska…

…og lituðu gervigærurnar, eru yndislegar…
…töff púðar, með leður-detailum, mjög fallegir…
…og þessar eru nýjar og súper sætar, svo fallegir litir!
…mikið af fallegum luktum, sem eru ekta til þess að kveikja á kertum í – svona í haustveðrinu okkar hér í sumar…
…þessi gerviblóm eru æði – ég er búin að eiga svona í nokkra mánuði og mér finnst það alltaf jafn súper sætt…
…þessi kerti og servéttur eru líka alveg í stíl við 🙂

…þessar eru enn til og enn í uppáhaldi…
sjá hér

…fallegar servéttur…
…og uppáhalds stofupúðinn minn er til núna…

…svo voru þessir nýjir og mér fannst þeir ansi skemmtilegir…
…geggjaðir kollar – sjá hér
…og Virum hliðarborðið er snilld, t.d. á bakvið sófa sem standa upp við vegg – svona eins og við gerðum með Hyllis í stofunni okkar
…þessi eru seld sem útiborð, en mér finnst þau alveg pörfekt sem hliðarborð inni, t.d fyrir pottaplöntur…
…þarf svo að fara að breyta í rýminu þarna uppfrá – setja upp nýtt í ágúst…
…ný náttborð sem mér fannst alveg sjúklega flott, koma í fjórum litum og samansett – snilld!  Sjá hér
…teppi sem eru svo falleg sem rúmteppi, eða til að leggja yfir rúm til fóta…
…og það eru nú margir sem eiga eftir að elska þessi…
…meira af fallegum teppum, svona til þess að vera í kózýfíling…
…og húrra, þessar eru komnar aftur, en ég notaði þær einmitt í strákaherbergið og er mikið spurð…
Víravegghilla – Frejlev frá Rúmfó


…og ég veit að það eru margir sem bíða eftir Antoni, en hann er til núna 🙂
…síðan sá ég þessa hérna og ég er súper spennt fyrir henni…
…sé þetta alveg fyrir mér t.d. í forstofu og setja póstinn og þess háttar í, auk þess að hengja sólgleraugu og svona á þetta.  Svo mætti þetta líka virka á baðherbergi, og auðvitað í krakkaherbergi og eldhús og… bara snilld!

…og að lokum týndi ég saman eitt og annað sem ég fann inni á heimasíðunni og var skotin í, sumt er líka hér fyrir ofan en samt:
Sparv málmkarfa – smella
Bergfink hengirúm – smella
Idre sófaborð – smella
Sensommer lukt – smella
Brise lukt – smella
Vatnsdunkur með krana – smella
Varming stóll – smella
Sivanger lukt – smella
Sunds náttborð – smella
Klovborg kollur – smella
Vona að þið hafið haft gaman af þessu, annars segi ég bara góða helgi elsku bestu – og takk fyrir að taka svona vel á móti mér heim úr fríinu ❤

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *