Útsala í Dorma…

…er að hefjast núna í byrjun júní. Þar á meðal eru vörur frá merkinu Boltze sem er að hætta í sölu hjá þeim, og þess vegna eru vörurnar að fara á allt að 70% afslátt. Þrátt fyrir að útsalam hefjist ekki fyrr en í nýjum mánuði þá fékk ég smá fyrirvara á þetta og þær eru komnar á útsöluverð, bæði í búðunum og á netinu, og þið getið því skoðað þetta aðeins á undan áætlun.

En í þessu eru alls konar vörur sem ég hef verið að nota í ýmsum verkefnum og alveg sérlega margt fallegt og spennandi…

Smella til að skoða Boltze á netinu – athugið að það er meira úrval í búðunum sjálfum!

//samstarf

…til að mynda eru sérlega fallegir púðar, í alls konar týpum…

…mér finnast t.d. þessir hérna bohopúðar alveg geggjaðir, þessir væru t.d. æðislegir á pallinn…

…og svo auðveltið alls konar smálegt, eins og kerti og servéttur…

…svo eru auðvitað bæði blómapottar og líka gerviblóm, mjög svo falleg…

…þessir gráu pottar með steypulook-inu eru í uppáhaldi, fullkomnir á útisvæðin…

…þessir vasar eru úr svona áli og mynstraðir – svo svo flottir, og svo skálar og bakkar í stíl…

…Búddar sem eru með vinkið á hreinu…

…svo eru auðvitað blómapottar sem eru æði og alls konar stærðir…

…kertahús og luktir, æðislegt út og svo er þetta alveg dásamlegt um jólin…

…ljósu pottarnir á standinum eru í tveimur stærðum (auðvelt að spreyja ef þetta er ekki þinn litur) og stóra skálin er líka æði fyrir drykkina í partýið…

…talandi um luktir, þá eru til alls konar útfærslur – gler, timbur, gull, svart og bara nefndu það…

…mér finnst þessar luktir vera trylltar, voru bara til þessar tvær…

…vegghillurnar hafa verið vinsælar og alltaf jafn fallegar…

…það er líka eitthvað aðeins af húsgögnum þarna inn á milli, mest hillur og svoleiðis…

…þessi hjólavagn er t.d. alveg æðislegur, og svo líka arinhillan…

…það voru til tvær svona, það væri töff að setja þær saman hlið við hlið og gera hring úr þeim…

…meira af fallegu vegghillunum…

…uppáhaldsbakkinn er til í gráu, og það má svo bara spreyja ef þetta er ekki liturinn þinn…

…hann kostar t.d. bara um 2000kr núna…

…þessar vegghillur með marmaraplötunni eru síðan hreint æðislegar, til dökkar og ljósar…

…svo flottir blómastandar…

…og svo er slatti af geggjuðum ilmkertum og olíum…

…það heldur svo áfram að bætast inn á þetta – en pottþétt svona sjón er sögu ríkari…

…svo flottir og massífir stjakar, þungir og veglegir…

…sérvétturnar eru t.d. komnar á um 150kr pakkinn – sem er snilld!

…mæli svo sannarlega með að gera sér ferð í búðina og skoða þetta nánar   

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Útsala í Dorma…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *